fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025

Óflokkað

Látið undan þjóðrembunni

Látið undan þjóðrembunni

Eyjan
25.06.2011

Það er rétt hjá Grími Atlasyni að það er heimskulegt hjá dönsku ríkisstjórninni að ætla að loka landamærum ríkisins til að þóknast hægriöfgafólkinu í Dansk Folkeparti. Staðreyndin er sú að Danmörk nýtur fólksflutninganna. Þeir hafa hins vegar lagst á sinnið á sumum Dönum sem þola ekki að sjá fólk með dökkan hörundslit snæða smurbrauð eða Lesa meira

Það tekst ekki að temja skrímslið

Það tekst ekki að temja skrímslið

Eyjan
25.06.2011

Hrunið 2008 var tækifæri til að reyna að hnekkja fjármálakerfinu sem hefur tekið völdin í heiminum. Það var ekki gert. Hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum – og ekki heldur á Íslandi. Fjármálastofnanir eru aftur farnar að mala gull og háttsettir starfsmenn þar fá sín ofurlaun. En þetta kemur almenningi lítt til góða. Sá litli efnahagsbati Lesa meira

Aðildarviðræður hefjast á upplausnartíma í ESB

Aðildarviðræður hefjast á upplausnartíma í ESB

Eyjan
24.06.2011

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru að hefjast. Þetta gerist á skrítnum tíma, þegar er líkt og nokkrar meginstoðir sambandins séu að gefa eftir. Schengensamningurinn um frjálsa för milli landa er í uppnámi vegna vaxandi andúðar á innflytjendum. Evran sem átti að verða kórónan á samrunaferlinu í Evrópu er í kreppu. Aðalástæðan er sú að inn Lesa meira

Að rífa Moggahöllina

Að rífa Moggahöllina

Eyjan
24.06.2011

Ómar Ragnarsson lýkur lofsorði á endurgerð húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis og veltir í leiðinni fyrir sér hvernig bærinn myndi líta út ef Morgunblaðshöllin yrði rifin og hægt væri að sjá úr Austurstrætinu upp í Grjótaþorp. Það er rétt sem Ómar bendir á – í ýmsum borgum hafa menn farið út í að rífa Lesa meira

Að horfast í augu við staðreyndir

Að horfast í augu við staðreyndir

Eyjan
23.06.2011

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf. — — — http://eyjan.is/2011/06/23/tap-vegna-astarbrefakaupa-sedlabankans-nam-11-af-landsframleidslu/ Ríkissjóður má ekki selja svo mikið sem eina sumarbústaðarlóð, hvað þá ríkisjörð, nema fá samþykki Alþingis. Þess vegna er í hverjum fjárlögum að finna lista yfir nokkrar jarðir  sem heimilt er að selja. Það er undarlegt Alþingi sem lítur á landspildur upp á fáeinar milljónir sem Lesa meira

Minnisvarðar til sölu

Minnisvarðar til sölu

Eyjan
23.06.2011

Þær eru merkilegar aðgerðirnar sem gripið er til í því skyni að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur. Og þær lýsa nokkru pólitísku hugrekki. Það á að selja minnisvarða spillingarinnar, hús OR við Bæjarháls. Og svo annan minnisvarða, Perluna. Um hana var eitt sinn sagt að hún væri gjöf Orkuveitunnar til Reykvíkinga. Hvernig sem það gat svo passað. Lesa meira

Evrópa sem þemagarður

Evrópa sem þemagarður

Eyjan
23.06.2011

I nýjustu skáldsögu sinni, sem nefnist Kortið og landsvæðið, fjallar Michel Houellebecq meðal annars um Evrópu náinnar framtíðar sem er orðin eins konar skemmtiegarður – eða réttar sagt þemagarður – fyrir Kínverja og fólk frá öðrum heimsálfum. Allt er snyrtilegt og fólkið sveltur ekki, en helsta atvinnustarfsemin er að snúast kringum ferðamenn sem vilja upplifa Lesa meira

Fjöruhúsið

Fjöruhúsið

Eyjan
23.06.2011

Fjöruhúsið á Hellnum er sérlega indæll staður. Húsið stendur á einstökum stað, nánast ofan í fuglabjargi – maður skynjar náttúruöflin í kring – og hvað húsið á vel heima í þessu umhverfi. Ég hef komið þarna í gegnum tíðina – síðast nú snemmsumars. Það væri sannarlega miður ef húsið hyrfi eða veitingastaðurinn. Það var líka Lesa meira

Hrunverji á hálum ís

Hrunverji á hálum ís

Eyjan
23.06.2011

Lýður Guðmundsson var stjórnarformaður Exista. Það félag ryksugaði upp fé úr lífeyrissjóðum og kom því til leiðar að meirihlutinn af sparisjóðakerfinu íslenska hrundi. Fyrrverandi viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, komst svo að orði að eignarhaldsfélög af þessu tagi hefðu verið meinsemd á Íslandi. Fleira mætti telja til um þetta dæmalausa félag, til dæmis hefur ekki enn verið Lesa meira

Boðar ekki gott

Boðar ekki gott

Eyjan
22.06.2011

Hér á landi er hugsjónin um jafnrétti og jafnræði mjög ríkjandi. Þetta er arfleifð stjórnmálabaráttunnar sem hefur átt sér stað í heimshluta okkar, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. Í Frakklandi eru orðin Frelsi, jafnrétti og bræðralag letruð á allar stjórnarskrifstofur. Þetta er ekki raunin meðal hinna stóru og nýríku þjóða í Asíu sem sagt er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af