fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025

Óflokkað

Japanir og hvalkjötið

Japanir og hvalkjötið

Eyjan
11.05.2011

Það virðist ætla að verða eitthvað minna úr hvalveiðum í sumar en til stóð. Þetta á sér sjálfsagt margháttaðar skýringar, en eina þeirra má lesa í pistli sem ég skrifaði hér á vefinn fyrir tveimur árum. Segir þar frá viðhorfi Japana til neyslu hvalkjöts: Ég spurði heimildarmenn mína í Japan um hvalveiðar og neyslu hvalkjöts Lesa meira

Kvótaflækja

Kvótaflækja

Eyjan
11.05.2011

Það er skrítin staða sem er komin upp í kvótamálunum. LÍÚ-arar reka upp ramakvein vegna kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Það var ekki við öðru að búast. Maður veltir því samt fyrir sér hvort þetta sé ekki leiksýning öðrum þræði. Frumvarpið er óralangt frá ítrustu kröfum sem hafa verið uppi meðal andstæðinga kvótakerfisins – það er ekki verið Lesa meira

Málið gegn Geir

Málið gegn Geir

Eyjan
11.05.2011

Það líður nú að því að landsdómsmálið á hendur Geir Haarde verði tekið fyrir. Það er einstæður atburður í lýðræðisríki að forsætisráðherra sé settur fyrir dóm vegna embættisfærslu sinnar. Málið verður þingfest í júní. Og auðvitað má segja að Geir beri einna þyngsta ábyrgð á því sem gerðist hér árin fyrir október 2008. Hann var Lesa meira

Hvað segja bankarnir?

Hvað segja bankarnir?

Eyjan
10.05.2011

Tveir menn voru einna fyrstir til að tjá sig um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sigurjón Þórðarsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði. Þeir voru báðir sáróánægðir – en þeir eru líka yst á skalanum hvor sínu megin. Má jafnvel segja að þeir séu fúndamentalistar hvor á sinn hátt. Um það skal ekkert sagt hvort Lesa meira

Sex atriði Heiðars Más

Sex atriði Heiðars Más

Eyjan
10.05.2011

Heiðar Már Guðjónsson hélt fyrirlestur hjá Arionbanka og nefndi sex atriði sem þyrftu að vera í lagi til að hægt væri að endurreisa íslenska hagkerfið: 1. Íslenska krónan, aflögð með upptöku nýrrar myntar 2. Fjárlagahalla þarf að eyða því hann ryður öðrum fjárfestingum frá, með hækkun vaxta 3. Samrekstur viðskipta- og fjárfestingabanka, er ekki ákjósanlegur Lesa meira

Málamiðlun sem dugir?

Málamiðlun sem dugir?

Eyjan
10.05.2011

Nú er kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar loks búið að lita dagsins ljós eftir langt þref. Það er fremur varfærið, þetta er augljóslega málamiðlun. Útgerðarmenn halda kvótanum í 15 ár plús 7, það er sett á veiðigjald upp á 5 milljarða. Stór hluti þess á að renna til verkefna á landsbyggðinni. Það er líklega til að sporna gegn Lesa meira

Óþægilegar minningar frá Hama

Óþægilegar minningar frá Hama

Eyjan
10.05.2011

Sýrland hefur á undanförnum árum orðið vinsælt ferðamannaland. Damaskus er ein elsta borg í heimi og í landinu eru ýmsar áhugaverðar minjar, sumar frá tímum Rómverja, aðrar frá krossferðunum. Landið hefur boðið upp á öryggi fyrir ferðamenn. En bak við tjöldin ríkir ógnarstjórn – menn bundu vonir við að henni myndi létta undir Bazhar al Lesa meira

Stefnir í frekari veikingu krónunnar

Stefnir í frekari veikingu krónunnar

Eyjan
10.05.2011

Það er eins og margoft hefur verið sagt á þessari síðu. Það eru engar horfur á að íslenska krónan styrkist næstu árin. Þvert á móti. Menn færa þetta ekki oft beint í orð – en það er stefna Seðlabankans að halda gengi krónunnar niðri til að nægur afgangur verið af utanríkisviðskiptum til að dekka erlendar Lesa meira

Engir góðir kostir

Engir góðir kostir

Eyjan
09.05.2011

Það hefur reynst erfitt að finna lausn á skuldavanda Grikkja. Ríkissskuldabréf Grikkja eru komin í ruslflokk. Einn vandinn er sá að Grikkir flytja svo lítið út að það verður lítill afgangur á utanríkisviðskiptum. Nú kváðu þeir hafa hótað því að yfirgefa evruna og taka upp drökmuna að nýju. Það gæti haft einhverja kosti í för Lesa meira

Logn

Logn

Eyjan
09.05.2011

Allt í einu er komin ládeyða í pólítíkina. Kannski er þreytu um að kenna? Það er búið að undirrita kjarasamninga. Þrátt fyrir yfirlýsingar sem virkuðu kröftugar fór það allt mjög friðsamlega fram. Það var aldrei nein hætta á að kæmi til verkfalla. Þjóðin gekk í gegnum ógurlegt tilfinningafár í kringum Icesaveatvkæðagreiðsluna í mars – það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af