fbpx
Föstudagur 12.september 2025

Óflokkað

Fyrirmynd – er það?

Fyrirmynd – er það?

Eyjan
01.08.2011

Það er sérkennilegur málflutningur að Íslendingar séu fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar efnahagsbata. Þetta má lesa á vef BBC og er haft eftir forseta Íslands. Nýlega er komið fram að skuldir hvíla á meira en helmingi húsnæðis sem telst vera í eigu einstaklinga. Verðbólga er aftur komin í gang, skuldabyrði þyngist á nýjan leik. Lítið Lesa meira

Bandaríkin og skattarnir

Bandaríkin og skattarnir

Eyjan
31.07.2011

Ég á talsvert af vinum í Bandaríkjunum. Flest er þetta ágætlega stætt fólk sem er í góðum störfum. Það er oft að kvarta undan útgjöldum – sérstaklega til heilsufars og menntunar. Það kostar mikið að mennta börn í Bandaríkjunum, almenningsskólar eru víða mjög lélegir og það getur hérumbil verið nauðsynlegt að setja börnin í einkaskóla Lesa meira

Rúnar á réttum stað

Rúnar á réttum stað

Eyjan
31.07.2011

Íslenska fótboltalandsliðið hefur nánast orðið banabiti margra þjálfara. Ólafur Jóhannesson var frábær þjálfari hjá FH – hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá landsliðinu. Hið sama má segja um Ásgeir Sigurvinsson, Loga Ólafsson, Atla Eðvaldsson og Eyjólf Sverrisson. Þetta eru allt prýðilegir þjálfarar, en verkefnið er erfitt. Væntingarnar til landsliðsins eru yfirleitt meiri en það getur Lesa meira

Bandamenn í Ísrael – leikur að eldi

Bandamenn í Ísrael – leikur að eldi

Eyjan
31.07.2011

Der Spiegel skrifar að hægri öfgamenn í Evrópu finni bandamenn í – af öllum stöðum – Ísrael. Þar séu á ferðinni meðlimir í ríkisstjórn Benjamíns Netanyahu, en einnig hafa myndast tengsl við landtökumenn sem standa í stríði við Palestínumenn. En Torbjörn Jagland, formaður norsku nóbelsnefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að evrópskir leiðtogar þurfi að gæta Lesa meira

Blaðakóngurinn og byltingarmaðurinn

Blaðakóngurinn og byltingarmaðurinn

Eyjan
30.07.2011

Svona má að lokum settla málin í lýðræðisríki. Axel Springer var blaðakóngur í Þýskalandi, gaf meðal annars út dagblaðið Bild. Í stúdentauppreisninni á sjöunda áratugnum var Springer mjög óvinsæll. Hann var harður andkommúnisti, byggði stórhýsi í Berlín þar sem hægt var að horfa yfir Múrinn. Rudi Dutschke var helsti leiðtogi stúdentanna sem mótmæltu, meðal annars Lesa meira

Tyrkland og mótsagnirnar

Tyrkland og mótsagnirnar

Eyjan
30.07.2011

Tyrkland er mótsagnakennt land, enda er sagt að þar togist austrið og vestrið á. Hershöfðingjar í tyrkneska hernum hafa sagt af sér í mótmælaskyni við Erdogan forsætisráðherra og stjórn hans. Tyrkneski herinn er veraldlegur, undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjunum, hershöfðingjar hafa setið í eins konar yfirríkisstjórn með helstu stjórnmálamönnum þar sem er í raun gert Lesa meira

Vart af barnsaldri

Vart af barnsaldri

Eyjan
30.07.2011

DV birtir myndir af sumum þeirra sem Anders Breivik myrti í Útey. Þetta eru ungmenni – sum vart af barnsaldri. Í öfugsnúnum hugmyndaheimi Breiviks taldi hann sig vera að vinna hetjudáð með því að myrða börn.

Lítil ógn

Lítil ógn

Eyjan
29.07.2011

Fyrir nokkur hundruð árum var meirihluti Evrópumanna heittrúaður. Menn skiptust í fylkingar eftir því hvort þeir voru mótmælendur eða kaþólskir. Svonefndir trúvillingar voru ofsóttir – jafnvel myrtir kerfisbundið. Það er talið að allt að þrjátíu prósent af íbúum þýsku ríkjanna hafi týnt lífinu í 30 ára stríðinu. Síðar urðu ráðandi stefnur sem voru meira og Lesa meira

Ófrelsi

Ófrelsi

Eyjan
28.07.2011

Í fáum löndum sem ég hef komið til er jafn lítið úrval af matvöru frá smáfyrirtækjum og úr heimaframleiðslu og á Íslandi. Maður fer um Evrópu og hvarvetna er hægt að fá alls kyns matvæli sem komin eru frá örsmáum framleiðendum – brauð, kökur, osta, hunang, grænmeti, ávexti, sultur, vín, safa. Sumt af þessu er Lesa meira

Óvinir hins opna samfélags

Óvinir hins opna samfélags

Eyjan
28.07.2011

Í fyrstu sýndist manni eins og Anders Breivik væri einsamall byssumaður, truflaður á geði, og það þyrfti kannski ekki tengja mikla pólitík við mál hans. En þetta horfir öðruvísi við þegar líður frá hinu skelfilega ódæði hans. Úr skrifum hans mál sjá mynd af manni sem liggur í hatursfullum málflutningi sem beinist gegn múslimum, femínistum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af