Hugsjónamaður og stríðshetja
EyjanHér er grein um mann sem ég og margir aðrir eiga mikið að þakka. Philippe Viannay. Á sínum tíma var ég í útför hans í París, en hann var síðan jarðsettur í heimabæ sínum á Bretagneskaga. Ég og skólafélagar mínir vorum áberandi í útförinni, en það voru líka gamlir félagar Viannays úr frönsku andspyrnuhreyfingunni. Hann Lesa meira
Flokkadrættir á stjórnlagaþingi
EyjanÞað verður ekki fyrr en á þriðjudag að mér skilst að úrslit verða ljós í stjórnlagaþingskosningunni. Málið verður komið á nýtt stig þegar ljóst er hverjir þingfulltrúar verða. Þingið á að koma saman í febrúar 2011 og sitja í tvo til fjóra mánuði. Manni finnst ótrúlegt annað en að þingtíminn verði fullir fjórir. Þingið verður Lesa meira
Pílagrímaför Thors, Kristín Steins, Gunnar Thor og Gunnar Eyjólfsson
EyjanÍ Kiljunni í kvöld verður sagt frá heimildarmynd Erlendar Sveinssonar sem fjallar um Thor Vilhjálmsson rithöfund og göngu hann um pílagrímaveginn fræga um norðurhéruð Spánar til borgarinnar Santiago de Compostela. Kvikmynd Erlendar nefnist Draumurinn um veginn og verður fyrsti hluti hennar frumsýndur í Háskólabíói á föstudag. Leið pílagrímanna er 800 kílómetra löng, við fylgumst með Lesa meira
Krugman um Ísland og Írland
EyjanNóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifar um Ísland og Írland. Hann segir að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi gefið Íslandi lausari taum en Ísland. Ísland fari óhefðbundna leið í gegnum kreppuna en Írland sé að fara hefðbundnu leiðina.
Fyrirgreiðsla til stórskuldara
EyjanÚr Kastljósi í gærkvöldi: „Félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar sem oft er kenndur við Stím fékk nýverið fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum til að kaupa kvóta fyrir um það bil einn milljarð króna. Þetta gerðist eftir að tugmilljarða skuldir höfðu verið afskrifaðar hjá Glitni og Gamla-Landsbankanum vegna félaga í hans eigu. Landsbankanum finnst ekkert athugavert við Lesa meira
Kjördæmapotið
EyjanHvað er á seyði í máli svokallaðs Árbótarheimilis? Þetta gamla, klíkuskapur og kjördæmapot. Menn sem telja sig geta ráðstafa skattfé í hendur vinveittra aðila. Heimilið var ekki lengur talið hæft til vistunar á börnum, meðal annars vegna kynferðisbrotamáls. Þá gengur maður undir mann í stjórnmálakerfinu til að útvega fé handa heimilinu. En það er reynt Lesa meira
Huh!
EyjanKjóstu er vefur hvatningarhóps vegna kosninga til stjórnlagaþings. Á vefnum er að finna ýmislegt efni um kosningarnar. Meðal annars teikningar eftir Halldór Baldursson af fúla karlinum.
Ekki slæm hugmynd
EyjanÍ enska íhaldsblaðinu Spectator er grein þar sem er fjallað um leið Íslands á tíma hrunsins, að skera burt erlendar skuldir fjármálastofnana. Þetta er athyglisverð lesning, en kannski er þar gert aðeins of mikið úr efnahagsbata á Íslandi. Hann virðist ekki vera í sjónmáli nú þegar við erum komin á þriðja ár í kreppu. Annað Lesa meira
Bollaleggingar um götuheiti
EyjanÞað er vandræðalegt við götur á Íslandi sem nefndar eru eftir ákveðnu fólki að fæstir gera sér grein fyrir því hver sú persóna er. Þó er ein undantekning á þessu: Helga magra stræti á Akureyri. Það fer ekki á milli mála. En göturnar í Reykjavík: Njálsgata, Kjartansgata, Bollagata, Ingólfsstræti, Egilsgata, Aragata. Það fylgja engar skýringar Lesa meira
Samanburðurinn við Ísland
EyjanÉg var í viðtali við BBC World Service í gær. Þátturinn fjallaði um atburðina á Írlandi, þeir vildu fá samanburð frá Ísland. Ég reyndi að skýra út að Íslendingar hefðu farið aðra leið við að höndla hrunið bankakerfi en Írar, ríkið hefði ekki tekið á sig erlendar skuldir bankanna, heldur hefði mikið af þeim lent Lesa meira