Asni klyfjaður gulli
EyjanVið búum í veröld sem er ekkert sérlega réttlát. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um mál tveggja kvenna, Jussanam Dejah frá Brasilíu og Priyanka Thapa frá Nepal. Báðar hafa þær getið sér gott orð á Íslandi, eru góðir borgarar, en samt er mikil tregða í kerfinu við að veita þeim varanlegt landvistarleyfi. Manni finnst það Lesa meira
Vendingar kringum OR
EyjanÞað eru ýmsar furðulegar vendingar í kringum Orkuveituna. Alfreð Þorsteinsson kemur í fjölmiðla eins og gamall draugur og segir að það sé leikrit að Orkuveitan sé á hausnum. Fyrirtækið hafi verið í góðum rekstri hjá sér. Hanna Birna Kristjánsdóttir var í útvarpinu og það var reiðitónn í rödd hennar. Á henni var að skilja að Lesa meira
Fylgið út um allt
EyjanMenn erum mikið að fárast yfir kosningaúrslitum í VR. (Félaginu sem heitir víst Virðing og réttlæti en hét einu sinni Verslunarmannafélag Reykjavíkur.) Ég ætla ekki að leggja dóm á manninn sem vann kosninguna – það virðist samt vera ljóst að byltingin hefur étið börnin sín í VR. Hins vegar er þetta nokkuð einkennileg kosning. Sjö Lesa meira
Takmörkuð frægð
EyjanÞað er deilt um „tilgangslausar frægðarhórur“ eftir þessa kröftugu grein í Grapevine. En þá er þess að geta að frægð á Íslandi er meira eða minna tilgangslaus. Það þarf ekki mikið til að verða frægur á þessu 300 þúsund manna útskeri. En sá sem er frægur á Íslandi þekkist ekki einu sinni á götu í Lesa meira
Björgólfur og búlgarski síminn
EyjanHér er athyglisverð frétt á búlgarska vefnum novinite.com. Fjallar um dómsmál gegn Viva Ventures, dótturfyrirtæki fjárfestingarsjóðsins Advent International, sem eignaðist 65 prósent í búlgarska ríkissímafélaginu 2004. Þetta er langdregið spillingarmál í Búlgaríu eins og les má í fréttinni, það hafa þegar verið í gangi málaferli vegna þessara viðskipta. Einn þeirra sem tengjast málinu er Björgólfur Lesa meira
24 taka sæti
EyjanNú skilst manni að 24 af þeim 25 sem voru kjörnir á Stjórnlagaþing ætli að taka sæti í Stjórnlagaráði. Samkvæmt fréttum var Salvör Nordal síðust til að ákveða sig. Inga Lind Karlsdóttir ætlar ekki að vera með, í staðinn fyrir hana kemur að því mér skilst Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur. Það styrkir þetta ferli að Lesa meira
Hannah Arendt, þýðendur Íslendingasagna, U 206
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld verður fjallað um heimspekinginn Hönnuh Arendt. Þetta er í tilefni af útkomu bókar með úrvali ritsmíða eftir Arendt en hún nefnist Af ást til heimsins. Ritstjóri bókarinnar, Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur, kemur í þáttinn. Hannah Arendt (1906-1975) er einn merkasti stjórnmálaheimspekingur síðustu aldar. Verk hennar markast mjög af því hroðalega skipbroti sem Lesa meira
Hrikaleg staða Orkuveitunnar
EyjanÞegar borgin er farin að leggja Orkuveitunni til fé er það í raun viðurkenning á að hún sé komin í þrot. Þetta er neyðarbjörgun. Samkvæmt þessari grein í Viðskiptablaðinu eru skuldir Orkuveitunnar sem bera vexti 225 milljarðar króna – þar af eru 16 milljarðar á gjalddaga í ár. Þetta eru rosalegar fjárhæðir. Það er í Lesa meira
Facebook-bóla
EyjanFjármálamarkaðurinn er sífellt að leita að nýjum bólum til að blása upp. Warren Buffet varar við bólu sem kann að myndast í kringum Facebook og samskiptasíður á netinu. Verðmiðinn sem nú er á Facebook virðist vera fáránlegur: Það eru sex þúsund milljarðar íslenskra króna. Jú, það eru voða margir á Facebook og margt að gerast Lesa meira
Framfærsla Hannesar
EyjanEnginn gekk harðar fram í því á Íslandi að boða einkavæðingu og skattalækkanir en Hannes Hómsteinn Gissurarson. Það var reyndar ljóst að hann var alltaf að fá aura frá fyrirtækum og fjármálamönnum til að sinna þessum hugðarefnum sínum, meðal annars í gegnum svokallaða rannsóknarstofnun Jóns Þorlákssonar. Nokkrir helstu fjáraflamenn Íslands mættu þar gjarnan á fundi. Lesa meira