fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025

Óflokkað

Jarðvegur pópúlistaflokkanna

Jarðvegur pópúlistaflokkanna

Eyjan
21.09.2010

Danir og Norðmenn hafa bitra reynslu af nasismanum. Flokkur eins og Þjóðarflokkur Piu Kjærsgaard í Danmörku kemur heldur ekki úr þeim jarðvegi, hann á upptök sín í stjórnmálahreyfingu Mogens Glistrup frá því á áttunda áratugnum. Framfaraflokkurinn norski er sprottinn úr svipuðum jarðvegi. Þetta eru flokkar sem þykjast tala máli litla mannsins, smáborgaranna, þeir eru á Lesa meira

Varla meirihluti fyrir landsdómi

Varla meirihluti fyrir landsdómi

Eyjan
20.09.2010

Það er merkilegt að sjá hvað er að gerast í þinginu varðandi landsdóminn. Samfylkingin er á harðahlaupum frá málinu. Það er mikill samhljómur milli Jóhönnu Sigurðardóttur og Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna er gamall krati sem hefur verið á þingi síðan 1978, Ólöf er frekar nýlegur þingmaður en hún er vel innmúruð í valda- og Lesa meira

Loks bandarískur sendiherra

Loks bandarískur sendiherra

Eyjan
20.09.2010

Nú er loks komin nýr bandarískur sendiherra til Íslands. Hann heitir Luis E. Arrega-Rodas og er atvinnudiplómati. Í eina tíð tíðkaðist að senda hingað alls konar furðufugla sem höfðu gefið fé í kosningasjóði og fengu í þakkarskyni að vera sendiherrar í útlendu landi í nokkur ár. Einn þeirra var Replogle sem fór í göngur í Lesa meira

Skrítið einelti

Skrítið einelti

Eyjan
20.09.2010

Örn Bárður Jónsson talar um einelti RÚV gegn kirkjunni. Það heldur líklega áfram í Kiljunni á miðvikudaginn því þá ætla ég að fjalla um hina frægu bók Richard Dawkins The God Delusion, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu undir nafninu Ranghugmyndin um guð. En svo má kannski segja að sé rækilega vegið upp á Lesa meira

Economist: Nauðsynlegt að afskrifa húsnæðislán

Economist: Nauðsynlegt að afskrifa húsnæðislán

Eyjan
20.09.2010

Leiðari síðasta tölublaðs The Economist fjallar um bandaríska hagkerfið og hægan bata þess. Það vekur athygli að eitt af því sem hvatt er til í leiðaranum er að hugmyndaflugið verði notað til að  losa almenning undan áþján húsnæðislána. Húsnæðislánin muni halda áfram að draga niður hagkerfið um ókomna framtíð. Þetta er mjög í anda þess Lesa meira

Stjórnmálastéttin þarf ekki að kvarta

Stjórnmálastéttin þarf ekki að kvarta

Eyjan
20.09.2010

Það er mikið rætt um hversu skelfilegar ofsóknir það væru ef nokkrir fyrrverandi ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm. Staðan er nú samt þannig að stjórnmálastéttin íslenska hefur sloppið býsna billega frá algjöru hruni efnahagslífsins. Geir Haarde, Árni Matt og Ingibjörg Sólrún hurfu af þingi – annað var tæplega hægt. Björgvin G. bíður eftir því að Lesa meira

Hæpnar skýringar

Hæpnar skýringar

Eyjan
19.09.2010

Það er dálítið langt til seilst að kenna einhverri  karlasamstöðu um hvernig komið er fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Mörður Árnason fer vel í saumana á því sem gerðist innan Samfylkingarinnar undir stjórn hennar í pistli sem hann birti í fyrradag. Uppgjör hans er mjög heiðarlegt. Þar segir hann frá því hvernig flokkurinn snerist upp í einhvers Lesa meira

Greinin er eftir Benedikt

Greinin er eftir Benedikt

Eyjan
19.09.2010

Greinin hér að neðan er eftir Benedikt Sigurðarson á Akureyri. Ég lenti í  vandræðum við að setja hana inn. Af einhverjum ástæðum lokaðist fyrir athugasemdir við hana og ég næ ekki að laga það. En vilji menn gera athugasemdir við efni hennar, þá geta þeir gert það hér.

Benedikt Sigurðarson: Heldur hrunið áfram?

Benedikt Sigurðarson: Heldur hrunið áfram?

Eyjan
19.09.2010

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar lætur hrunið halda áfram Það sækir að mér depurð og vonleysi – nú í miðju kafi ringulreiðarinnar, sem Atli Gíslason virðist vera arkitektinn að mörgum öðrum fremur. Upplifanir mínar af skýrslu og málflutningi þingmannanefndarinnar eru þannig að mér finnst eiginlega að við höfum ekki verið verr stödd – allan tímann sem liðinn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Högg í maga United