fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Óflokkað

Írska stjórnin riðar til falls

Írska stjórnin riðar til falls

Eyjan
22.11.2010

Írska stjórnmál nötra vegna skuldavanda landsins, það er ekki ólíklegt að verði boðað til kosninga innan tíðar og að aðalstjórnarflokkurinn Fianna Fáil bíði afhroð. Græningjar sem sitja líka í stjórninni vilja fá kosningar. Fianna Fáil gæti jafnvel misst lykilstöðu sína í írskum stjórnmálum. Flokkurinn er sannkallaður valdaflokkur á Írlandi. Hann hefur verið samfellt í stjórn Lesa meira

Eitt dæmi

Eitt dæmi

Eyjan
22.11.2010

Í gær vitnaði ég í orð Péturs Gunnarssonar um að ríkjandi hagsmunir klæðist holdi skynseminnar. Hér er eitt dæmið. Lágir skattar á ríkt fólk sem er búið að telja fólki trú um að sé skynsamlegt. En Warren Buffet segir að ríkir þurfi að borga miklu meira í skatta. Og hér eru svo merkilegar upplýsingar – Lesa meira

Mega megavika

Mega megavika

Eyjan
22.11.2010

Hvað þarf að selja margar pizzur til að borga skuld sem er tveir milljarðar? Segjum að hver pizza kosti 1500 (nema það sé megavika). Við skulum ekkert vera að velta fyrir okkur kostnaði, vöxtum eða neinu slíku. Bara hvað þarf að selja margar pizzur á kr. 1500 til að borga skuld upp á tvö þúsund Lesa meira

Pizza með skuldum

Pizza með skuldum

Eyjan
22.11.2010

Það væri gaman að yfirtaka pizzusjoppu með áhvílandi skuldir upp á tvo milljarða. Hvað ætli maður þurfi að selja mikið af pizzum til að standa undir því? Ætli dugi að selja allri íslensku þjóðinni pizzu? Varla. Það eru ótrúlegar sögur sem maður heyrir af því hvernig tókst að skuldsetja fyrirtæki á árunum fyrir hrun. Eiginlega Lesa meira

Ofmetið kapphlaup um Norðurpólinn

Ofmetið kapphlaup um Norðurpólinn

Eyjan
22.11.2010

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði, ritar grein í nýjasta hefti Skírnis þar sem hann fjallar um norðurslóðir, svæðið kringum Norðurpólinn, og afstöðu þjóða sem þar telja sig eiga hagsmuna að gæta. Valur telur í stuttu máli að það sé of mikið gert úr kapphlaupinu um Norðurpólinn sem mikið er fjallað um í fjölmiðlum. Þetta sé Lesa meira

Ekki svo erfitt

Ekki svo erfitt

Eyjan
21.11.2010

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor kom í fréttir til að útlista hvað það væri ægilega vandasamt að kjósa til stjórnlagaþings. En í Silfrinu í dag var fólk sem var á öðru máli. Fjalar Sigurðarson og Guðrún Pétursdóttir töluðu um hvað þetta er einfalt. Maður þarf nefnilega ekki að kjósa nema einn frambjóðanda eða tvo eða þrjá, Lesa meira

Pétur segir

Pétur segir

Eyjan
21.11.2010

Í Péturspostillu sinni orðar Pétur Gunnarsson hugsun sem er áleitin þessa dagana ansi vel: Hvernig ríkjandi hagsmunir klæðast jafnan „holdi skynseminnar“.

Cantona gegn bönkunum

Cantona gegn bönkunum

Eyjan
21.11.2010

Gamli fótboltakappinn Eric Cantona var þekktur fyrir að ganga hreint til verks á vellinum. Í viðtali sem hefur farið víða og vakið mikla athygli segir Cantona að það sé ekkert mál að gera byltingu, bara fara í bankana og taka peningana út. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=-Uop5R7E314&feature=related]

Netið, upplýsingarnar og óhroðinn

Netið, upplýsingarnar og óhroðinn

Eyjan
21.11.2010

Það er að sumu leyti erfitt að vera stjórnmálamaður á tíma internets, bloggs og stöðugra spjallþátta í sjónvarpi. Það er auðvelt að missa einbeitinguna þegar mestur hávaðinn er í nýmiðlunum, fara á taugum – vera eins og lauf í vindi. Stjórnmálamenn höfðu vissulega meiri frið þegar samskiptin voru ekki svona almenn og ekki svona hröð. Lesa meira

Vond hugmynd

Vond hugmynd

Eyjan
20.11.2010

Flugfargjöld til og frá landinu eru hrikalega dýr eftir hrun krónunnar. Sérstaklega finna Íslendingar fyrir þessu sem þurfa að nota þennan fallna gjaldmiðil. Hugmyndir um að leggja gjöld ofan á farseðla til að borga fyrir náttúruvernd eru ekki góðar. Stór hluti þeirra sem flýgur til landsins er ekki að fara að skoða náttúruperlur. Þarna eru Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af