Jón Trausti: Krossferð Bubba
EyjanJón Trausti Reynisson skrifar leiðara í DV um tilraunir vissra afla til að tvískipta umræðunni, pólarísera hana – ritstjórinn ungi varar við þessu: — — — „Bubbi Morthens hefur rétt fyrir sér. Jón Ásgeir Jóhannesson ber ekki einn ábyrgð á hruninu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur líka rétt fyrir sér. Davíð Oddsson ber ekki einn ábyrgð Lesa meira
Umræðuefni dagsins
EyjanHelstu fréttir dagsins og umræðuefni eru vörn svokallaðs Heimavarnarliðs fyrir mann sem var í botnlausum skuldum löngu fyrir hrun. Heimsókn Bubba Morthens í hús Jóhannesar í Bónus í Eyjafirði. Fésbókarfærsla Auðar Jónsdóttur þar sem hún segist sjá eftir því að hafa kosið Jón Gnarr. Þarf kannski að lyfta þessu á aðeins hærra plan?
Sofi Oksanen og Guðbergur í Kiljunni
EyjanTveir frábærir rithöfundar eru gestir í Kiljunni í kvöld.. Sofi Oksanen kemur frá Finnlandi. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Hreinsun. Í gær var svo tilkynnt að bókin hefði fengið hin virtu Prix Femina verðlaun í Frakklandi. Hreinsun gerist aðallega í Eistlandi og fjallar um líf undir Sovét-kommúnismanum og árin eftir að hann hrundi Lesa meira
Viðsnúningur
EyjanÞegar búsáhaldabyltingin var gerð talaði einn helsti foringi Sjálfstæðismanna um skríl sem hefði ráðist á Alþingishúsið. Og margt hefur verið sagt um að það hafi verið VG sem skipulagði mótmælin. Nú hefur þetta alveg snúist við. Margir vinstri menn eru afskaplega taugaveiklaðir vegna mótmæla sem hafa blossað upp í haust – þeir hafa allt á Lesa meira
Frambjóðendur teboðsins
EyjanBandaríski sjónvarpsmaðurinn Keith Olbermann skoðar nokkra teboðsframbjóðendur í Bandaríkjunum og skoðanir þeirra. Smellið hér til að horfa.
Sökudólgar?
EyjanÍ Bandaríkjunum og Bretlandi dældi ríkið milljörðum á milljarða ofan í fallít bankakerfi. Enginn virðist þurfa að taka ábyrgð á því, en meðal almennings kraumar óánægjan. Alþýða manna þarf að súpa seyðið af þessu – en bankamenn eru aftur farnir að borga sér háa bónusa. Kerfið er aftur stillt á græðgi – og Wall Street Lesa meira
Launafólkið borgar
EyjanAdolf Guðmundsson formaður LÍÚ segir að útgerðin borgi til ríkissins í formi skatta. Það er eins og honum finnist það vera tíðindi. En það gerum við flest í þessu samfélagi. Tekjuskattar eru mjög háir, útsvar er víða eins hátt og það má vera, og ennfremur greiðir launafólk drjúgan hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóði. Þegar Lesa meira
Fordæmalaus Halldór
EyjanÁ Pressunni er talað um að Jóhanna Sigurðardóttir hnýti í Halldór Ásgrímsson með fordæmalausum hætti. En Halldór var að vissu leyti án fordæma – lítill hópur manna í kringum hann náði að verða ofsaríkur, meðal annars fyrir hans tilstilli. Yfirleitt er það ekki talið í verkahring stjórnmálamanna að búa svo um hnútana.
Þjóðstjórn
EyjanTraustið á stjórnmálunum og Alþingi er í algjöru lágmarki. Það verður vart séð að þetta lagist í bráð. Getur þá verið að vit sé í hugmynd Bjarna Benediktssonar um að setja hér á laggirnar tímabundna þjóðstjórn þar sem flokkarnir yrðu að gjöra svo vel að vinna saman? Er það tilraunarinnar virði – svo hugsanlega megi Lesa meira
Funduðu með ÓRG
EyjanMargrét Tryggvadóttir var í viðtali hjá mér í Silfrinu um daginn um hugmyndir Hreyfingarinnar um neyðarstjórn. Þetta eru býsna umdeildar tillögur, en þær fela meðal annars í sér að forsetinn grípi inn í stjórnmálin hér með áður óþekktum hætti. Það kom fram í viðtalinu að þingmenn Hreyfingarinnar hefðu fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni um þetta Lesa meira