fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Óflokkað

Uppreisn

Uppreisn

Eyjan
17.12.2010

Það að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp er ekki smá upphlaup hjá stjórnarþingmanni heldur meiriháttar uppreisn. Því fjárlagafrumvarpið er grundvöllurinn sem allt hitt byggir á. Það er alvarlegra mál fyrir ríkisstjórnina að þau Lilja, Atli og Ásmundur séu á móti fjárlagafrumvarpinu en að þau séu andsnúin Icesave-samningum eða ESB. Er nema von að menn velti fyrir sér Lesa meira

Stjörnuflóð

Stjörnuflóð

Eyjan
17.12.2010

Um jólin varð ógurlegt stjörnuflóð. Fjölmiðlar kepptust við að gefa bókum og plötum stjörnur. Stjörnurnar voru síðan óspart notaðar í auglýsingum, í blöðum og sjónvarpi. Hvert sem maður leit í fjölmiðlunum var verið að flagga stjörnugjöfinni. Ég held að þetta hafi keyrt úr hófi fram. Í fyrsta lagi var maður hættur að taka mark á Lesa meira

Rólegt

Rólegt

Eyjan
16.12.2010

Það líður að jólum – það verður rólegt hér á vefnum á næstunni.

Nauðbeygður ráðherra

Nauðbeygður ráðherra

Eyjan
15.12.2010

Þetta er skrýtið viðhorf. Það er verið að útiloka aukaefni sem er sett í matvæli til að þau líti betur út. Sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir neytendur. Og þá væla menn yfir því að geta ekki staðið uppi í hárinu á Evrópusambandinu. Betur að tekið væri harðar á svona háttarlagi.

Sigrún: Dekurrófur bankakerfisins

Sigrún: Dekurrófur bankakerfisins

Eyjan
15.12.2010

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Speglinum í gær um Icelandic Group, glórulaust tap þess fyrirtækis á tíma Björgólfs Guðmundssonar, fyrirgreiðslu úr Landsbankanum, lífeyrissjóði og Existu – og dekurrófur bankakerfisins eins og Sigrún nefnir það. Í pistlinum segir meðal annars: — — — „Nýlega var Brynjólfur Bjarnason gerður að stjórnarformanni Icelandic. Eins og kunnugt er lét Lesa meira

Eðlileg bankaviðskipti

Eðlileg bankaviðskipti

Eyjan
14.12.2010

Jón Ásgeir og félagar telja sig ekki hafa getað stundað „eðlileg bankaviðskipti“ síðan málshöfðun slitastjórnar Glitnis gegn þeim hófst. Þessir menn vita náttúrlega allt um hvað teljast eðlileg bankaviðskipti.

Andlit, Poppkorn, Sveppabókin og fyrstu bækur ungra kvenna

Andlit, Poppkorn, Sveppabókin og fyrstu bækur ungra kvenna

Eyjan
14.12.2010

Í Kiljunni annað kvöld verður meðal annars fjallað um ljósmyndabækur sem eru að koma út nú fyrir jólin. Þetta eru bækurnar Andlit eftir Jónatan Grétarsson, Poppkorn eftir Sigurgeir Sigurjónsson, en einnig verður stuttlega fjallað um hina marglofuðu bók Ragnars Axelssonar, Veiðimenn norðursins. Í bók Jónatans eru myndir sem hann hefur tekið af íslenskum listamönnum, hann Lesa meira

Hraðbraut

Hraðbraut

Eyjan
14.12.2010

Stundum verður maður steinhissa á hugmyndaflugi fólks. Hvað það er til í að teygja sig langt til að verða sér úti um aur. Til dæmis að gera menntun ungmenna að fjárplógsstarfsemi – það er einhvern veginn fyrir utan og ofan allt sem maður skilur. En þetta er kannski í samræmi við annað sem hefur gengið Lesa meira

Útrásarvíkingar enn að

Útrásarvíkingar enn að

Eyjan
14.12.2010

Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir skilja allt eftir í rjúkandi rúst á Íslandi. Þetta eru einhverir einkennilegustu athafnamenn sem um getur í sögu íslensks atvinnulífs. En það er víðar sem bræðurnir vekja athygli fyrir vondan atvinnurekstur. Þeir hafa lengi verið skotspónn verkalýðsfélaga vegna lélegra starfskjara og aðbúnaðar í verksmiðjum Bakkavarar í Bretlandi. Nú hefur verið Lesa meira

Ekki deigla fyrir hugmyndir

Ekki deigla fyrir hugmyndir

Eyjan
14.12.2010

Fréttablaðið segir frá því að óvenju margir Íslendingar séu skráðir í stjórnmálaflokka. Þetta þýðir reyndar ekki að flokkarnir séu svona fjölmennir í raun og veru, heldur að fjöldi fólks hefur lent þar á skrám vegna þátttöku í prófkjörum. Því það er alsiða á Íslandi að kjósa í prófkjörum hjá flokkum sem fólk styður ekki endilega. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af