fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Óflokkað

Spenna í lofti

Spenna í lofti

Eyjan
04.10.2010

Í kvöld flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á Alþingi og síðan verða umræður um hana. Það hefur verið boðað til mótmæla fyrir utan þinghúsið. Líklegt er að þau verði fjölmenn – og hávær. Vonandi þó ekki svo að ekki heyrist í þingmönnum – það væri ágætt að vita hvort þeir hefðu tekið eitthvert mark á hræringunum Lesa meira

ESB og bændaforystan

ESB og bændaforystan

Eyjan
03.10.2010

Ingimundur Bergmann, bóndi og vélfræðingur, skrifaði grein um bændaforystuna og Evrópusambandið í Fréttablaðið í síðustu viku. Í greininni segir meðal annars: — — — „Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska, er að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að Lesa meira

Friðrik Erlingsson: Reiðin

Friðrik Erlingsson: Reiðin

Eyjan
02.10.2010

Friðrik Erlingsson rithöfundur er höfundur þessarar greinar: — — — Reiðin Á Austurvelli á þingsetningardegi risu margvíslegar reiðibylgjur á loft og sumar þeirra brutust út í ofbeldi í formi eggja og rúðubrota. Slíkt er hvorki líðandi né sæmandi ef fólk vill koma skilaboðum á framfæri. En hver er uppspretta reiðinnar? Hún er fyrst og fremst Lesa meira

Klappað fyrir Geir

Klappað fyrir Geir

Eyjan
02.10.2010

Bjarni Benediktsson lætur hylla Geir Haarde á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Eða eins og segir í frásögn Vísis: „Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi.“

Mikill niðurskurður í Bretlandi

Mikill niðurskurður í Bretlandi

Eyjan
02.10.2010

Hér er framundan mikill niðurskurður á fjárlögum. Steingrímur J. segir að nú séu runnin upp hin eiginlegu hrunfjárlög. Niðurskurðurinn er á bilinu 6-9 prósent, og verður ábyggilega mjög þjáningarfullt á mörgum stöðum. Það má búast við einhverjum mótmælum vegna fjárlaganna. Í Bretlandi er komin til valda stjórn sem setur niðurskurð hjá hinu opinbera á oddinn. Lesa meira

Fréttatíminn: Óheyrilega mikil lán til Björgólfa

Fréttatíminn: Óheyrilega mikil lán til Björgólfa

Eyjan
02.10.2010

Í Fréttatímanum, nýja blaðinu sem kom út í gær, er frétt á blaðsíðu tvö um útlán Landsbankans til Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, þremeninganna sem fengu að kaupa bankann árið 2002. Samkvæmt fréttinni eru þessi lán óheyrilega mikil – eða 440 milljarðar. Þetta segir í fréttinni: „Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Lesa meira

Mynd ársins?

Mynd ársins?

Eyjan
01.10.2010

Þessi ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, ljósmyndara á DV, gæti hæglega verið mynd ársins. Þingmenn á harðahlaupum úr Dómkirkjunni yfir að bakdyrum Alþingishússins undan reiðum mótmælendum.

Mótmæli á Íslandi og víðar

Mótmæli á Íslandi og víðar

Eyjan
01.10.2010

Það var ekki ýkja mikið fjölmenni á Austurvelli áðan, verður að segjast eins og er. En það var mjög þungt andrúmsloft. Margir viðbúnir að fleyja eggjum og mjólk í alþingismenn þegar þeir gengju milli Dómkirkjunnar og Alþingishússins. Það gerðu þeir ekki, þeir kusu að fara bakdyramegin inn í þinghúsið – sem er dálítið táknrænt. Virðing Lesa meira

Keikur Jón

Keikur Jón

Eyjan
01.10.2010

Jón Ólafsson var skúrkur númer eitt á Íslandi áður en Jón Ásgeir tók við því hlutskipti – það var endalaust hamast í Jóni og hann sakaður um aðskiljanleg brot. En nú er Jón nokkuð keikur. Hann tók voða lítinn þátt í hrunadansi útrásartímans – og getur gengið glaður um göturnar í Reykjavík – ólíkt bæði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af