fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025

Óflokkað

Hinir himnesku tónar Taveners

Hinir himnesku tónar Taveners

Eyjan
16.11.2010

John Tavener er eitt stórkostlegasta tónskáld sem nú er uppi. Að hlusta á tónlist eftir hann er stundum eins og að heyra eitthvað ofan úr himinhvelfingunni. Þetta er músík sem kemst nærri því að vera ójarðnesk. Hún útheimtir kyrrð og íhugun. Það er skemmtilegt að geta þess að það voru Bítlarnir sem áttu þátt í Lesa meira

Sammála ritstjórar

Sammála ritstjórar

Eyjan
16.11.2010

Á árunum fram undir hrun voru tveir aðalritstjórar á Íslandi. Styrmir Gunnarsson og Gunnar Smári Egilsson. Þeir virðast vera merkilega sammála núna eftir hrunið, þótt kannski nálgist þeir málin úr ólíkri átt. Styrmir segir: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin Lesa meira

Farið fram á rannsókn á hlut þingmanna í atburðunum í janúar 2009

Farið fram á rannsókn á hlut þingmanna í atburðunum í janúar 2009

Eyjan
16.11.2010

Það er merkileg tillaga atarna. Að verði rannsakað hvort þingmenn hafi tekið þátt í Búsáhaldabyltingunni svokallaðri. Og hvort þeir hafi þar gerst brotlegir við lög. Nú beinist þetta líklega helst gegn þingmönnum Vinstri grænna. En  það er ekki eins og þingmenn hafi ekki brugðið sér út á Austurvöll síðan í hruninu og tekið þátt í Lesa meira

Þjóðleikhúsið – og tónlistarhúsið

Þjóðleikhúsið – og tónlistarhúsið

Eyjan
15.11.2010

Í gær var sýnd mynd um Þjóðleikhúsið í tilefni af einhverju afmæli þess (af hverju þarf alltaf að vera að minnast afmæla þessara stofnana?) Það hafa líklega verið sextíu ár, jú Þjóðleikhúsið var vígt 1950 – og það var hugnæmt að sjá gömlu leikarana sem þá stóðu á sviðinu, Herdísi Þorvaldsdóttur, Róbert Arnfinnsson, Gunnar Eyjólfsson. Lesa meira

Dauði Tychos Brahe

Dauði Tychos Brahe

Eyjan
15.11.2010

Mér var sagt í æsku að stjörnufræðingurinn Tycho Brahe hefði hlandsprungið. Að hann hefði verið í konungsveislu og verið svo kurteis að hann vildi ekki bregða sér afsíðis til að pissa. Þetta var stundum notað á mig til að fá mig til pissa. Svo fór ég seinna á eyjuna Hveðn þar sem Tycho Brahe hafði Lesa meira

Gunnar Tómasson: Lífeyrissjóðakerfið

Gunnar Tómasson: Lífeyrissjóðakerfið

Eyjan
15.11.2010

Gunnar Tómasson sendi þennan pistil um íslensku lífeyrissjóðina. Hann er saminn í janúar 2009. — — — Íslenzka lífeyrissjóðakerfið Hrein eign íslenzku lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.839 milljarðar kr. í lok september, og jafngilti um 125% af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu 2008.  Innlend verðbréfaeign sjóðanna nam 1.254 milljörðum (68%) og erlend verðbréfaeign 517 milljörðum (28%).  Lesa meira

Tími pílagrímsferða

Tími pílagrímsferða

Eyjan
14.11.2010

Það er tími hajj, hinna miklu pílagrímsferða til Mekka. Þangað streymir fólk frá öllum heiminum, ríkir og snauðir. Pílagrímsferðin er ein af meginstoðum íslams. Hver múslimi á að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni í pílagrímsför til Mekka. Borgin er í Saudi-Arabíu og smátt og smátt hefur hún vaxið til að taka á Lesa meira

Glæpasögur og fornritin

Glæpasögur og fornritin

Eyjan
14.11.2010

Talaði áðan við franska blaðamenn sem eru komnir hingað til að skrifa grein um íslenskar glæpasögur. Þurfti að skýra út fyrir þeim að þetta sé mestan part fantasía. Að glæpir á Íslandi séu yfirleitt frekar óáhugaverðir. En hins vegar séu þeir býsna spennandi í bókum Arnaldar, Yrsu og Árna Þórarinssonar. Ég nefndi líka við þá Lesa meira

Hetja látin laus

Hetja látin laus

Eyjan
13.11.2010

Burma – sem líka er kallað Myanmar – er hræðilegt einræðisríki. En það er fagnaðarefni að Aung San Suu Kyi hafi loks verið látin laus. Hún er alvöru hetja. Hefur verið í fangavist undanfarna áratugi. Fékk friðarverðlaun Nóbels 1991. En hún er ekki frjáls að öllu leyti. Land hennar er enn undir oki harðstjórnar. Aung Lesa meira

Þáttur Gunnars Smára

Þáttur Gunnars Smára

Eyjan
13.11.2010

Gunnar Smári Egilsson er einn flinkasti blaðamaður sem ég hef unnið með. Hugmyndaríkur, drífandi og skapandi. Hann er maður sem vill byggja upp hratt, hrinda hlutum í framkvæmd, svo á hann það til að missa áhugann fljótt aftur. En hann er engum líkur þegar á að koma saman blaði. Hann er hins vegar ekki góður Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af