Fjölskyldufólk og fasistar
EyjanÞað eru óhrein öfl á ferli meðal mótmælenda á Austurvelli. Það er reyndar eins og gengur í svona mótmælum, það gleymist varla að í Búsáhaldabyltingunni var nokkur hópur sem kom á vettvang til að komast í ofbeldi. Það setti ljótan svip á Búsáhaldabyltinguna og var ekki slegið striki yfir það fyrr en mótmælendur tóku sér Lesa meira
Hverjir voru að mótmæla?
EyjanÞað er deilt um hverjir hafi verið að mótmæla við Alþingishúsið í kvöld. Eiginlega makalaust að sjá hversu margir vilja eigna sér þetta fólk. Maður sér að ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru móðgaðir – þeir tala um að bílastæði í Miðbænum hafi verið full af jeppum, þetta hafi semsagt verið jeppalið sem var að mótmæla. Svo Lesa meira
Tímasprengja springur
EyjanSkuldavandi heimilanna hefur verið tifandi tímasprengja. Það hafa allir séð hana og heyrt í henni. Ég held að ekkert mál hafi verið meira rætt í þætti mínum síðasta árið. En ríkisstjórnin sem lofaði að slá „skjaldborg“ um heimilin hafa stöðugt hummað þetta vandamál fram af sér í staðinn fyrir að mæta því með einurð og Lesa meira
Pólitísk krísa
EyjanEin krafan sem maður heyrir í tengslum við mótmælin í kvöld er að forsetinn rjúfi þing og skipi þjóðstjórn eða utanþingsstjórn. Þetta er til marks um hina pólitísku krísu sem er í landinu. Það hefur einu sinni áður setið utanþingsstjórn á Íslandi. Það var á stríðsárunum, frá 1942 til 1944, þegar stjórnmálaflokkarnir gátu ekki komið Lesa meira
Heill og heiður landsins
EyjanÉg leyfi mér að stela þessum Fésbókarstatus frá Páli Valssyni, höfundi ævisögu Jónasar Hallgímssonar skálds. „Páli…. sýnist sem Alþingi eigi aðeins einn kost í stöðunni: að láta strax af hefðbundnu flokkskarpi og ódýru lýðskrumi en sýna ábyrgð með uppbyggilegri orðræðu og samstöðu er hafi heill og heiður landsins að markmiði. Á þetta hlutverk Alþingis benti Lesa meira
Elíta gærdagsins mótmælir
EyjanÞegar ég var lítill þvældist ég víða um Reykjavík, gangandi eða á hjóli. Ég man til dæmis eftir því að hafa verið á Austurvelli á árunum 1967 til 1968. Þá voru oft mjög fjölmenn mótmæli og mönnum heitt i hamsi. Það var kreppa á Íslandi vegna aflabrests – og kannski líka að sumu leyti vegna Lesa meira
Þriðji flokkurinn: Óháða miðjan
EyjanThomas L. Friedman skrifar í New York Times um möguleikana á að nýr flokkur, þriðji flokkurinn, verði til í Bandaríkjunum, óháður hagsmunatengslum og kreddum Repúblikana og Deómkrata. Greinin nefnist Third Party Rising. Í henni segir meðal annars: „We basically have two bankrupt parties bankrupting the country,” said the Stanford University political scientist Larry Diamond. Indeed, Lesa meira
Eggjakast
EyjanÞað er sagt að öll egg hafi klárast í 10/11 á föstudag. Nú er verslunin vel birg af eggjum fyrir mótmælin í kvöld – eða það segir í frétt á mbl.is. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Við Kári og vinur hans gengum framhjá Alþingishúsinu á laugardaginn. Kári sagði: „Mig langar að kasta Lesa meira
Deiglan: Gjaldþrota kynslóð
EyjanÓli Örn Eiríksson viðskiptafræðingur skrifar þessa grein á vef Deiglunnar. Ég leyfi mér að birta hana í heild sinni, þetta er framúrskarandi greining á skuldakreppunni, orsökum hennar og afleiðingum: — — — Á Íslandi er fjöldi fólks að velta því fyrir sér hvort það eigi að verða gjaldþrota. Á Íslandi eru gjaldþrotalög með þeim hætti Lesa meira
4. október
EyjanÞetta myndband er á YouTube – auglýsing fyrir mótmælaaðgerðir við Alþingishúsið í kvöld. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=iyli-ofED_w&feature=player]