fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Óflokkað

Molar úr sendiráðspóstum

Molar úr sendiráðspóstum

Eyjan
04.12.2010

Það er eitt og annað í sendiráðspóstunum af WikiLeaks sem er forvitnilegt að skoða. Til dæmis að bandaríska sendiráðið hafi verið að aðstoða álfyrirtæki til að koma í veg fyrir að orkuskattar yrðu hækkaðir. Að Steingrímur sé svo skynsamur að hann stilli sig um að tala illa um kapítalismann. Að Bjarni Ben hafi ekki viljað Lesa meira

Þunglyndi og reiði vegna brottfarar hersins

Þunglyndi og reiði vegna brottfarar hersins

Eyjan
04.12.2010

Fréttablaðið er byrjað að birta efni upp úr sendiráðspóstunum af WikiLeaks. Þarna eru áhugaverðir molar innan um sem sýna hvaða augum sendierindrekar heimsveldisins líta Ísland. Til dæmis er rakið hvaða áhrif brottför Bandaríkjahers hafði á ráðamenn hér í skeyti frá Carol Van Voorst sendiherra: „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, Lesa meira

Enn verra en maður hélt

Enn verra en maður hélt

Eyjan
03.12.2010

Það er að koma betur og betur í ljós að bankarnir voru byggðir upp á stórfelldum fjársvikum. Stöð 2 skýrði frá því í kvöld að Kaupþing hefði lánað 800 milljarða króna til skúffufyrirtækja út um allan heim sem höfðu engan rekstur. 800 milljarða! Rekstur Landsbankans virðist hafa byggt á fölsuðu bókhaldi – þar sem endurskoðendur Lesa meira

Heppni

Heppni

Eyjan
03.12.2010

Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, sagði í Silfrinu á sunnudag að það hefði verið heppni að íslensk stjórnvöld hefðu náð að skera burt erlendar skuldir föllnu bankanna. Hann minnti á að allt árið 2008 hefðu stjórnvöld leitað logandi ljósi að peningum í útlöndum til að dæla í banakana. Þessir peningar hefðu ekki Lesa meira

Ari Matt: Andersen og lát (þess)

Ari Matt: Andersen og lát (þess)

Eyjan
03.12.2010

Ari Matthíasson skrifaði þessa grein á vef DV í febrúar. Hún á jafn vel við nú og þá: — — — „Þegar hið illræmda fyrirtæki Enron fór á hausinn þá kom í ljós að með skipulögðum hætti hafð bókhaldið verið rangfært og stórkostlegum blekkingum hafði skuldum verið komið fyrir í skúffufyrirtækjum og eignir blásnar upp Lesa meira

Enn á lífi

Enn á lífi

Eyjan
02.12.2010

Endurskoðunarfyrirtækið Arthur Andersen dó eftir Enron hneykslið. Að sumu leyti er merkilegt að enn skuli vera líf í fyrirtækjum eins og Pricewaterhouse Coopers og KPMGþ

Ógnvænleg starfsemi glæpalýðs

Ógnvænleg starfsemi glæpalýðs

Eyjan
02.12.2010

Eins og greint var frá fyrr í dag kemur sú skoðun fram í sendiráðspóstum sem birtir eru á WikiLeaks að Rússland sé mafíuríki. Þetta eru svosem ekki ný tíðindi, þótt merkilegt sé að lesa að svona sé talað í æðstu lögum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Davíð Oddsson, þáverand forsætisráðherra,  hélt ræðu á Hólahátíð 1999 og talaði þá Lesa meira

Glórulaust

Glórulaust

Eyjan
02.12.2010

Úr fréttum RÚV 30. nóvember: „Auk vinnu við fjárlögin er Alþingi nú með frumvarp til fjáraukalaga til meðferðar og í dag komu fram breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar sem gera meðal annars ráð fyrir að inn í ríkisreikning verði teknar ríkisábyrgðir upp á um 24 milljarða sem urðu virkar við fall bankanna. Steingrímur segir þetta dæmalausa erfðasynd Lesa meira

Við komum með friði!

Við komum með friði!

Eyjan
02.12.2010

NASA, bandaríska geimferðastofnunin, boðar til blaðamannafundar í dag sem sagður er fjalla um nýjar upplýsingar um líf á öðrum hnöttum. Verður þetta stórfrétt dagsins?

WikiLeaks: Rússland er mafíuríki

WikiLeaks: Rússland er mafíuríki

Eyjan
02.12.2010

Hér er viðtal við Kristin Hrafnsson, talsmann WikiLeaks, á vef BBC. Hann leggur áherslu á nauðsyn gangnsæis og segir að WikiLeaks gæti þess að leggja fólks ekki í hættu með birtingu skjala– og telur ekki að þeir hafi brotið nein lög. Í fréttinni sem fylgir er fjallað um upplýsingar sem birtast í skjölunum um Rússland. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af