Að fjarlægja sig frá ofstækinu
EyjanOfstækisvefurinn AMX hefur farið svo gjörsamlega yfir strikið síðustu daga að það verður vart séð að hann eigi viðreisnar von. Í rauninni væri ráð fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að fjarlægja sig frá þessu vefriti – það á líka við um fyrrverandi forystumenn í flokknum sem eru jafnvel grunaðir um að leggja þarna orð í belg. Lesa meira
Alveg ótímabært
EyjanÉg hef verið fylgjandi því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Tel að hægt verði að finna lausn á málinu sem allir gætu sætt sig við. Þróun flugvélakosts er á átt til styttri flugbrauta og með bættu vegakerfi er miklu meira ekið á staði þangað sem áður var flogið. En þetta er seinni tima mál. Það Lesa meira
Bull um Ísland
EyjanManni verður hálf bumbult þegar maður sér málflutning eins og þennan – að á Íslandi hafi fólk verið tekið fram yfir fjármálastofnanir. Þetta eru menn sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Staðreyndin er að fórnarkostnaðurinn vegna hrunsins er óskaplegur. Og felst meðal annars í gríðarlegum eignabruna, stökkbreyttum lánum, launaskerðingu, atvinnuleysi, landflótta og Lesa meira
Erfitt að nefna nafnið
EyjanEinhvern veginn er það síðasta sem maður vill gera að hlusta á útskýringar norska ódæðismannsins á verkum sínum. Hann getur sjálfsagt réttlætt þetta í löngu máli – það verður óskaplegt að hlusta á það. Eins og stendur treystir maður sér varla til að nefna nafnið hans. Noregur er réttarríki, hann verður dreginn fyrir dóm, og Lesa meira
Fyrir aldur fram
EyjanAmy Winehouse var hæfileikarík söngkona sem brann upp í algjöru tilgangsleysi, fórnarlamb fíkniefna og frægðar sem hún höndlaði ekki. Þegar leið á varð vegur hennar meiri í slúðurblöðunum en tónlistinni. Þetta er döpur saga. Eins og sjá má í þessari frétt frá 2008 voru ýmsir búnir að vara hana við, þar á meðal Rollingarnir Keith Lesa meira
Lifi lýðræðið!
EyjanMaður verður stundum þunglyndur yfir því hvað fólk umgengst gildi lýðræðisins af mikilli lítilsvirðingu. Það hefur verið sagt að þegar fólk lifir við velmegun í langan tíma fari það að óska eftir ófriði – bara út úr tómum leiða. Hér á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Það er alls Lesa meira
Fólskuverk
EyjanStundum hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Í gær var farið að tala um það, bæði í virtum fjölmiðlum og á bloggsíðum, að það hlytu að vera íslamskir hryðjuverkamenn sem stóðu fyrir tilræðunum í Noregi. Þeir eru þekktur óvinur – ef þeir eru á ferð eru á nokkurn hátt atburðirnir skiljanlegir. Menn voru jafnvel farnir að Lesa meira
Sorglegir atburðir
EyjanNoregur er opið og frjálst samfélag sem hefur tekið lítinn þátt í átökum í heiminum. Norskir stjórnmálamenn hafa fremur verið í hlutverki friðflytjenda en hitt. Þess vegna koma hinar lúalegu árásir í Noregi svo mikið á óvart. Hver gæti hatað Noreg nógu mikið til að standa fyrir slíkum morðárásum? Norðmenn eru furðu lostnir sjálfir. Þeir Lesa meira
Lyklar að velgengni Vesturlanda
EyjanHinn umdeildi sagnfræðingur Niall Ferguson heldur því fram í bókinni Civilization að vestrið hafi haft sex hluti sem ollu því að það stakk aðra heimshluta af: Samkeppni, vísindi, lýðræði, læknisfræði, neysluhyggju og vinnusiðferði. Ferguson segir að þetta sé lykillinn að velgengni Vesturlanda síðustu aldir. Ferguson er einn þeirra sagnfræðinga sem er gefinn fyrir að reyna Lesa meira
Hið ótrúlega símhleranahneyksli
EyjanHér eru tvö myndbönd sem skýra ágætlega símhlerunarhneykslið í Bretlandi. Hið fyrra fjallar um föstudag Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóra sorpblaðsins News of the World og síðan forstjóra News Incorporated. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=p5z4CJRFBKY&feature=player_embedded] Hið síðara er úr þætti Jon Stewart. Þar er framferði News of the World rakið með nokkuð hæðnislegum hætti. Það má skoða með því að Lesa meira