fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025

Óflokkað

Hrunkvöðlar fá kyrrstöðu

Hrunkvöðlar fá kyrrstöðu

Eyjan
04.09.2010

Það eru gerðir „kyrrstöðusamningar“ við skuldakóngana Jón Ásgeir og Björgólf Thor. Felur væntanlega í sér að ekki er gengið að þeim vegna skulda þeirra þótt þeir borgi ekkert af þeim – og manni skilst líka að ekki leggist vextir á skuldirnar í einhverjum tilvikum. En umboðsmaður skuldara segir að sé ekki til neitt sem heiti Lesa meira

Nauðsyn veikrar krónu

Nauðsyn veikrar krónu

Eyjan
04.09.2010

Eins og margoft hefur verið sagt hér á síðunni byggir núverandi hagstjórn á Íslandi meðal annars á því að gengi krónunnar sé lágt. Og gengi hennar verður ekki leyft að hækka mikil meira en það hefur gert. Óli Kristján Ármannsson skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hann vitnar í orð Gylfa Zöega, prófessors Lesa meira

Skuldakóngar fá silkihanskameðferð

Skuldakóngar fá silkihanskameðferð

Eyjan
03.09.2010

Maður skilur ekki alveg fréttir sem segja manni að útrásarvíkingar séu meðhöndlaðir með silkihönskum. Björgólfur Thor fær niðurfelldar persónulegar ábyrgðir á Íslandi og ef áætlanir um framtíð Actavis ganga eftir getur hann orðið margmilljarðamæringur aftur. Jón Ásgeir og fjölskylda gera eitthvað sem kallast „kyrrstöðusamningur“ við Arionbanka. Það þýðir að ekki leggjast vextir á skuldir hans, Lesa meira

Hugmyndastraumar frá Bretlandi

Hugmyndastraumar frá Bretlandi

Eyjan
03.09.2010

Sölvi Tryggvason skrifar um áhrif Tonys Blair á Samfylkinguna. Ég hef áður bent á – og það er verðugt rannsóknarefni – hvernig hugmyndastraumar sem berast hingað koma mestanpart frá Bretlandi á löngu tímabili. Thatcherisminn var tekinn upp hrár af ungum mönnum í Sjálfstæðisflokknum – þar voru fremstir í flokki Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Davíð Oddsson. Lesa meira

Börnin teikna Pútín

Börnin teikna Pútín

Eyjan
03.09.2010

Í Rússlandi er starfandi heil ungliðahreyfing sem dýrkar og dáir Vladimir Pútín, fyrrverandi forseta, núverandi forsætisráðherra. Aðdáunin á þessum sterka stjórnmálamanni ríður ekki við einteyming. Hér er vefur sem er helgaður teikningum sem börn hafa gert af Pútín. Þarna eru myndir af honum í ýmsum hlutverkum, hann líknar sjúkum, vaggar börnum, iðkar júdó, gengur á Lesa meira

Tveir ósannindamenn

Tveir ósannindamenn

Eyjan
03.09.2010

Í ævisögu sinni hrósar Tony Blair Bandaríkjaforsetanum Georg W. Bush fyrir heiðarleika og hugrekki. Báðir þessi menn lugu vísvitandi að þjóðum sínum til að geta komist í stríð. Það er ansi hátt á skalanum yfir það sem stjórnmálamenn eiga og mega ekki gera.

Innlimun

Innlimun

Eyjan
03.09.2010

Ögmundur Jónasson skrifar grein í Fréttablaðið í gær og hún verður varla skilin öðruvísi en að hann myndi greiða atkvæði með áframhaldandi aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, Lokaorð greinarinnar er varla hægt að túlka öðruvísi: „Endanlegar ákvarðanir í þessu umdeilda máli koma hins vegar til með að liggja hjá þjóðinni. Við deilum um markmið og leiðir en Lesa meira

Rússneskir sjóliðar af seglskipi

Rússneskir sjóliðar af seglskipi

Eyjan
02.09.2010

Rússneskir sjóliðar ganga um í rigningunni hér í Reykjavík, heldur þungbúnir á svip. Ég efast um að þeir hafi efni á að kaupa margt í búðum hér eða veitingahúsum. Glaðlyndu stúlkunni sem afgreiðir í Krambúðinni fannst þeir heldur fúlir og spunnust af því nokkrar umræður í búðinni. Ég sagði að Rússar væru almennt ekki þekktir Lesa meira

Alþýðubandalagið kemst til valda

Alþýðubandalagið kemst til valda

Eyjan
02.09.2010

Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir. Allir þessir ráðherrar eru upprunnir í Alþýðubandalaginu. Jóhanna Sigurðardóttir getur talist bona fide Alþýðuflokkskona þótt hún hafi farið í Þjóðvaka. Pabbi hennar og amma voru bæði í Alþýðuflokknum. Katrín Jakobsdóttir er eiginlega of ung til að hægt sé að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af