Elías: Rússíbanareið
EyjanElías Pétursson verktaki var hjá mér í Silfrinu á sunnudaginn með vangaveltur um hið sveiflukennda íslenska hagkerfi og framtíð þess. Þeir sem vilja geta kynnt sér glærusýningu Elíasar með því að smella hérna.
Kristinn: Ríkisstyrkurinn
EyjanKristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar um gjaldþrot Eyrarodda og kvótakerfið á heimasíðu sína. Í greininni segir meðal annars: „Gjaldþrot Eyrarodda á Flateyri beinir kastljósina að helstu meinsemdinni í kvótakerfinu, ríkisstyrknum sem handhöfum kvótans er færður með framsalinu. Ríkið veitir árlega heimildir til veiða á tilteknu magni á tilgreindum fisktegundum svo gott sem ókeypis. Þrátt Lesa meira
Meira en sex þúsund Rússar
EyjanHandboltamaðurinn Alfreð Gíslason hafði miklar áhyggjur af því í sjónvarpsviðtali að „það yrði flætt yfir okkur“ ef við gengjum í Evrópusambandið. Slíkur yrði straumur fólks hingað. Hann virtist ekki vita að hingað hefur verið frjáls för Evrópubúa í mörg ár vegna EES og Schengen – og að innflutningur vinnuafls hingað náði hámarki fyrir nokkrum árum Lesa meira
Ríkislögreglustjóri getur vel svarað
EyjanÍ umfjöllun Fréttablaðsins um breska flugumanninn Mark Kennedy kemur fram að ríkislögreglustjóri vilji ekki tjá sig um málið. Fréttablaðið hafði samband við hann til að spyrja hvort embættið hefði vitað af ferðum Kennedys. Það er eðlilegt að spurt sé. Í fyrsta lagi er í hæsta máta óeðlilegt að lögreglunjósnarar starfi við iðju sína í öðrum Lesa meira
Kreppukrukkan
EyjanKári er búinn að setja upp svokallaða Kreppukrukku. Sá sem minnist á kreppuna á heimilinu þarf að borga tuttugu krónur. Hann bindur miklar vonir við þetta framtak, telur að safnist talsvert fé sem megi nota til nytsamlegra hluta. Ég spurði hvort Silfur Egils mætti kannski vera undanþegið. Hann svaraði: „Pabbi, annars myndi ég verða milljónamæringur.“ Lesa meira
Bíó Paradís: Murnau og Huston
EyjanSamkvæmt skilningi mínum á það að vera hlutverk listabíós að sýna nýlegar kvikmyndir sem rata ekki á almennar sýningar í kvikmyndahúsum og gamlar myndir sem teljast klassískar eða sögulegar á einhvern hátt. Ég veit að það hefur verið á brattann að sækja í rekstri Bíó Paradísar sem tók til starfa síðastliðið haust. Því er meðal Lesa meira
Flautuleikarar
EyjanDV birtir í dag furðulega frásögn af því hvernig íbúar sveitarfélags fyrir norðan steyptu sér í stórar skuldir til að gerast stofnfjáreigendur í sparisjóði. Með fréttinni fylgir mynd af nokkrum mönnum sem léku sparisjóðakerfið grátt, Existabræðrum og Guðmundi Haukssyni. Þettta minnir mann dálítið á frægt ævintýri um flautuleikarann í bænum Hameln í Þýskalandi. Flautuleikarinn lék Lesa meira
Aspir, gróður og fólk
EyjanÉg er á því að fátt hafi fegrað þetta land meira en aspirnar sem hafa vaxið hér síðustu áratugina. Munum að fyrir 1950 var Reykjavík gróðurvana melur. Myndir frá því fyrir þann tíma sýna byggð með húsum, en það eru engin tré. Amma mín var frá Noregi. Hún kom fyrst til Íslands 1928. Það sem Lesa meira
Kiljan annað kvöld
EyjanFyrsti þáttur Kiljunnar á þessu ári er annað kvöld. Við kynnum til sögunnar nýjan liðsmann, það er Haukur Ingvarsson, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Í þessum þætti fjalla Haukur og Þorgerður E. Sigurðardóttur um eina umtöluðustu bók seinni ára, skáldsöguna Freedom eftir Jonathan Franzen. Vegna bókarinnar komst Franzen á forsíðu Time í fyrra – þetta er breið Lesa meira
Stjórnarbylting á tíma internetsins
EyjanInternetið gerir heiminn merkilega lítinn stundum. Ég hitti kunningja minn Smára McCarthy á Skólavörðustígnum. Hann er mikill netmaður, stóð ásamt fleirum fyrir komu Julians Assange til Íslands á sínum tíma. Við fórum að tala um Túnis og Smári sagði mér að í gær hefði kunningi hans þar orðið ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins. Ráðherrann heitir Lesa meira