Á þjóðveginum
EyjanFólk sem ég þekki fór í ökuferð um landið. Það kom við í kaupstað einum. Fór inn á veitingahús og tóku eftir því að þar voru engir Íslendingar, en svona fimm tugir erlendra ferðamanna. Þau spurðu þjóninn hverju sætti. Hann svaraði: „Íslendingarnir hafa ekki efni á að borða hjá okkur. Þeir borða á N1.“
Haukur Már: Framfaraskref
EyjanHaukur Már Helgason skrifar á vef sinn um stjórnarskrármál. Í grein sem birtist í síðustu viku segir meðal annars: „Við fyrstu sýn virðist stjórnarskráin fela í sér nokkur afgerandi framfaraskref frá þeirri sem fyrir var. Breytingarnar eru ekki róttækar, þær eru hófsamar og þar með er auðvelt að þykja þær leiðinlegar. Þarna eru þó ýmsar Lesa meira
Bovary
EyjanSamkvæmt þessari frétt sem sögð er byggja á læknatímaritinu British Medical Journal hafa rómantískar bókmenntir neikvæð áhrif á ástarsambönd. Konur sem lesi slíkar bækur láti raunsæið lönd og leið og eigi erfitt með að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Þetta eru reyndar ekki ný tíðindi. Eitt helsta stórvirki heimsbókmenntanna, Madame Bovary eftir Gustave Flaubert, fjallar Lesa meira
Beint lýðræði í tillögum Stjórnlagaráðs
EyjanBeint lýðræði er mikið lausnarorð þessa dagana. En lýðræðinu er líka hægt að skipa þannig að það verði lamandi. Í Bandaríkjunum er kerfið þannig að forsetar eru kosnir á fjögurra ára fresti. Kosningar til þings eru ótt og títt og það er gerist æ ofan í æ að önnur eða báðar þingdeildir eru andsnúnar forsetanum. Lesa meira
Misvægi atkvæða
EyjanÞað er einkennileg hugmynd að halda að misvægi milli dreifbýlis og þéttbýlis eigi að jafna út með því að atkvæðavægi sé ójafnt. Meira að segja Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu gerði athugasemd við misvægi atkvæða á Íslandi eftir síðustu kosningar. Á síðustu hundrað árum hafa Íslendingar upplifað stöðugan straum fólks til höfuðborgarsvæðisins. Þetta er svosem ekkert Lesa meira
Þorsteinn: Ekkert skjól
EyjanÞorsteinn Pálsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og fjallar meðal annars um íslensku krónuna og fjármálakreppuna í Evrópu. Niðurlag greinarinnar er svohljóðandi: „Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Lesa meira
Skuldafarganið
EyjanEina raunverulega lausnin á hinni langvinnu upplausn á fjármálamörkuðum er að menn viðurkenni þá staðreynd að það er útistandandi mikið af skuldum sem aldrei verða greiddar. Eins og leikurinn er leikinn núna láta menn eins og staðið verði í skilum með skuldafarganið, en svo er ekki. Margir munu tapa – og það verður að viðurkenna Lesa meira
Varúð á netinu
EyjanNetið getur verið háskalegur staður og margir geta farið flatt þar, í fljótfærni, reiði eða dómgreindarleysi. Eitt af því sem menn skyldu varast er að koma fram í mörgum gervum. Eins og til dæmis norski bloggarinn Peder Jensen. Hann skrifaði undir nafninu Fjordman, hataðist út í múslima, og hafði áhrif á fjöldamorðingjann Anders Breivik. Nú Lesa meira
Stóru línurnar
EyjanÍ Mogganum er verið að skensa Vinstri græna fyrir að samþykkja ályktun um að Ísland gerist aðili að African-Eurasian Waterbird Agreement. Samþykkt um verndun votlendissvæða. En stundum verða menn að sjá stóru málin fyrir þeim smáu. Kríur, spóar, heiðlóur, álftir, endur og keldusvín munu vonandi halda áfram að leita í íslenskt votlendi löngu eftir að Lesa meira
Upplausn í alþjóða spilavítinu
EyjanÞað ríkir ofsahræðsla á mörkuðum alls staðar í heiminum. Maður fylgist með og er með hnút í maganum. Hlutabréfamarkaðir falla, það eru sérstaklega hlutabréf í bönkum sem verða illa úti. Óttinn beinist að því að evrusvæðið kunni að liðast í sundur og að bandaríska hagkerfið sé komið að fótum fram. Að hluta til er þetta Lesa meira