Tónlistin, tónlistin!
EyjanAlice Herz-Sommer er elsta manneskja sem nú er á lífi sem var í útrýmingarbúðum nasista. Hún er 106 ára, spilar á píanó, þekkti Kafka og sat á kné Gustavs Mahler. Hún segir að tónlistin hafi bjargað lífi sínu. Þetta er einstök kona og getur kennt okkur ýmislegt um lífið – að það getur verið fagurt Lesa meira
Hraðlestin til hægri
EyjanÞau eru athyglisverð ummæli Björgvins G. Sigurðssonar sem segist vilja stofna frjalslyndan flokk á miðjunni – með fólki úr Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Björgvin kemur úr Alþýðubandalaginu upprunalega. Ferðalag margra sem þar voru er orðið býsna langt – ég kallaði það einu sinni hraðlestina til hægri. Ingibjörg Sólrún var líka í þessari lest, þótt hún væri Lesa meira
Ekki til útflutnings
EyjanAftonbladet sænska birtir frétt um sænska hægriöfgamanninn úr Svíþjóðardemókrötunum sem kom hingað á Norðurlandaráðsþing og endaði með því að kasta bjórglasi í barþjón á Ölstofunni. Nógu er hann ljóshærður þessi Svíi sem hrópaði að þjóninum að hann væri „helvítis útlendingur“. Og bornar eru saman frásagnir íslenskra blaða og það sem William þessi Hahne segir þá Lesa meira
Högni Hoydal í Silfrinu
EyjanFæreyski stjórnmálamaðurinn Högni Hoydal verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Högni er formaður Þjóðveldisflokksins sem er stærsti flokkur Færeyja, hann er þingmaður og var um tíma utanríkisráðherra. Högni ræðir meðal annars um Evrópusambandið, samstarf ríkja við Norður-Atlandshaf, sjálfstæðismál í Færeyjum og auðlindamál. Meðal annarra gesta í þættinum verður kanadískur fræðimaður, Daniel Chartier, en hann Lesa meira
Styttist í myndina um Gnarr
EyjanÞað líður að frumsýningu heimildarmyndar Gauks Úlfarssonar um framboð Besta flokksins. Gaukur kvikmyndaði kosningabaráttuna, fylgdi Jóni Gnarr hvert fótmál. Kannski komumst við eitthvað nær um það í myndinni hvað vakti fyrir Jóni. Það mun vera talsverður titringur í ráðhúsinu vegna myndarinnar, það hefur verið lagt hart að Jóni og Gauki að klippa atriði úr myndinni Lesa meira
Knugens kuk
EyjanÉg dvaldi dálítið í Svíþjóð á yngri árum. Þá var þar starfandi pönkhljómsveit sem hét Knugens kuk. Karl Gústaf kóngur – sem oft var skotspónn neyðarlegra athugasemda – er lesblindur. Sú saga er sögð af honum að þegar hann var ungur maður í Uppsalaháskóla hafi einhverjir pörupiltar verið að stríða honum. Prinsinn reiddist og hrópaði: Lesa meira
Skandínavisminn
EyjanÉg sá að Hermann Stefánsson rithöfundur benti á það á Facebook að hugmyndir um norrænt sambandsríki væru ekki nýjar af nálinni. Það er vissulega rétt, á nítjándu öld var til hreyfing sem kölluð var pan-skandínavisminn. En maður hefði ekki getað trúað því á tíma síðasta góðæris að dustað yrði rykið af þessum hugmyndum. Þess má Lesa meira
Dauf mótmæli
EyjanÞað er spurning hvort Jóhanna getur andað léttar. Mótmælin í dag voru fámenn og dauf. Þau lognuðust út af síðdegis og nú eru bara fáir tunnuslagarar á Austurvelli. Frétt Stöðvar 2 af mótmælunum fjallaði um hvort það væri ekki vont fyrir heyrnina að slá svona á tunnu. Það gæti orðið erfitt að ná einhverjum upptakti Lesa meira
Íslands(ó)vinir
EyjanEitt sinn var (ó)fríður flokkur Íslnandsóvina. Þeir voru þar helstir Svíinn Kurt Wadmark sem gerði allt til að hrella íslenska handknattleiksmenn, Filippseyingurinn Florencio Campomanes sem unni sér ekki hvíldar við að gera Friðriki Ólafssyni lifið leitt og kanadíski grænfriðungurinn Paul Watson sem sökkti íslenskum hvalbátum. Síðan höfum við upplifað Gordon Brown og George Bush sem Lesa meira