Að þykja vænt um ríkið
Eyjan„Við erum með velferðarkerfi sem enginn hefur áhuga á að borga inn í en allir eru að reyna að ná einhverju út úr,“ sagði Gunnar Smári Egilsson í útvarpi í morgun. Hann er tekinn við sem formaður SÁÁ. Og það er rétt hjá honum, Íslendingum hefur aldrei verið gefið að borga skatta með glöðu geði. Lesa meira
Hlutlægt eða sjálfmiðað
EyjanOrðið hlutlægur er tilraun til að þýða hugtakið objektívt á íslensku. Það þýðir að horfa á hlutina frá ýmsum hliðum – út frá því sem er hugsað um fremur en þess sem er að hugsa. Það að vera súbjektívur er andstæða þess að vera objektívur. Það þýðir að aðalatriðið er sá sem skoðar og áhrifin Lesa meira
Tannskemmdir sem auðlind
EyjanLæknisstarfið er dálítið sérstakt. Læknar eiga nefnilega vilja að þeir séu óþarfir. Allir séu heilir heilsu og þurfi helst ekki á neinni læknishjálp að halda. Það er betra að verða ekki veikur en að þurfa að láta lækna sig. Læknar hljóta að vera á einu máli um þetta. Það hafa orðið makalausar framfarir í læknislistinni, Lesa meira
Ruglingur
EyjanÞví er haldið fram í stríðsfyririrsögn í Morgunblaðinu í dag að endurreisn bankanna kosti ríkið 406 milljarða. Þetta er víðs fjarri þeim tölum sem hingað til hefur verið haldið fram. Fjármálaráðuneytið mótmælir þessu í fréttatilkynningu og segir að frétt Moggans sé vitleysa. Nú er þetta ekki eitthvað sem maður fer að reikna heima hjá sér, Lesa meira
Óleysanleg flækja?
EyjanÞað má segja að tvíburar úr Samfylkingunni séu búnir að blása sjávarútvegsfrumvörpunum nýju út í hafsauga. Kristján Möller og Sigmundur Ernir. Þeir eru báðir að norðan, úr kjördæmi þar sem kvótaeigendur eru mjög öflugir. Sigmundur hefur af mörgum vera býsna hallur undir stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum málum. En Kristján mun aldrei fyrirgefa að hafa verið Lesa meira
Þjóðareign
EyjanÞað er makalaust hvað menn reyna að þvæla með hugtakið þjóðareign. Nú eru ýmsir hlutir í þjóðareign án þess að við drögum það með nokkrum hætti í efa. Handritin, þjóðgarðar, Þingvellir, Þjóðminjasafnið. Því er jafnvel haldið fram að það að hlutir séu í þjóðareign sé einhvers konar sovét-kommúnismi. En í bók Guðna Th. Jóhannessonar er Lesa meira
Lars í grænum sokkum
EyjanLars Christiansen, danskur hagfræðingur, hefur þótt hafa mikla vigt í íslenskri umræðu síðan hann spáði fyrir um efnahagshrunið hér. Lars birtist í viðtali í Frjálsri verslun í grænum sokkum, með grænt bindi og grænan klút í brjóstvasanum. Hann segir að einkavæðing íslensku bankanna hafi ekki verið mistök. Og jú, vissulega má færa rök fyrir því Lesa meira
Óánægjan minnkar ekkert
EyjanSkoðanakannanir hafa um langt skeið sýnt að andstaða við kvótakerfið er nokkuð stöðug. Í dag kom enn ein skoðanakönnunin sem sýnir að hún er í kringum 70 prósent. Harðvítugur áróður hefur ekki hreyft þessa tölu. Í þeirri margumtöluðu lýðræðisvæðingu sem er á Íslandi – með tveimur nýafstöðnum þjóðaratkvæðgreiðslum – hlýtur sú krafa að vera uppi Lesa meira
Umferðin í Miðbænum
EyjanÞað er kannski ekki ástæða til að deila mikið um hvort gera eigi Laugaveg að göngugötu. Á sumardögum er sjálfsagt að loka götunni fyrir bílaumferð og helst niður allt Bankastrætið. Og það má líka gera þetta fyrir jólin. Kvosin var mjög skemmtileg í góða veðrinu síðasta sumar þegar Austurstræti og Pósthússtræti var lokað fyrir bílum. Lesa meira
Klíkur
EyjanKlíkur hafa lengi verið ein ógæfa Íslands. Tvær klíkur börðust af mikilli heift á árunum fyrir hrun. Báðar voru ofboðslega frekar. Í báðum klíkunum eru hrunvaldar og hrunverjar. Þessi átök halda áfram, nú i bók eftir Björn Bjarnason. Nú skal enn gerð tilraun til að koma að „réttum“ söguskilningi. Vandinn er bara sá að það Lesa meira