Stjórnarskrárnefndirnar sex
EyjanAf einhverjum ástæðum hefur lengi verið áhugi á að breyta stjórnarskránni. Til dæmis var skipuð sérstök nefnd til að undirbúa þetta verk árið 2005 – það var reyndar sjötta nefndin sem átti að vinna að breytingum á stjórnarskránni. Fyrsta nefndin var skipuð 1942 og var undir forystu Gísla Sveinssonar. Hún lagði til breytingar sem þóttu Lesa meira
Pútín færir sig nær ESB – og evrunni
EyjanÞær eru merkilegar hugmyndir Pútíns Rússlandsforseta sem vill að stefnan verði tekin á sameiginlegt markaðssvæði sem myndi spanna lönd Evrópusambandsins og Rússland – frá Atlantshafi til Vladivostok. Þetta eru stórar hugmyndir, en þær gætu haft marga kosti – og eru kannski enn fremur aðlaðandi á tíma þegar ríkir slæmt efnahagsástand. Einn helsti þröskulduirnn gæti þó Lesa meira
Vekur athygli
EyjanWashington Post birtir grein um þá íslenska stjórnlagaþingið og segir að þetta sé einstæð tilraun, að kjósa „venjulegt fólk“ til að gera uppkast að stjórnarskrá. Það er nefnilega málið – þetta er að vekja talsverða athygli. Sjálfur hef ég svarað spurningum um þetta frá BBC, Le Monde og Ashai Shimbun, japanska blaðinu sem er dreift Lesa meira
Sendiráðalekinn
EyjanSagt er að WikiLeaks ætli að birta í kvöld svokölluð sendiráðsskjöl úr bandaríska utanríkisráðuneytinu. Þetta eru gögn sem meðal annars sýna hvenig bandarískir stjórnarerindrekar meta ráðamenn í öðrum löndum. Gæti gefið nokkuð einstaka innsýn inn í hugarheim stórveldisins. Skjölin um stríðið í Afganistan og Írak voru fyrst og fremst dapurleg – en nú ber svo Lesa meira
Einstæð tilraun
EyjanGuardian segir að Ísland sé að gera einstæða tilraun með beint lýðræði með því að kjósa til stjórnlagaþings. Kjörsóknin lofar samt ekki góðu um áhugann – það er ljóst ef hún verður svona slök hefur stjórnlagaþingið máttlausara umboð en ella. Það breytir því þó ekki að því er falið að endurskoða stjórnarskrána og getur – Lesa meira
Írskir söngvarar og skáld
EyjanÞað eru fjöldamótmæli á Írlandi. Stjórn valdaflokksins gamla Fianna Fail riðar til falls. Sinn Fein, sem byggir á gamla lýðveldishernum, vinnur þingsæti í aukakosningum. Það er upplausnarástand í írskum stjórnmálum líkt og hefur ríkt hér á Íslandi. Maður öfundar ekki Íra að þurfa að feta þessa sömu braut eftir langt skeið þar sem þeir héldu Lesa meira
Er þetta kommúnismi?
EyjanÞað er voða sjaldan að maður heyrir menn vænda um kommúnisma í opinberri umræðu. Ekki fremur en fasisma eða nasisma. En það kemur þó fyrir, Friðrik Arngrímsson hjá LÍÚ telur að hugmyndir Jóns Bjarnasonar um hvernig eigi að útdeila aflaheimildum séu í anda þessarar heldur afdönkuðu stefnu.
Bækur sem koma og fara
EyjanÉg taldi 17 norrænar spennusögur í Bókatíðindum. Það er slatti. Norræna spennusagnafárið hlýtur að vera í hámarki. Þetta er nánast eins og í gamla daga þegar fyrir hver jól komu út bækur eftir Alistair McLean, Desmond Bagley og Hammond Innes. Hér voru þessar bækur gefnar út í viðhafnarbandi – sem þekktist hvergi annars staðar og Lesa meira
Tilgangur þingsins?
EyjanHeyrði þingmann tala um það í eitt augnablik sem ég staldraði við á ÍNN í gærkvöldi að stjórnlagaþingið væri haldið í þeim tilgangi að ríkisstjórnin gæti beint athyglinni frá vandræðum sínum. Er það? Eða er hægt að tala um ódýrt skot í þessu sambandi?
Búinn
EyjanBúinn að prenta út hjálparkjörseðilinn af kosning.is. Svo er bara að mæta á morgun á kjörstað.