Ofbeldisórar
EyjanÞetta er sérstök frásögn á blogginu Freedomfries. Segir frá tveimur mönnum sem magna upp óra um ofbeldi hvor hjá öðrum á Moggablogginu. Minnir reyndar á einn Moggabloggara sem skrifaði og vildi fara að hengja fólk upp í ljósastaura. Ég held honum hafi á endanum verið úthýst þaðan.
Helmingur er óráðinn
EyjanSkoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýnir fremur lélegt fylgi ríkisstjórnarflokka, sem þarf ekki að koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fylgisaukingu sinni, Framsókn er með lítið fylgi og Hreyfingin samasem ekki neitt. Afstaða í Icesavemálinu virðist ekki hafa nein áhrif á þessa skoðanakönnun. En stærstu tíðindin eru eins 0og fyrr áhugaleysi um stjórnmálaflokkana. Það Lesa meira
Suze Rotolo – stúlkan á Dylanplötunni
EyjanSuze Rotolo er stúlkan sem var með Dylan framan á hinni stórkostlegu plötu The Freewheelin´ Bob Dylan. Hún andaðist á föstudag eftir ströng veikindi. Myndin markaði einhvern veginn tímamót eins og platan, þetta unga fólk sem gekk saman í slabbinu í New York. Hún var aðeins 17 þegar þau hittust, hann 20 ára. Það er Lesa meira
Á skjálftavaktinni
EyjanJörðin hér fyrir utan virðist vera farin að hósta upp peningum í jarðskjálftanum. Verst að þetta eru gamlar krónur, en ekki nógu gamlar til að vera verðmætar. Þær lágu hérna fyrir utan í garðinum eftir kippinn í morgun. Eða ég kann ekki aðra skýringu. 50 aur frá 1971, króna frá 1974 og 5 krónur frá Lesa meira
Eldgos á Reykjanesi
EyjanHér skrifar Sigurður Sigurðarson, sem er þekktur ferðamaður, um skjálftavirkni á Reykjanesi og veltir fyrir sér mögulegu eldgosi á svæðinu. Sigurður segir að draumspakur maður hafi fullyrt við að eldgos muni brjótast út á Krýsuvíkursvæðinu innan skamms. Ég ætla að geta þess að mig dreymir iðulega að sé farið að gjósa á Reykjanesi. Þetta er Lesa meira
Jarðskjálfti
EyjanÞá eru búnir að koma tveir kippir – er það ekki rétt hjá mér? Sá síðari allmiklu snarpari en sá fyrri. Ég bý í gömlu timburhúsi og það brakar í því þegar skelfur.
Hnattvæðing
EyjanFékk skilaboð frá vinkonu minni sem er tyrknesk. Hún var á ferðalagi í Saigon og hafði séð mig í sjónvarpi þar í gær. Hún sagði að ég hefði verið að tala við franskan þingmann – sem hún kannaðist við sökum þess að hún hefur búið í Frakklandi. Alþjóðavæddur heimur.
Framsókn og Stjórnlagaþingið
EyjanÞað var frægt þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Alþingi eftir frægan úrskurð Hæstaréttar: „Guði sé lof fyrir Hæstarétt.“ Sigmundur segir nú að rétt sé að bíða með Stjórnlagaþingið. Framsóknarflokknum lá samt mikið á Stjórnlagaþinginu á landsþingi sem haldið var í janúar 2009, það var þá að Sigmundur var kjörinn formaður. Í ályktun landsþingsins segir Lesa meira
Blaðamannaverðlaun
EyjanVerðlaunaafhendingar geta verið skrítnar. Það þarf ekki að efast um að Kristinn Hrafnsson er vel að blaðamannaverðlaunum kominn. Og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er hörku blaðakona. En að verðlauna fréttastofur Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Morgunblaðsins sameiginlega fyrir fréttaflutning af gosinu í Eyjafjallajökli – það er bara skrítið og hlýtur að gjaldfella blaðamannaverðlaunin.
Stjórnarskipti
EyjanStjórnarandstöðuflokkar taka við þar sem stjórnarflokkar eru taldir bera ábyrgð á hruni hagkerfa. Á Írlandi bíður sjálfur valdaflokkurinn Fienna Fail afhroð og við tekur Fine Gael. Stjórnmál á Írlandi hafa löngu verið býsna spillt, en Írar lokuðu augunum fyrir því þegar vel gekk. Það er talið líklegast að við taki ríkisstjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins Lesa meira