Sautjándinn í flísi
EyjanÞað var fámennt í bænum í gærkvöldi. Ég er reyndar oft í burtu á sautjánda júní, en mig minnir að það hafi verið miklu fleira fólk í eina tíð. Menningarnóttin er kannski tekin yfir sem aðal þjóðhátíðin. Þá er fleira fólk, og að mér hefur sýnst meira fyllerí. Á Arnarhóli voru tónleikar, það var skrúfað Lesa meira
Að sverta minningu Jóns
EyjanNafn Jóns Sigurðssonar hefur verið notað af ýmsu tilefni og oft hafa menn talað um að minning hans hafi verið svert. Valur Þór birtir þessar gömlu glefsur úr Þjóðviljanum á vef sínum.
Gríska efnahagskreppan og stjórnmálin
EyjanSpiros Economides hjá London School of Economics skrifar hnitmiðuðustu greiningu sem ég hef séð á ástandinu í Grikklandi á vef BBC. Kjarni málsins er að Grikkir hafa komið sér upp ósjálfbæru efnahagskerfi sem hefur byggst á ódýru lánsfé, styrkjum frá Evrópusambandinu og lélegu eftirliti með ríkisfjármálunum. Þegar kerfið hrynur leita Grikkir út um allt einhverjum Lesa meira
Hvað segir Jón Sig?
EyjanHalldór Baldursson hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður í mynd dagsins í Fréttablaðinu.
Halldór og sómakenndin
EyjanEinhverjir eru að spyrja á vefnum hvort Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hafi einhverja sómakennd. Menn eru yfirleitt á því að hana hafi hann ekki. Samkvæmt dómi Hæstaréttar fær Halldór að halda 100 milljónum króna sem hann fékk frá Landsbankanum rétt fyrir hrun. Hæstiréttur dæmir auðvitað út frá einhverju tæknilegu atriði – þetta er Lesa meira
Stórkostleg Vetrarferð Kristins og Víkings
EyjanÉg held ekki að það sé algengt að Vetrarferð Schuberts sé flutt fyrir meira en 1500 áhorfendur í einu. Yfirleitt er hún flutt í minna rými. En á tónleikum Eldborgarsal Hörpu í kvöld léku og sungu Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson verkið fyrir fullum sal. Og merkilegt nokk – hljómburðurinn í salnum er svo Lesa meira
Kynferðislegt ofbeldi í Landakoti?
EyjanFréttatíminn birtir frásögn af kynferðislegu ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í Landakoti. Í fréttinni segir um mennina sem eru að leysa frá skjóðunni varðandi þessi mál: „Þeir vilja vekja athygli á því ofbeldi sem þeir voru beittir í von um að starfshættir kirkjunnar verði skoðaðir og koma megi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Mennirnir Lesa meira
ESB og landbúnaðurinn
EyjanBjörn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri skrifar grein um Evrópusambandið og landbúnað í Fréttablaðið í dag. Þarna birtist nokkuð önnur mynd en til dæmis Bandasamtökin hafa dregið upp. Greinin er svona í heild sinni: — — — „Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af Lesa meira
Notkun á þjóðhetjunni Jóni Sig
EyjanJón Sigurðsson lifði háborgaralegu lífi í Kaupmannahöfn eins og sjá má á heimili hans þar, það er í Öster Voldgade 12. Jón er mjög skilgetið afkvæmi hugmyndastrauma á 19. öld. Þá blossaði upp þjóðernisstefna í kjölfar rómantíkurinnar – Jónas Hallgrímsson er helsti fulltrúi hennar. Þessar hugmyndir einkenndu stjórnmál út um alla Evrópu á þessum tíma. Lesa meira
Styrktarleikur fyrir Steina
EyjanSigursteinn Gíslason er einhver sigursælasti og skemmtilegasti íþróttamaður á Íslandi. Hann hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta oftar en aðrir leikmenn, með ÍA og KR. Sigursteinn á nú í höggi við krabbamein í lungum og nýrum og því ætla félagar hans úr fótboltanum að efna til styrktarleiks fyrir hann upp á Skaga á laugardaginn. Mér skilst Lesa meira