Ómar og bítlaæðið
EyjanDr. Gunni bloggar um Ómar Ragnarsson og Bítlana. Það vill nefnilega þannig til að Ómar og John Lennon eru jafnaldrar. Munar bara nokkrum vikum á þeim. Ungur söng Ómar hið frábæra lag Bítilæði – hér er smá hljóðdæmi. Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um ástæðu þess að fjórmenningarnir úr Liverpool voru kallaðir „Bítlarnir“ á Lesa meira
Andri Geir: Lengi getur vont versnað
EyjanAndri Geir Arinbjarnarson lætur Ólaf Ragnar Grímsson forseta fá það óþvegið á bloggi sínu. Segir meðal annars: „Þegar forseti Íslands er farinn að gagnrýna ESB, samtök sem eru eitthvað sterkasta aflið í heiminum sem berjast fyrir mannréttindum, í landi eins og Kína þar sem mannréttindi eru fótum troðin hefur Lýðveldið Ísland ná enn einum lágpunkti. Lesa meira
Baráttukona gegn sjálfsfróun á leið á Bandaríkjaþing
EyjanChristine O´Donnell, teboðskonan unga, sem verður frambjóðandi Repúblikana í öldungadeildarkosningum í Delaware – og er líkleg til að vinna sætið – er fyrrum eldheit baráttukona gegn….sjálfsfróun. Þetta má sjá á þessu myndbandi. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RzHcqcXo_NA] Teboðshreyfingunni vex sífellt ásmegin í bandarískum stjórnmálum. Það er spurning hvort afgangurinn af heiminum þurfi ekki að fara að gera einhvers konar Lesa meira
Ólga vegna páfaheimsóknar
EyjanRatzinger páfi er á leið í opinbera heimsókn til Bretlands og hún vekur ekki almenna hrifningu. Páfinn er að fá mjög vonda pressu eins og sagt er. Bæði er það að kirkja hans hefur staðið í ljótum og erfiðum málum og eins hitt að trúleysingjar eru herskáir á Bretlandi og eiga sér framúrskarandi snjalla málsvara Lesa meira
Landsdómur að fara út um þúfur?
EyjanNú er Ingibjörg Sólrún að ávarpa þingflokk Samfylkingarinnar í kvöld. Spurning hvort það ef við hæfi – og hvort Geir Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðarson eigi ekki að fá að gera að líka. Þingmenn Samfylkingarinnar munu þurfa að greiða atkvæði um hvort þeir fari fyrir landsdóminn. Landsdómur á sér vissulega stoð í lögum Lesa meira
Frekar almælt tíðindi um íslenska byggingalist
EyjanReykjavík er að sumu leyti óheppin borg. Hún byggðist á vondum tíma. Stór hluti bygginga í borginni er frá miklu niðurlægingarskeiði í sögu byggingalistar, frá síðari hluta tuttugustu aldar, tíma módernisma og fúnksjónalisma. Við höfum fáar byggingar frá því fyrir árið 1900. Þá var borgin líka byggð af vanefnum, það skorti byggingarefni. Reykjavík einkennist líka Lesa meira
Fyrsta Kiljan í kvöld
EyjanSvona er þátturinn kynntur á vef Ríkisútvarpsins. Hann er á dagskrá eftir seinni fréttir í kvöld, kl. 22.20: „Á miðvikudagskvöldum í vetur verður á dagskrá nýr bókmenntaþáttur í umsjón Egils Helgasonar. Þar verður fjallað um bækur úr ýmsum áttum og af öllum toga. Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson eru álitsgjafar þáttarins og svo ætlar Lesa meira
Gott hjá Jóni
EyjanHúrra fyrir Jóni Gnarr. Hann afhendir fyrrverandi borgarstjóra Peking mótmæli vegna handtöku skáldsins og mannréttindabaráttumannsins Liu Xiaobo. Það kemur fát á borgarstjórann fyrrverandi og sendinefnd hans. Sendinefndin flýtir sér burt án þess að kveðja formlega. Góð tilbreyting frá langvarandi sleikjugangi við harðstjóra. Með þessu sýnir Besti flokkurinn að hann er hreyfing sem á erindi og Lesa meira
Dularfullu minnisblöðin, Geir snýst gegn Davíð
EyjanEin helsta málsvörn Davíðs Oddssonar eftir hrun voru minnisblöð sem eiga að hafa verið samin eftir fund hans með erlendum bankamönnum í London. Hann kom meðal annars í Kastljós og veifaði þessum pappírum. Nú segir Geir Haarde að fundurinn þar sem rætt var um vanda bankakerfisins, 7. febrúar 2008, eftir Lundúnaferð Davíðs, hafi alls ekki Lesa meira