Harkalega skorið niður
EyjanÞað er talað um Axe-Wednesday í bresku blöðunum (sbr. Ash-Wendnesday). Niðurskurðurinn sem George Osborne fjármálaráðherra boðar í fjárlagafrumvarpi sínu er með eindæmum rótttækur. Það á að spara 80 milljarða punda. Eftirlaunaaldur verður hækkaður í 66 ár, örorkubætur verða tímabundnar, talið er að 500 þúsund manns missi vinnuna vegna niðurskurðarins á næstu árum. Það er deilt Lesa meira
Kiljan: Dante, Oksanen, Njála og Jökulsárlón
EyjanÍ Kiljunni í kvöld verður fjallað um Njálu, Sofie Oksanen, Dante og Jökulsárlón. Við förum að Jökulsárlóni og hittum Þorvarð Árnason sem hefur tekið saman bók um hvernig lónið lítur út á ýmsum árstíðum. Arthúr Björgvin Bollasons segir frá bók sem hann hefur tekið saman þar sem siðferðisleg álitamál eru skoðuð í ljósi Njálssögu. Illugi Lesa meira
Níð prófessors undir dulnefni
EyjanFyrr á þessu ári kom upp vandræðaleegt mál í háskólasamféleginu í Bretlandi. Orlando Figes, sem er sagnfræðingur og höfundur bóka um sögu Rússlands, réðst undir dulnefni á keppinauta sína sem eins og hann fjölluðu um sögu Rússlands. Það endaði með því að hann baðst afsökunar, borgaði skaðabætur og fór í meðferð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar Lesa meira
Um stjórnlagaþingið
EyjanÞað að Sigurður Líndal og Hannes séu á móti stjórnlagaþingi er eiginlega meðmæli með því. Sigurður er eitt mesta erkiíhald sem um getur – og ágætur sem slíkur – og Hannes var innundir hjá ráðandi öflum á Íslandi í langan tíma. Veit varla sitt rjúkandi ráð eftir að þau fóru frá. Staðreyndin er sú að Lesa meira
ESB styrkir til smalamennsku og kvenna í landbúnaði
EyjanNokkur ráðuneyti sem eru í höndum Vinstri grænna hafna svokölluðum IPA styrkjum sem Evrópusambandið veitir í tilefni af aðildarumsókn Íslands. Þetta kann að virðast mikil prinsíppfesta, en er það kannski ekki. Því eins og stendur fær Ísland alls kyns styrki í gegnum aðildina að EES, og er ekki kvartað undan þeim. Ólafur Stephensen skrifaði um Lesa meira
Víða mótmæli vegna niðurskurðar
EyjanÞað er víðar en á Íslandi að allt nötrar vegna niðurskurðar. Í Frakklandi hafa staðið yfir mótmæli í sex daga vegna hækkunar eftirlaunaaldurs – það safnast upp ruslahaugar í Marseille og víða er eldsneytisskortur. Í Bretlandi verða í dag lögð fram fjárlögin sem beðið hefur verið eftir. Í þeim er að finna einhvern róttækasta niðurskurð Lesa meira
Apple
EyjanÉg hef alla tíð notað Apple tölvur allt frá því ég byrjaði fyrst að nota tölvu fyrir hartnær aldarfjórðungi. Og það má segja að ég hafi verið ánægður notandi – ég þurfti að nota pc-tölvu í smátíma fyrir svona tíu árum og fannst það ómögulegt. Stýrikerfið var bæði flóknara og leiðinlegra og svo var tækið Lesa meira
Trú, í eða utan skólatíma
EyjanÉg er kominn af kristinni fjölskyldu og ég hef þekkt margt gott fólk sem starfar í kristnum söfnuðum. Þess vegna sárnar mér stundum þegar er talað af óvirðingu um fólk sem trúir. Sú umræða er oft mjög óréttlát. En ég get ekki séð að það sé neinn stórkostlegur missir þótt sálmasöngur verði gerður útlægur úr Lesa meira
Að ráðast á krónuna
EyjanÞað eru nokkrar setningar orðnar klassískar í óförum íslensku þjóðarinnar. Þessi hlýtur að bætast í þann flokk: „Ja eg er.I NYC og hitti Soros adan og BRuce Kovner. Thad freistar theirra ad radast a kronuna.“
Vilhjálmur Ari: Verjum mannauðinn
EyjanVilhjálmur Ari Arason heimilislæknir, sem bloggar hér á Eyjunni, skrifar afar greinargóða yfirlitsgrein um ástandið í heilbrigðisþjónustunni, niðurskurð á spítölum úti á landi, landflótta heilbrigðisstarfsfólks, heldur slælegt ástand heilsugæslunnar í Reykjavík og fyrirhugaða byggingu hátæknisjúkrahúss. Um hana segir Vilhjálmur: „Og væri ekki skynsamlegra að reyna að að halda í mannauðinn og verja þjónustuna sem þegar Lesa meira