Að rústa fjárlögum
EyjanFjárlagafrumvarpið er erfitt – það hefur verið vitað lengi að ýmislegt þar yrði þungbært.. Aldrei hefur verið gerður stærri niðurskurður á íslenska ríkinu. Ýmsir þingmenn stjórnarliðisins eru hlaupum út og suður undan fjárlagafrumvarpinu. Mörður Árnason segir að frumvarpið sé prófsteinn á líf ríkisstjórnarinnar. Björn Valur Gíslason álítur að það eigi að halda til streitu þeirri Lesa meira
Kínverjar í Grikklandi
EyjanKinverjar eru mættir til Grikklands og farnir að skrifa upp á alls kyns fjárfestingarsamninga. Þetta er túlkun skopmyndahöfundarins Ammers.
Nú má ekki þegja
EyjanÞað spyrst ekkert til friðarverðlaunahafans Liu Xiaobo, ekki er vitað hvort hann veit að hann hefur fengið Nóbelsverðlaunin, og nú er kona hans horfin líka. Þetta sýnir best dapurt ástand mannréttinda í Kína. En nú er kjörið tækifæri fyrir forseta Íslands að láta rödd sína heyrast – því ekki þykir honum það leiðinlegt. Hann er Lesa meira
Þetta á ekki að vera svona
EyjanJenný Anna birtir þessa mynd af fólki sem stendur í röð og bíður eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni. Jenný kann að koma orði fyrir sig og bölvar stjórnvöldum og útrásarvíkingum og þeim sem keyrðu íslenska hagkerfið í kaf. Ég ætla að bæta einu við: Hvers konar samfélag er það sem lætur fólk sem er í nauðum Lesa meira
Ólafur: Skattgreiðendur borguðu
EyjanÓlafur Arnarson skrifar um dvöl Davíðs Oddssonar á einu fínasta hóteli í heimi og segist hafa fengið upplýsingar um að íslenska ríkið hafi borgað, þvert á það sem hefur verið haldið fram.
Umbrot á blaðamarkaði
EyjanSamkeppni á blaðamarkaði harðnar til muna við útgáfu Fréttatímans. Blaðið hefur nú komið út tvívegis, það er reyndar furðu líkt Fréttablaðinu, enda starfar við blaðið fólk sem mestanpart kemur þaðan. Ég hef aldrei verið mjög trúaður á fyrirbærið fríblöð. Hef reyndar aldrei á ævinni séð fríblað sem telja má verulega gott. Skýringin liggur í tvennu: Lesa meira
Brynjar vill réttarhöldin heim
EyjanÞað er svosem ekki furða að lögmaðurinn Brynjar Níelsson vilji láta færa réttarhöldin yfir Glitnismönnum heim til Íslands. Í Baugsmálinu tókst sakborningunum að terrorísera dómskerfið með því að beita valdi sínu. Þeir höfðu á snærum sínum sveitir lögfræðinga sem höfðu úr miklu meiri fjármunum að spila en rannsóknaraðilarnir – það var haldið uppi linnulausum árásum Lesa meira
Kvótakerfið
EyjanJón Gunnar Björgvinsson sendi þennan pistil. — — — Hagkvæmni. Því er haldið fram að stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi sé fyrirmynd annarra þjóða. Alþjóða hafrannsóknaráðið fylgist með vernd og uppbyggingu fiskistofna hér við land og vottar það að veiðar séu sjálfbærar og standist alþjóðlega viðurkennd varúðarsjónarmið. Stuðst er við aflareglu sem kveður á um að Lesa meira
Lennondagurinn
EyjanÞað er stóri Lennondagurinn í dag eins og Dr. Gunni kallar það. Hann hefði orðið sjötugur í dag. Þetta er ágætt lag í tilefni dagsins. Kannski ekki besta Bítlalagið, en það hitti mjög vel inn í tíðarandann og þeir eru ansi svalir þarna fjórmenningarnir. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=CzCjGgrewYY] Hér er svo annað sem er eiginlega uppáhalds Lennonlagið mitt Lesa meira
Þorsteinn Pálsson og miðjan í stjórnmálum
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ræðu á fundi hjá Félagi atvinnurekenda 6. október. Þorsteinn boðar það sem hann kallar Hófsemdarstefnu – og vill að þungamiðja stjórnmálanna færist inn á miðjuna. Ræðan er athyglisverð, en það er spurning hvort menn verði ekki að segja B fyrst þeir eru búnir að segja A. Er Lesa meira