fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Óflokkað

Alice Walker, Árni Þórarins og séra Friðrik

Alice Walker, Árni Þórarins og séra Friðrik

Eyjan
13.10.2010

Meðal efnis í Kiljunni í kvöld er viðtal við bandaríska rithöfundinn og baráttukonuna Alice Walker. Hún er frægust fyrir skáldsögu sína The Color Purple. Walker dvaldi hér á landi um helgina til að taka við verðlaunum úr Lennon/Ono friðarsjóðnum. Alice Walker er fædd í Georgíu í Bandaríkjunum 1944. Foreldrar hennar voru snauðir landbúnaðarverkamenn sem tíndu Lesa meira

Grúví

Grúví

Eyjan
12.10.2010

Árni Snævarr vinur minn er að fara á tónleika með Jeff Beck. Hann var upprunalega í þeirri merku hljómsveit Yardbirds – sem reyndar var ekkert sérstök – en ól af sér gítargoðin Beck, Eric Clapton og Jimmy Page. Með Beck spila hvorki meira né minna en Narada Michael Walden á trommur og svo þessi unga Lesa meira

Viðtalið við Kristínu

Viðtalið við Kristínu

Eyjan
12.10.2010

Ég sé að einhver hefur tekið sig til og sett umfjöllun Kiljunnar um Kristínu Jónsdóttur skáldkonu í Hlíð í Lónsveit á YouTube. Það er ánægjulegt. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=P6yprqyDv98]

Portúgalir á Íslandi

Portúgalir á Íslandi

Eyjan
12.10.2010

Ég var á gangi á Skólavörðustígnum í gærmorgun. Það er frekar fámennt í bænum þessa dagana, þennan mánudagsmorgun var eiginlega enginn á ferli. Tveir sjónvarpsmenn voru að bjástra við að taka mynd upp götuna í átt að Hallgrímskirkju. Við tókum tal saman og þeir ákváðu að taka viðtal við mig. Þeir þóttust vita að handbolti Lesa meira

Opið bréf til umboðsmanns skuldara

Opið bréf til umboðsmanns skuldara

Eyjan
11.10.2010

Þetta bréf sendi Atli Steinn Guðmundsson. — — — Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að Lesa meira

Af næturvörslu á Hótel Borg

Af næturvörslu á Hótel Borg

Eyjan
11.10.2010

Ég sé á Vísi að Hótel Borg er orðin 80 ára. Og að það var haldið upp á afmælið. Þeir höfðu ekki fyrir því að bjóða gömlum næturverði. Ég hefði getað samt þeim ýmsar sögur. Af danska Íslandsvininum sem strunsaði út eina nóttina og sagðist aldrei koma aftur á hótelið, en hann hafði gist þar Lesa meira

Það kemur enginn dómur

Það kemur enginn dómur

Eyjan
11.10.2010

Þarna er merkilegur bútur úr viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson sem tekið 19. júlí 2006. Hann er mjög kokhraustur og segir um Baugsmálið að það komi enginn dómur í því. Það kom að vísu dómur, en málið mislukkaðist algjörlega. Og nú eru Jón Ásgeir og félagar að berjast gegn því að þurfa að koma fyrir Lesa meira

Júlíus Sólnes: Lækkun húsnæðisskulda eða breyting lánskjaravísitölu

Júlíus Sólnes: Lækkun húsnæðisskulda eða breyting lánskjaravísitölu

Eyjan
11.10.2010

Júlíus Sólnes prófessor sendi þessa grein og skýringamyndina sem fylgir með. — — — Lækkun húsnæðisskulda eða breyting lánskjaravísitölu Nú á sér stað furðuleg umræða um almenna lækkun húsnæðisskulda landsmanna með því að lækka höfuðstól þeirra um ein 20% eða svo. Margir halda því fram, að verði að þessu muni bankakerfið, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir fara Lesa meira

Fundir

Fundir

Eyjan
11.10.2010

Ég er stundum spurður að því hvort ég ætli í pólitík. Jú, og í fyrra var mér boðið þingsæti sem telja mátti nokkuð öruggt. En ég hef alltaf sagt nei – og ein aðalástæðan er sú hvað mér þykir erfitt að sitja á fundum. Sumt fólk er á fundum alla daga, kannski mörgum sinnum á Lesa meira

Sterk rök

Sterk rök

Eyjan
11.10.2010

Kári vildi ekki fara að sofa í gær. Um þetta snerust nokkrar umræður, hann var upptekinn við að lesa stóru Disney matreiðslubókina sem er nýkomin út. Þegar enn var reynt að koma honum til að fara að hátta sagði hann. „Þið verðið nú að meta það við mig að ég ætla ekki að láta ykkur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af