fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025

Óflokkað

Úti í Eyjum

Úti í Eyjum

Eyjan
13.06.2011

Ég vann í fiski í Vestmannaeyjum þegar ég var strákur, fór þangað tvö sumur,  það var rétt eftir gos. Þetta er reynsla sem ég hef búið að síðan – og ég er hræddur um að fjölskylda mín sé orðin mjög leið á sögum frá þessari dvöl. En ég hef eiginlega ekkert komið til Eyja síðan Lesa meira

Ekki útskýrt

Ekki útskýrt

Eyjan
13.06.2011

Gunnar Tómasson hagfræðingur setti þessa athugasemd hér á vefinn: — — — „Það hefur enn ekki fengist útskýrt af hverju Seðlabanki Íslands lét það viðgangast að viðskiptabankarnir steyptu sér í 2800 milljarða neikvæða hreina gjaldeyrisstöðu um árabil fyrir hrun þrátt fyrir SKÝR ákvæði 13. gr. seðlabankalaga að slík neikvæð staða mætti að hámarki jafngilda 10% Lesa meira

Gimli

Gimli

Eyjan
13.06.2011

BBC fjallar um bæinn Gimli á Nýja Íslandi í Kanada. Þetta er myndskeið sem hefur fengið mikið áhorf á vefnum. Segir að fólk frá Íslandi sé enn að koma þangað til að leita að lífsviðurværi.

Gjaldþrot Seðlabankans og hrunið

Gjaldþrot Seðlabankans og hrunið

Eyjan
11.06.2011

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf. — — — Gjaldþrot Seðlabankans og hrunið Við vitum öll hvað það er sem orsakar erfiðleika okkar Íslendinga sem er auðvitað umfang þess hruns sem hér varð. Það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til þess að átta sig á afleiðingum þess fyrir lítið land eins og Ísland þegar allir helstu bankar Lesa meira

Filippus prins og bruninn á Granda

Filippus prins og bruninn á Granda

Eyjan
11.06.2011

Stundum er minnið skrítið. Mér finnst ég ekki muna svo ýkja mikið frá því ég var strákur. Samt þykist ég muna eftir því að hafa verið á Austurvelli og séð Filippus drottningarmann frá Englandi ganga út á svalir Alþingishússins. Filippus var níræður í gær. Þetta þótti myndarlegur maður sem er af konungsfjölskyldum Grikklands og Danmerkur Lesa meira

Ríkisstjórnin á aungvan vin

Ríkisstjórnin á aungvan vin

Eyjan
11.06.2011

„Minn herra á aungvan vin,“ kjökrar Jón Grindvíkingur í Íslandssklukkunni. Hið sama má segja um ríkisstjórn Íslands – hún á engan vin. Forystufólk ýmissa hagsmunasamtaka skrifa grein í Fréttablaðið í dag og segja að stefna ríkisstjórnarinnar sé alveg kolómöguleg, sérstaklega hvað varðar fiskveiðistjórnunina og byggingu álvera. Þarna er fólk frá Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum Lesa meira

Varnarmálaráðherra Bandaríkjana skammar Evrópu fyrir áhugaleysi á hernaði

Varnarmálaráðherra Bandaríkjana skammar Evrópu fyrir áhugaleysi á hernaði

Eyjan
11.06.2011

Bandaríkjamenn eyða og spenna í hermál, en Evrópuríki eru treg við að verja peningum með þessum hætti. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heldur ræðu þar sem hann skammar Evrópubúa fyrir áhugaleysið á hernaðarbrölti. Hann segir að framtíð Nató sé dökk nema Evrópa leggi meira til þessara mála. Bandalagið muni skiptast í tvennt milli þeirra sem séu Lesa meira

Palin fær ekki að hitta Thatcher

Palin fær ekki að hitta Thatcher

Eyjan
10.06.2011

Sarah Palin er að fara í heimsókn til London. En þar fær hún ekki að hitta átrúnaðargoð sitt, Margaret Thatcher. Það hafði hana langað, en einn af aðstoðarmönnum Palin lét svo um mælt að hún væri vitleysingur („nut“). Thatcher er reyndar orðin elliær og hefur ekki mikið um þetta að segja, en hún er þó Lesa meira

Þungbær Berlusconi

Þungbær Berlusconi

Eyjan
10.06.2011

The Economist hefur átt nokkrar klassískar forsíður. Sú nýjasta bætist í þann flokk. Hér er fjallað um Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Yfirskriftin er: The man who screwed an entire country. Segir að reynslan af Berlusconi muni verða Ítölum þungbær um langa framtíð.

Íslendingar fá það óþvegið

Íslendingar fá það óþvegið

Eyjan
10.06.2011

Íslendingar fá að finna til tevatnsins í athugasemd við grein um stjórnarskrárbreytingar í Guardian – ég nefndi áður að flestar athugasemdirnar við þessa grein væru jákvæðar. En einstaklingur sem nefnir sig JamieBee er annarrar skoðunar og talar um Íslendinga sem þjóðrembur og rasista: „9 June 2011 9:21PM It’s amusing to see Guardain readers think that Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af