fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Óflokkað

Halldór

Halldór

Eyjan
26.11.2010

Halldór Baldursson er með þetta eins og oft áður – myndin er úr Fréttablaðinu. Halldór er ekki bara skopmyndateiknari, heldur líka einn helsti fréttaskýrandi þjóðarinnar. Hann er, eins og stundum er sagt – á heimsmælikvarða.

Stórmerkar ljósmyndir Sigurgeirs

Stórmerkar ljósmyndir Sigurgeirs

Eyjan
26.11.2010

Í ljósmyndabókinni Popppkorn er að finna myndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara. Sigurgeir var ungur maður þegar bítlaæðið reið yfir – árin þar á eftir varð hann helsti ljósmyndari íslenskra hljómsveita. Myndirnar sem birtast af bókinni eru af flottu ungu fólki með attitúd – svaka voru margir fínir í tauinu á þessum árum – þær elstu Lesa meira

Í fásinninu

Í fásinninu

Eyjan
26.11.2010

Ég hef stundum sagt að Ísland sé svo lítið land að ef einhver fer að stunda vændi komi það í blöðin daginn eftir. Nú hefur stigið fram nokkuð stórtæk vændiskona. Og hún fær um sig heila bók.

Eins og á peppfundum píramíðafyrirtækja

Eins og á peppfundum píramíðafyrirtækja

Eyjan
26.11.2010

Árni Alfreðsson líffræðingur skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hann líkir deCode ævintýrinu í upphafi aldarinnar við forleik að því sem síðar kom í bólunni miklu sem sprakk með hvelli í október 2008. Þarna tóku saman höndum framtíðar útrásarvíkingar, ráðamenn, fjölmiðlar til að búa til andrúmsloft sem var eins og á „peppfundum píramíðafyrirtækja“ eins og Lesa meira

Listar?

Listar?

Eyjan
26.11.2010

Nú þegar aðeins einn sólarhringur er þangað til stjórnlagaþingskosningin hefst getur maður varla sagt að auglýsingar frá frambjóðendum hafi verið ýkja áberandi. Það er auðvelt að setja upp vandlætingarsvip og segja að allar auglýsingar fyrir þingið séu af hinu vonda, en aðstöðumunur milli frambjóðenda er vissulega mikill. Sumir eru þjóðþekktir og þurfa vart að kynna Lesa meira

Veður og kjörsókn

Veður og kjörsókn

Eyjan
25.11.2010

Stundum hafa menn verið áhyggjufullir yfir kosningum á vetrum þegar allra veðra er von. Nú er spáð köldu veðri og stillum. Það ætti ekki að trufla. Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var um vetur, en annars man ég ekki eftir vetrarkosningum nema alþingiskosningunum 2-.3. desember 1979. Það voru líklega fyrstu kosningarnar þar sem ég hafði kosningarétt. Svo Lesa meira

Fundur með Cameron

Fundur með Cameron

Eyjan
25.11.2010

Það er að mörgu leyti áhugaverð uppákoma að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vilji fara að funda með leiðtogum Norðurlandanna. Er það vegna þess að Norðurlöndin hafa staðið kreppuna vel af sér? Mun betur en til dæmis Bretland og Írland – að undanskildu Íslandi. Vilja Bretar fara að seilast enn til meiri áhrifa Skandinavíu – og Lesa meira

Loksins!

Loksins!

Eyjan
25.11.2010

Fann þetta á Facebook: „Það tókst! Verðbólgan er nú 2,6%, 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkaðinu. Hún hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2004. Það sem þurfti til var allsherjarvantraust á gjaldeyrismarkaði, gengishrun, hrun bankakerfisins, 30% höfuðstólshækkun verðtryggðra lána og, rúsínan í pylsuendanum, gjaldeyrishöft.“

Palin

Palin

Eyjan
25.11.2010

Bush var slæmur, en hann var þó algjörlega mainstream miðað við Söruh Palin. Ef hún kemst svo mikið sem í sjónmál við Hvíta húsið er eins gott að fara að grafa sér byrgi í garðinum og safna vistum.

Mest lesið

Ekki missa af