Guðrún Helga: Hæpin fjölmiðlanefnd
EyjanGuðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður, sem er fráfarandi formaður Félags fjölmiðlakvenna, var gestur í Silfri Egils í gær. Þar ræddi hún um fjölmiðlalögin sem Alþingi samþykkti nýskeð. Guðrún Helga er einkum gagnrýnin á hlutverk fjölmiðlanefndarinnar sem á að hafa eftirlit með fjölmiðlunum og hefur líka refsivald. Hún nefnir að tilhneigingin virðist vera sú að skipa lögfræðinga Lesa meira
Dauði Bin Ladens
EyjanÞað er stórfrétt að Osama Bin Laden skuli hafa verið drepinn. Þetta virðist vera ótvírætt, Obama forseti sagði að þeir hefðu lík hans undir höndun, Fyrst og fremst er þetta táknrænt, einhvers konar réttlæti er fullnægt eftir árásinni á tvíburaturnana í New York, næstum tíu árum eftir að hún var gerð. Osama bin Laden hafði Lesa meira
Jafnvægi Ögmundar
EyjanÖgmundur talar um að hæstu laun eigi aldrei að vera meira en þrisvar sinnum hærri en lægstu laun. Í núverandi efnahagsástandi á Íslandi mundi þetta þýða að laun væru almennt mjög lág. Það væri útlokað að halda í stéttir eins og lækna við þær aðstæður. Þeir færu einfaldlega burt. Ögmundur talar um jafnvægi, jafnvægi í Lesa meira
Tillögur lýðræðisfélagsins
EyjanÍ Silfrinu í dag ræddi ég við Írisi Ellenberger og Kristin Má Ársælsson sem starfa í Lýðræðisfélaginu Öldu. Félagið hefur tekið saman tillögur til stjórnlagaráðs sem eru mjög athyglisverðar. Þær fela í sér opnara og virkara lýðræði. Tillögurnar má lesa hérna, á vef félagsins.
Hringsól
EyjanAnnan páskadag var ég gestur Magnúsar Einarssonar í þættinum Hringsól á Rás eitt. Við ræddum um Grikkland. Það má hlusta á þáttinn með því að smella hérna.
Að kannast ekki við krógann
EyjanÞað heyrist stundum í umræðum að menn þykjast ekki kannast við hvað nýfrjálshyggja eða neoliberalismi er. Síðastur er Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkunar og núverandi stjórnarformaður Glitnis. Ef hugtakið neoliberalism er gúglað koma 3,160,000 færslur. Meira en þrjár milljónir. Þannig að það er varla erfitt að fræðast um fyrirbærið. Þetta er hugtak sem Lesa meira
Að uppnefna fólk
EyjanHannes Hólmsteinn skrifaði um daginn að Íslendingar hefðu gaman af því að uppnefna fólk. Ég held reyndar að hann hljóti að vera að fjalla um löngu liðna tíð, því almennt er ekki mikið verið að uppnefna fólk í umræðu á Íslandi. Og yfirleitt eru uppnefnin sem maður heyrir ekki sérlega sniðug eða fyndin. Þó er Lesa meira
Deilt um landsfund
EyjanÞað er deilt um hvenær skuli halda landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stafar meðal annars af ágreiningi um hvort skilgreina eigi landsfund sem var haldinn í fyrra sem alvöru landsfund eða auka landsfund. En það er ekki nýtt að hringlað sé með landsfundi. Á hápunkti Davíðstímans frestuðu þeir Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson landsfundum eftir hentugleikum og það Lesa meira
Eins og í Austur-Evrópu?
EyjanÁhrif efnahagshrunsins eru enn að koma fram. Íslenska krónan hrundi gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hún hefur ekki rétt úr kútnum ennþá, og reyndar byggir efnahagsstefnan sem er rekin á því að halda henni lágri svo arðurinn af útflutningsgreinum sé nægur til að greiða skuldir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að ástandið sé að verða eins Lesa meira
Sjónvarpsbrúðkaup
EyjanKannski er Englendingum vorkunn að fylgjast með konunglega brúðkaupinu í dag. Efnahagsástandið er lélegt, mikill niðurskurður, stjórnmálamennirnir eru lélegir og leiðinlegir – á móti því virkar brúðkaup kóngafólks næstum ævintýralegt. Jafnvel þótt brúðurinn og brúðguminn séu heldur litlaust fólk , jú og prinsinn komi úr fjölskyldu sem er orðlögð fyrir hvað hún er laus við Lesa meira