Lilja: Gildismat sem kemur í veg fyrir félagslegt réttlæti
EyjanLilja Mósesdóttir setti þessa athugasemd inn á Facebook síðu sína: „Við erum sjúklega upptekin af því að einhver annar gæti komist léttar í gegnum lífið en við hin. Þess vegna má bara aðstoða þá sem þurfa mest á aðstoð að halda. Við erum föst í gildsmati sem kemur í veg fyrir breytingar og félagslegt réttlæti. Lesa meira
Þjóðkirkjan og stjórnlagaþingið
EyjanÁ Ítalíu voru prestar lengi í bullandi pólitík. Þeir þrumuðu í prédikunastólum og bönnuðu sóknarbörnum að kjósa kommúnista. Trúað fólk skyldi kjósa Kristilega demókrata.. Frægast var þetta í kosningum 1948 þegar talin var hætta á að kommúnistar kæmust til valda á Ítalíu í lýðræðislegum kosningum. Þetta er svosem ekki einsdæmi – skilin milli trúar og Lesa meira
Síð-prússneskar skrifræðishefðir
EyjanÖgmundur Jónasson gerist mjög orðmargur þegar hann skrifar um Evrópusambandið. Frægt varð þegar hann talaði um glerperlur og eldvatn og innlimun. Nú skrifar hann grein um ESB og talar um „síð-prússneskar skrifræðishefðir“. Það væri áhugavert að vita meira um þær – og hvernig Prússland tengist þessu.
Icesaveaðventan
EyjanÞað er spurning hvort verður hægt að hita Icesave aftur upp sem deiluefni. Einhver orðaði það þannig að nú væri enn ein Icesaveaðventan í uppsiglingu. Ef það er eitthvað hæft í samningsdrögunum sem hafa lekið út er ljóst að kostnaðurinn sem fellur á Íslendinga er miklu minni en hefði getað orðið. Og sagt að þetta Lesa meira
Snýst fremur um völd en gróða
EyjanÞað eru stórtíðindi ef fjölmiðlaveldi 365 er til sölu. Gunnar Smári Egilsson ýjaði reyndar að því grein sem hann sendi til Eyjunnar fyrir nokkrum dögum. Það hafa löngum verið átök um eignarhaldið á þessu fyrirtæki. Ekki endilega vegna þess að þetta sé svona mikill gróðabisness, heldur vegna áhrifanna sem eign á svo stórum fjölmiðlum veitir. Lesa meira
Tvö merkisrit
EyjanÞað voru tvö blöð borin í hús síðustu daga. Bæði eru mjög merkileg. Annars vegar eru það Bókatíðindi – með upplýsingum um útgáfu ársins. Það er nauðsynlegt uppflettirit. Hins vegar er það kynningarblaðið um Stjórnlagaþingið með upplýsingum um alla frambjóðendur og myndir af þeim. Það fylgir meira að segja tölvupóstfang frambjóðenda þannig að maður getur Lesa meira
Ritæði
EyjanÉg ætla að biðjast afsökunar fyrirfram að hafa notað erlent orð í upptöku á Kiljunni í dag – á degi íslenskrar tungu. Þátturinn verður sýndur annað kvöld. Orðið er grafómanía – þýðir ritæði. Þegar ég fletti Bókatíðindum er ég ekki alveg frá því að þessi litla þjóð sé með snert af þessu. Mér varð reyndar Lesa meira
Pétur Gunnarsson, Ridpath, Blóðhófnir og Útlagar
EyjanÍ Kiljunni á annað kvöld verður fjallað um nýútkomnar bækur. Pétur Gunnarsson kemur í þáttinn og ræðir um nýtt ritgerðasafn sitt sem ber heitið Péturspostilla. Breski rithöfundurinn Michael Ridpath, hefur skrifað spennubók sem gerist á Íslandi og nefnist Hringnum lokað. Bókin hefur fengið lofsamleg ummæli á Amazon. Ridpath skrifar um lögreglumann sem er af íslenskum Lesa meira
Erfitt að kynna frambjóðendur
EyjanÞað stendur vissulega upp á Ríkisútvarpið að kynna kosninguna til Stjórnlagaþingsins. Reyndar er búið að opna vef þar sem er samankomin margs konar umfjöllun RÚV um stjórnarskrármálefni. En þetta er samt ekki alveg auðvelt. Það þykir sjálfsögð meginregla að ekki megi kynna einn frambjóðanda umfram annan. Allir frambjóðendurnir 522 verða að njóta jafnræðis. Því var Lesa meira