Marinó: Gróf sögufölsun
EyjanMarinó Gunnar Njálsson skrifar þarfa ádrepu þar sem hann deilir á þá söguskoðun – sem er búið að ýta á flot og er ætlað að verða viðtekin sannindi – að það hafi verið einhver ógurleg stjórnviska hjá yfirvöldum á Íslandi að láta bankana fara í þrot. Eins og Marinó segir er það öðru nær: Marinó Lesa meira
Þjóðaratkvæði?
EyjanMogginn birtir frétt um að Kristján Þór Júlíusson vilji að Icesave fari í þjóðaratkvæði – og að Bjarni Benediktsson útiloki það ekki. Er verið að slá annan tón – svona miðað við það sem var fyrr í vikunni? Eru þetta sættir milli hinna stríðandi fylkinga? Og hvað ef stjórnarflokkarnir vilja ekki þjóðaratkvæði?
Miðausturlönd og tvöfeldni vestursins
EyjanJakob Augstein skrifar í Der Spiegel um hræsni Vesturlanda sem hafa talið hagsmunum sínum í Miðausturlöndum best borgið með því að styðja harðstjóra í löndum eins og Egyptalandi og hina hryllilegu kúgun Ísraela á íbúum Vesturbakkans og Gaza. Hann minnir á að það séu bandarískar þotur sem hringsóli yfir Tahrir torgi í Kaíró og bandarískir Lesa meira
Snjór
EyjanÉg er búinn að segja Kára sögur af því hvað fannfergið var mikið í æsku minni. Hvernig við grófum okkur úr húsunum og alla leið í skólann. Hann trúir ekki orði af því. Það var samt meiri snjór þá. En svo kom loks almennilegur snjór í Reykjavík – og það var gaman.
Stjarna sem brann hratt
EyjanMaria Schneider var stjarna sem skein skært upp úr 1970 en brann hratt. Hún lék í frægri mynd á móti Marlon Brando, Síðasta tangó í París, í leikstjórn Bertoluccis. Þetta var mynd sem vakti hneykslan, Schneider var kornung, sumum þótti hörmung að sjá þennan gamla karl njóta ásta með henni. Síðan lék hún í mynd Lesa meira
Átakastjórnmál
EyjanVinirnir Davíð Oddsson og Hannes Hómsteinn Gissurarson tala einum rómi í dag. Í skrifum beggja endurspeglast það viðhorf að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki vera sammála ríkisstjórninni um nokkurn hlut eða leggja henni lið: Davíð kallar Bjarna Benediktsson vikapilt hjá Steingrími J. og skrifar: „Á almanna vitorði er að þingflokkur sjálfstæðismanna er enn án sjálfstrausts og ekki Lesa meira
Opnunarverk
EyjanÞað er eiginlega einsýnt hvaða verk ætti að vera opnunarverk í tónlistarhúsinu Hörpu. Það er óperan Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson. Hún fjallar um gluggaþvottamann.
Erfitt verkefni formanns Sjálfstæðisflokksins
EyjanÞað er varla sannleikanum samkvæmt að það sé stór viðsnúningur hjá Bjarna Benediktsyni að samþykkja Icsave. Eftir síðustu ófarir í málinu talaði hann um að þyrfti að semja upp á nýtt, það var skipuð samninganefnd þar sem stjórnarandstaðan hafði sína trúnaðarmenn. Það er semsagt ekki hægt að segja að Bjarni hafi verið andsnúinn samningum í Lesa meira
Sögufalsanir í Konungsræðunni
EyjanBlaðamaðurinn frægi Christopher Hitchens skrifar um kvikmyndin The King´s Speech og segir að sagnfræðin í henni sé tóm þvæla. Hitchens bendir á að persóna Churchills sé alveg út úr kú í myndinni, enda hafi konungsfjölskyldan – sem er þýsk að uppruna – verið mjög höll undir Neville Chamberlain og griðkaup hans við Þjóðverja, svo mjög Lesa meira
Helgi og Sveppabókin
EyjanGerður Kristný og Helgi Hallgrímsson fengu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin og eru bæði vel að þeim komin. Í nóvember, stuttu eftir að ég fékk Sveppabókina eftir Helga í hendurnar, skrifaði ég þessa grein: — — — Ég get ekki sagt að sveppir séu beinlínis á áhugasviði mínu. Einu sinni tíndi ég reyndar lerkisveppi austur í Lesa meira