Sjálfstæði Skota og Hálandahreinsanirnar
EyjanSkotar hafa nú tækifæri til að svara fyrir þann kafla í sögu sinni sem nefnist The Highland Clearances. Það var þegar bændafólk var hrakið af jörðum sínum í stórum stíl svo stórir landeigendur gætu sölsað þær undir sig. Fólkið flutti til strandar og margir fóru svo alla leið til Ameríku. Þessir atburðir urðu á 18. Lesa meira
Rannsóknarskýrslan um forsetann
EyjanÞað eru tveir gamlir stjórnmálamenn sem einkum hafa gert lítið úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, fjandvinirnir Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Svo eru einhverjir sem virðast ekki muna hvað stóð í henni. Hér eru til upprifjunar brot úr siðfræðihluta skýrslunar, 8. bindinu, þar sem fjallað er um forsetann: — — — „Þegar rauðu ljósin tóku Lesa meira
Umdeildir menn
EyjanStöllur úr Sjálfstæðisflokknum töldu að Andri Snær Magnason væri of umdeildur til að vera í dómnefnd um skipulag Þingvalla. Þó hefur hann setið einni voða fínni nefnd án þess að sérstök athugasemd sé gerð við það. 2003 skipaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, Andra Snæ í stjórn Þjóðmenningarhússins. 2007 skipaði Geir Haarde, sem þá var forsætisráðherra, Lesa meira
Gram Parsons – eitt af óskabörnum ógæfunnar
EyjanGram Parsons er einhver dularfyllsta persónan í rokksögunni. Hann er þekktur og dáður af mörgum, en það verður seint sagt að nafn hans hafi verið á hvers manns vörum. Áhuginn á honum er þó alltaf lifandi, það er ekki bara vegna þess að hann dó alltof ungur á hörmulegan hátt, heldur líka vegna þess að Lesa meira
Japanski vinur minn
EyjanÉg náði að kaupa miða á opnunartónleika Hörpunnar. Ætlaði ekki að missa af þessum atburði. Við fórum fjölskyldan, líka móðir mín sem hefur sótt sinfóníutónleika í marga áratugi. Þegar kom að opnunarkvöldinu höfðum við einn aukamiða. Ég bauð japönskum vini mínum á tónleikana. Hann heitir Hirohito og gegnir ritstjórnarstöðu á einu stærsta dagblaði heims, Asahi Lesa meira
Frelsisverðlaunahafa hafnað
EyjanÞað er komið fram að upp úr hafi soðið í hinni virðulegu Þingvallanefnd vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki samþykkja að Andri Snær Magnason rithöfundur tæki sæti í dómnefnd um framtíðarskipulag þjóðgarðsins. Báru þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir því við að Andri Snær væri of umdeildur. En varla skyldi Lesa meira
Ódýrt vinnuafl
EyjanVið Íslendingar höfum lengi notað ódýrt erlent vinnuafl – og oft litið frekar niður á það. Þeir fyrstu sem komu hingað til að vinna með þessum hætti voru Færeyingar á árunum eftir stríð. En samkvæmt þessari frétt á mbl.is um launakjör á ferjunni Norrænu virðist taflið hafa snúist við. Það eru Íslendingar sem eru orðnir Lesa meira
Víti til að varast
EyjanÞað fer fram hörð barátta um kvótann. Enda miklir peningar í húfi. Stór hluti af auði Íslands – og í þokkabót mjög mikil völd. Baráttan tekur á sig ýmsar myndir og þeir eru margir sem stíga fram á sviðið, misjafnlega æstir. Ekki eru allir góðir talsmenn fyrir málstað sinn. Það má til dæmis gera að Lesa meira
Obama í nýjum og söluvænlegri umbúðum
EyjanObama var upphaflega kynntur sem maður vonar – maður nýrra tíma í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Og þannig náði hann kjöri sem forseti. Mikið af ungu fólki vann fyrir hann og greiddi honum atkvæði. Eða þannig var honum pakkað inn. En líklega var ekki mikið í pakkanum – því nú blasir við okkur allt annar Lesa meira
Fagurt í Hörpu
EyjanLítil svipbrigði geta sagt meira en mörg orð. Víkingur Heiðar Ólafsson lék píanókonsert Griegs við opnun Hörpunnar á miðvikudagskvöldið. Jónas Sen skrifar mikinn dóm um tónleikana og húsið í Fréttablaðið. Jónas segir að það sé ábyggilega ekki auðvelt fyrir ungan píanista að leika undir stjórn Ashkenazys – sem sjálfur er einn af mestu píanóleikurum heims, Lesa meira