Færeyskur bókstafstrúarmaður vill ekki í mat með Jóhönnu
EyjanJenis af Rana er formaður Miðflokksins í Færeyjum, flokks sem er bæði hómófóbískur og xenófóbískur. Hann vill ekki snæða kvöldverð með Jóhönnu Sigurðardóttur, eða svo segir í fréttum. Kannski er þetta dæmigerð ekkifrétt, en það er svosem allt í lagi að sjá hvaða maður þetta er. Anna Jóna Ármannsdóttir hefur skrifað blogg þar sem meðal Lesa meira
Fjölmiðlastofa og tjáningarfrelsið
EyjanEinhvern veginn finnst manni að á niðurskurðartímum í ríkisbúskapnum sé sérlega lítil ástæða til að koma á fót sérstakri Fjölmiðlastofu. Guðbjartur Hannesson, nýr heilbrigðis-og félagsmálaráðherra, var einmitt að tala um að ýmsar puntstofnanir á vegum ríkisins yrðu að víkja á svona tímum. Fjölmiðlastofu er ætlað að hafa úrskurðarvald í málefnum fjölmiðla – eða þannig skil Lesa meira
Kirkjan og eineltið
EyjanÍ leiðara Morgunblaðsins í dag er lagt út af grein formanns Framsóknarflokksins um kirkjuna. Þeir Sigmundur og Davíð eru sammála um að kirkjan sé lögð í einelti í fjölmiðlum. Davíð hrósar Sigmundi fyrir kjarkinn að skrifa svona grein. Kirkjunnar menn eru sjálfir að kvarta undan þessu, að fréttist af úrsögnum úr Þjóðkirkjunni. Og þá er Lesa meira
Berjaruglingur
EyjanKonan mín kom heim með stikilsber og sauð úr þeim merkilega sultu, alveg eðalfína. Þegar við fórum að ræða berin varð ég fyrir áfalli. Einu sinni las ég Huckleberry Finn eftir Mark Twain og er þeirrar skoðunar að hún sé ein mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Gæti jafnvel verið The Great American Novel. Á Lesa meira
Limbó
EyjanÞessi grein sem ég skrifaði á ensku birtist í nýjasta tölublaði Grapevine sem kom út stuttu fyrir mánaðarmót. — — — SITTING HERE IN LIMBO – almost two years after the crash a time where nothing gets resolved The political situation in Iceland, now that autumn will soon be upon us, can best be described Lesa meira
Ekki öfundsverðar framtíðarhorfur
EyjanMaður sem kallar sig Gunnr setti þennan texta inn í athugasemdakerfið. Hann er allrar athygli verður: — — — „Það eru fleirri ástæður til þess að við njótum ekki lánstrausts en Icesave deilan. 1. Klárlega þótt heildarskuldirnar eru ekki hæstar hjá okkur, til dæmis skulda Japanir tvöfalda þjóðarframleiðsluna, en þar er í raun hallinn fjármagnaður Lesa meira
Elvis og sonur hans
EyjanÉg var fræddur um það um daginn að Elvis Presley hefði verið ljóshærður. Það fannst mér athyglisvert. Ennþá merkilegri kenningar eru ræddar meðal barnanna í Vestubæjarskóla. Þar telja sumir að Michael Jackson hafi verið sonur Elvisar.
Níumenningarnir og árásin á Alþingi
EyjanÍ Silfrinu í dag spurði ég Ögmund Jónasson, nýorðinn ráðherra dómsmála, um mál níumenninganna sem eru ákærð fyrir árás á Alþingi. Til glöggvunar má skoða þessa samantekt Helga Seljan úr Kastljósi frá því í 20. maí síðastliðinn. Hún varpar nokkru ljósi á það sem raunverulega gerðist. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=cvL53nMMoxY]
Gauti: Herkostnaður af Icesave?
EyjanGauti B. Eggertsson, hagfræðingur í New York, veltir fyrir sér tölunum sem komu eins og köld vatnsgusa framan í landsmenn í vikunni og sýndu að landsframleiðsla dregst mikið saman. Gauti spyr hvort þetta tengist því að lánsfjármarkaðir eru að miklu leyti lokaðir fyrir Íslendinga – sem hann segir aftur að tengist Icesave málinu.
Orðið hrunkvöðull
EyjanEins og lesendur hafa tekið eftir hef ég undanfarið notað orðið „hrunkvöðull“. Höfundur orðsins er Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og dagskrárritstjóri á Ríkisútvarpinu, fjarskalega málhagur maður og skemmtilegur. Flestir landsmenn þekkja röddina hans Gunnars, því hann hefur lesið inn á marga þætti sem eru sýndir á Rúv. Og orðið er ansi gott – maður getur jafnvel Lesa meira