Skelfilegt atvik í Öskjuhlíð
EyjanÁ Facebook má lesa skelfilega sögu móður fimm ára dengs sem stakk sig á sprautunál í Öskjuhlíðinni. Barnið þarf að ganga í gegnum rannsóknir til að kanna hvort það sé smitað af sjúkdómum eins og lifrarbólgu og alnæmi. Móðirin, Inga María Brynjarsdóttir, er skiljanlega reið og áhyggjufull – og maður hefur mikla samúð með henni Lesa meira
Aðeins meira um láglaunalandið
EyjanEinhverjir voru að hneykslast á því að mér skyldi þykja það lélegt að einungis um 1200 einstaklingar á Íslandi, 0,3 prósent þjóðarinnar, væru með hærri laun en eina milljón á mánuði. Ég reiknaði þetta yfir í evrur, það gera 6200 evrur, sem eru engin ofurlaun í Evrópu. Það er ýmislegt sem hangir þarna á spýtunni. Lesa meira
Hækkuð lífeyrissjóðsgjöld
EyjanÞað er auðvitað fagnaðarefni að kjarasamningar skuli hafa náðst. En um leið skulum við ekki gleyma því að hætt er við að verðbólga éti fljótt upp allar launahækkanir – fyrir því er gömul reynsla í þessu landi. Á endanum létu menn ekki kvótamálið eyðileggja fyrir sér samningana þrátt fyrir stóru orðin. Og það var ekki Lesa meira
Láglaunaland
EyjanSamkvæmt tölum sem birtar voru á Alþingi nýskeð var 1251 einstaklingur á Íslandi með meira en milljón á mánuði árið 2009. Þessi tala jafngildir 6.250 evrum. Það er ekki sérlega stór fjárhæð. Þetta eru ríflega 0,3 prósent þjóðarinnar sem hafa þessar tekjur. Það er ekki mikið. Og staðfestir í raun að Ísland er láglaunaland.
Síðasti hermaðurinn úr fyrra stríði látinn
EyjanÞað markar þáttaskil þegar síðasti hermaðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni andast. Hann hét Claude Stanley Choules, fæddist í Bretlandi en bjó í Ástralíu. Choles var í breska sjóhernum í stríðinu. Hann varð 110 ára. Nú er semsat enginn eftir sem man þennan hildarleik. En það eru ekki nema 92 ár síðan honum lauk. Mannsævin Lesa meira
Varað við verðbólgu
EyjanHákon Hrafn Sigurðsson dósent er höfundur þessarar greinar: — — — Sæll Egill Ég hef sent þér smá punkta um verðbólgu og dapurlega stjórn á henni hérlendis. Þessar sendingar hafa verið fyrir tilviljun næstum árlegar: 2009 http://silfuregils.eyjan.is/2009/04/23/um-verdbolgu-og-vanda-heimilanna/ 2010 http://silfuregils.eyjan.is/2010/04/29/brostin-verdbolgumarkmid/ Fyrir ári gagnrýndi ég Seðlabanka Íslands (SÍ) fyrir dapra stjórn á verðbólgu og enn daprari spá Lesa meira
Borguðu erlendir kröfuhafar Hörpuna?
EyjanÞröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar eitraða grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni Amma Davíðs. Í greininni kemur fram athyglisverður punktur um byggingarkostnað Hörpunnar. Það væri gaman að fræðast nánar um hvað er hæft í þessum staðhæfingum Þrastar – sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar: „Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra Lesa meira
Gleðistund í Hörpu
EyjanÞað var mikil gleðistund í tónleikahúsinu Hörpu í kvöld. Stóra málið var auðvitað hvernig hljómburðurinn væri í húsinu – fljótt mátti heyra að hann er afbragðsgóður. Maður heyrði ekki bara tónlistina heldur var eins og hún umfaðmaði mann. Maður fylgdist í raun með hverju prófinu á hljómburði á fætur öðru, píanókonsert Griegs sem leikinn var Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi á morgun
EyjanÁ morgun verður haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðslan sem nær til alls Bretlands. Hinn fyrri var haldin 1975 þegar kosið var um aðild að Evrópusambandinu. Í þetta sinn verður kosið um breytingar á kosningakerfinu. Það er að kröfu Frjálslyndra demókrata, minni flokksins í samsteypustjórninni með Íhaldsflokknum , að atkvæðagreiðslan er haldin. Nú er kosningakerfið þannig að landinu Lesa meira
Framsóknarhús við Hofsvallagötu
EyjanTvö sérlega glæsileg einbýlishús standa við Hofsvallagötuna, hlið við hlið. Annað er hús sem reist var af Vilhjálmi Þór, bankastjóra og athafnamanni, en hitt var sem samvinnumenn byggðu fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu. Þetta eru semsagt framsóknarhús. Ég þekki þau nokkuð vel, ekki vegna þess að mér hafi nokkurn tíma verið boðið þangað inn, heldur Lesa meira