Blöðin og áhrif þeirra
EyjanÞað er verið að tala um ábyrgð og útbreiðslu Morgunblaðsins. Eins og komið hefur fram hefur lestur blaðsins hrunið, hann mælist ekki nema um 30 prósent. Það sem er eiginlega athyglisverðara er lesturinn meðal yngri hópa – þar er hann algjörlega hverfandi. Mogginn birtir mikið af minningargreinum. Það er kaldhæðnislegt, en í raun má segja Lesa meira
Misheppnuð innrás á bókamarkaðinn
EyjanForstjóri N1 kom af miklum hroka inn á bókamarkaðinn. Talaði um að hrista upp í stöðnuðum markaði með því að selja bækur á bensínstöðvum. Þetta mistókst algjörlega. Bókamarkaðurinn er heldur ekkert staðnaður, hann er mjög lifandi og á honum er grimm samkeppni. Bensínmarkaðurinn er hins vegar algjörlega staðnaður. Eina samkeppnin þar virðist felast í að Lesa meira
Hvað á að gera á gamlárskvöld?
EyjanVorum að skoða hvað við ættum að gera á gamlárskvöld hér í New York. Það er líklega of margt fólk á Times Square. Tékkuðum á siglingu með mat og öllu, en það er kannski verra að vera fastur á bát þegar líður á nóttina. Leituðum áfram á vefnum og fundum loks ómótstæðilegt tilboð – New Lesa meira
Catalina og ruglið
EyjanGeysilegar sögur hafa gengið um viðskiptavini vændiskonunnar Catalinu. Og þá ekki endilega um menn sem voru dæmdir fyrir að eiga viðskipti við hana. Heldur kjaftagangur og rugl um alls konar menn, þar sem stundum er jafnvel slegið saman kjaftasögum og allt fer í graut. Mig minnir að í bókinninni um Catalinu segi að hún hafi Lesa meira
Heathrow er alþjóðlegt vandamál
EyjanEin niðurstaðan eftir tafir í flugi síðustu vikurnar er að Heathrow sé meira og minna ónýtur sem samgöngumiðstöð. Það gekk ekkert að hreinsa flugbrautir á Heathrow af snjó, ástæðan er fyrst og fremst sú að tæki og mannskapur er ekki fyrir hendi. En forstjóri fyrirtækisins sem rekur Heathrow var fullur iðrunar og sagðist ætla að Lesa meira
Áhugaverð leikmynd
EyjanÁ næsta ári er ég að hugsa um að breyta settinu í Kiljunni. Fyrirmyndin verður úr þessum franska þætti frá 1968 þar sem birtist viðtal við Milan Kundera um bók hans Brandarann. Gestir sem þurfa fá sjóveikitöflur. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=ndz4DPtRCVU]
Vafasöm stjörnugjöf
EyjanJónas Sen skrifaði um daginn vægast sagt umdeilda gagnrýni um Kristján Jóhannsson. Sjálfum fannst mér hann ganga alltof langt þegar hann sagði nánast að ferill Kristjáns hefði verið einskis virði. Kristján átti mikilli velgengni að fagna á tímabili, ekki síst á Ítalíu, þar sem menn kunnu vel að meta kraftmikla rödd hans. Jónas hreykti sér Lesa meira
Vænisýki
EyjanÞegar Halldór Ásgrímsson var í pólitík upphófst ógurleg vænisýki í kringum hann. Það var talað um „aðför“ að Halldóri Ásgrímssyni. Meðal annars var Spaugstofan sökuð um að taka þátt í aðförinni. Umræðan um meintar árásir á Ásmund Einar Daðason, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason minnir á þetta. Þau þrjú skjóta í allar áttir og eru Lesa meira
Valkostir Lilju Mós
EyjanÁhrif Lilju Mósesdóttur helgast að miklu leyti af því að hún er í andstöðu innan flokks sem er í ríkisstjórn og þar sem ríkir lítill agi. Hún getur mótmælt stjórnarstefnunni hvað eftir annað og fengið mikla athygli í fjölmiðlum. Ef Lija gengur úr VG er nánast öruggt að áhrif hennar minnka og sömuleiðis athyglin sem Lesa meira
Hræðslutaktík
EyjanHerferðin gegn Julian Assange snýst og WikiLeaks ekki aðallega um þennan mann eða vefinn sem hann heldur úti. Aðalatriðið er að hræða. Að hræða þá sem gætu hugsað sér að gera það sama – að leka upplýsingum sem leynd hvílir yfir eða birta slíkar upplýsingar á vefnum. WikiLeaks heldur sjálfsagt áfram – og nú á Lesa meira