Hvítflibbaglæpir borga sig
EyjanEva Joly hefur talað um það hvað dómskerfi eiga miklu auðveldara með að dæma fátæka en ríka, fremur lágstéttafólk en hástéttafólk. Þetta er að sannast í Bretlandi. Aðeins fáum dögum eftir uppþotin þar er farið að dæma óeirðaseggi af mikilli hörku. Fjársvikarar ganga hins vegar lausir og þurfa ekki að óttast um sinn hag. Það Lesa meira
Ekki eyland
EyjanEfnahagsstefnan sem hér hefur verið rekin frá því eftir hrun er að lenda í ógöngum. Vaxtahækkun Seðlabankans er til marks um það. Að hækka vexti í hagkerfi þar sem umsvif eru í lágmarki hljómar eins og geggjun – alls staðar á Vesturlöndum eru vextir mjög lágir. En menn hafa ekki stjórn á verðbólgunni, þrátt fyrir Lesa meira
Ögmundur ekki á flótta
EyjanSumir ráðherrar eru þannig að þeir láta ekki ná í sig heilu og hálfu árin. Þeir svara ekki skilaboðum, hafa um sig hirð aðstoðarmanna sem gætir þess að þeir séu ekki ónáðaðir. Eftir langan starfsferil í fjölmiðlum þekki ég þetta nokkuð vel. Sumir ráðherrar verða mjög óvinsælir hjá fjölmiðlafólki fyrir vikið, aðrir komast upp með Lesa meira
Leigumarkaður og séreignastefnan
EyjanLeigumarkaðurinn á Íslandi hefur alltaf verið frumskógur. Ástæðan er einfaldlega sú að hér hefur séreignastefnan ríkt alla tíð. Hún gengur út á að fólk eigi að kaupa sitt eigið húsnæði, helst á ungum aldri – festa fé sitt og ráð í steinsteypu. Þessi stefna hefur komið mörgum Íslendingum á kaldan klaka – maður man eftir Lesa meira
Jóhanna verður klöppuð upp
EyjanÞað eru landsfundir hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu í haust. Á fyrri fundinum verður Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins – þótt staða hans sé langt í frá að vera sterk. Og Samfylkingin mun ekki eiga annarra kosta völ en að klappa upp Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann. Flokkurinn veðjaði á hana eftir hrun og þótt vinsældir hennar Lesa meira
Hvernig sjónvarpið eyðileggur líf fólks
EyjanGrínistinn Charlie Brooker fer á kostum þar sem hann dregur sjónvarp, neyslumenningu, frægðardýrkun og draumaverksmiðjur nútímans sundur og saman í háði. Þetta er algjör snilld. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=y8MjoB3vgv8&feature=share]
Nóg af vakúmpökkuðu
EyjanEinn vandinn við matvælamarkaðinn á Íslandi birtist í orðum forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann segir að það sé enginn kjötskortur, SS eigi nóg af marineruðu og frosnu kjöti. En fólk er upp til hópa farið að gera aðrar kröfur en áður. Það er ekki jafn spennt fyrir vakúmpökkuðum matvælum í kæli- og frystiskápum. Það vill gjarnan Lesa meira
Merkilegt viðtal við Soros
EyjanSamfélagsrýnirinn og fjárfestirinn George Soros er í merkilegu viðtali við Der Spiegel. Soros segir meðal annars að það sé engin leið að hætta að nota evruna nema með skelfilegum afleiðingum – skipbrot evrunnar gæti orsakað heimskreppu eins og þá sem hófst 1929. Evran sé veruleiki. Þjóðverjar verði að horfast í augu við þetta, lönd á Lesa meira
Bandaríkin og vúdúhagfræðin
EyjanEinhver sérkennilegasta kenning sem hefur veri sett fram í hagfræði er að ef skattar á ríkt fólk séu nógu lágir þá muni ríkidæmi þess leka niður til þeirra sem hafa minni aura. Ekkert í mannkynssögunni rennir stoðum undir þessa kenningu. Aðallinn í Evrópu gaf ekki upp forréttindi sín fyrr en eftir stjórnarbyltingar, eftir hina miklu Lesa meira
Bjarni, landsfundurinn og ESB
EyjanFyrir tveimur árum var Bjarni Benediktsson þeirrar skoðunar að Ísland ætti taka afstöðu til Evrópusambandsaðildar, en nú hefur hann skipt um skoðun. Það er í sjálfu sér ekkert að því. Evran er í alvarlegri kreppu og horfur í Evrópusambandinu ekki sérlega góðar. Það er fráleitt að ætla að sambandið muni liðast í sundur, en hins Lesa meira