fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025

Óflokkað

Spurningar morgundagsins

Spurningar morgundagsins

Eyjan
09.04.2011

Ég gef mér að nei-ið verði ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag – eins og ég hef margoft sagt. Spurning hvort útkoman verður 53-47, 55-45,  57-43 eða jafnvel 60-40? Það verða ýmsar pólitískar spurningar sem kalla á svör eftir þetta: Ætlar ríkisstjórnin að sitja áfram? Ætlar Steingrímur J. að sitja áfram? Eða Jóhanna? Hver er Lesa meira

Tillaga um að slíta aðildarviðræðum felld hjá Framsókn

Tillaga um að slíta aðildarviðræðum felld hjá Framsókn

Eyjan
09.04.2011

Það eru nokkur tíðindi að á flokksþingi Framsóknarmanna hafi verið felld tillaga um að hætta aðildarviðræðum við ESB. Það hafði verið talað eins og tillagan yrði ofan á. Þetta hefur nokkra hluti í för með sér: Evrópusinnum, sem eru nokkuð margir í Framsókn, er vært í flokknum áfram. Framsókn getur ekki komið fram sem flokkur Lesa meira

Íslendingar og þjóðaratkvæðagreiðslur

Íslendingar og þjóðaratkvæðagreiðslur

Eyjan
09.04.2011

Eftir Icesave kosninguna á morgun munu líklega hefjast ákafar umræður um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þetta er eitt málið sem Stjórnlagaráð þarf að fást við. Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag er að rífa þjóðina í sundur. Það er of snemmt að greina þessa reynslu – en hún er örugglega lærdómsrík. Svisslendingar hafa langa reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum í stórum og smáum Lesa meira

Hvað kýs Ögmundur?

Hvað kýs Ögmundur?

Eyjan
09.04.2011

Það er sérstæð  afstaða Ögmundar Jónassonar að vegna þess að hann fari með innanríkisráðuneytið – áður dómsmálaráðuneytið –  eigi hann ekki að tjá sig um Icesave. Maður hefur aldrei heyrt það áður að þótt dómsmálaráðuneyti fari formlega séð með framkvæmd kosninga þá eigi dómsmálaráðherrann ekki að taka afstöðu til þess sem kosið er um. Sá Lesa meira

Eins og Nígeríusvindl

Eins og Nígeríusvindl

Eyjan
08.04.2011

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hugmyndafræðingurinn bak við Icesave, sá sem horfði á peningana rúlla inn og sagði þetta vera „tæra snilld“ segir í viðtali við DV: „Mín skoðun er sú, í fyrsta lagi, að það var ekki ábyrgð á þessu og í öðru lagi þá hefði sú ábyrgð verið ólögleg ef hún á annað Lesa meira

Viðtal um bókmenntir

Viðtal um bókmenntir

Eyjan
08.04.2011

Ég hef verið í ansi mörgum viðtölum við erlenda fjölmiðla síðan í hruninu. Sumir hafa talað við mig mörgum sinnum, eins og til dæmis japanska stórblaðið Ashai Shimbun og sjónvarpsstöðin Al Jazeera. Mest var örtröðin strax eftir hrun, í Icesave atvæðagreiðslunni fyrir ári og þegar gaus í Eyjafjallajöki. Miðað við þetta sýnist mér ekki vera Lesa meira

Gestkvæmt á Bessastöðum

Gestkvæmt á Bessastöðum

Eyjan
08.04.2011

Pressan skýrir frá því að Ólafur Ragnar Grímsson og Styrmir Gunnarsson séu farnir að funda á Bessastöðum. Þetta mega teljast sögulegar sættir, því þegar Styrmir var ritstjóri Moggans fór Ólafur Ragnar óskaplega í taugarnar á honum – hann setti sig aldrei úr færi að agnúast út í forsetann. En nú eru komnir nýir tímar og Lesa meira

Æseifkviða efasemdamannsins

Æseifkviða efasemdamannsins

Eyjan
08.04.2011

Ég birti í gær tvær vísur um Icesave, aðra eftir Þórarin Eldjárn, hina eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Hér er eitt kvæði í viðbót, það er eftir Magneu Matthíasdóttur og nefnist Æseifkviða efasemdamannsins. Fer kannski nærri um það hvernig flestum líður en hin tvö: Ég ku eiga að kjósa um Æseif og kunna á því máli Lesa meira

Flokksformenn í Silfrinu að lokinni Icesave kosningu

Flokksformenn í Silfrinu að lokinni Icesave kosningu

Eyjan
08.04.2011

Formenn stjórnmálaflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk Birgittu Jónsdóttur verða gestir í Silfri Egils á sunnudaginn. Fréttastofan er með sérstakan fréttatíma um úrslitin í Icesave-kosningunni klukkan 12 en að því loknu verða umræður um niðurstöðuna með flokksforingjunum. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Salvöru Nordal, nýkjörinn formann Stjórnlagaraáðs.

Mest lesið

Ekki missa af