Friðrik: Róttæk skattaleið
EyjanFriðrik Jónsson skrifar hér á Eyjuna um rótttækar leiðir í skattamálum – hann telur að skattbreytingar undanfarið hafi verið mjög máttlausar – og telur að þurfi að einfalda skattkerfið til muna. Það sem Friðrik nefnir helst er skattur á inngreiðslur í lífeyrissjóði. „Sá einskiptisskattur sem þó hefur verið ræddur er að leggja skatt á eignir Lesa meira
Mikil samúð með leikskólakennurum
EyjanÞað eru ansi mikil tíðindi að 93 prósent aðspurðra í skoðanakönnun skuli styðja kröfur leikskólakennara. Þetta er stétt sem nýtur mikils velvilja, allir vita að hún er illa launuð og að hún vinnur mikilvægt starf. Ég hef áður skrifað að starf í leikskólum hér sé yfirleitt fjarska gott. Leikskólakennarar hafa líka eignast forystumann sem kemur Lesa meira
Japanska leiðin
EyjanFrá degi til dags vex óttinn við að hagkerfið sé á leiðinni í tvöfalda niðursveiflu. Að atburðarásinni sem fór af stað 2007 og 2008 sé langt í frá lokið og nú blasi við efnahagskreppa eftir tímabil lítilsháttar bata. Menn horfa á tölur um bandaríska hagkerfið, þar ríkir stöðnun og afturför, sömu sögu er að segja Lesa meira
Heimur á hvolfi
EyjanJakob Augstein skrifar í Der Spiegel um heim þar sem allt er komið á hvolf. Þar sem breskir íhaldsmenn eru farnir að tala um „brotið samfélag“ – Margaret Thatcher talaði um að það væri ekki til neitt sem héti samfélag, bara einstaklingar og fjölskyldur. Þar sem hægrimenn eru búnir að missa trúna á hinn frjálsa Lesa meira
Obama andvaralaus gagnvart Sovétríkjunum
EyjanÞað er ótrúlegt lið sem er að sækjast eftir forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Og því miður erum við að veita því athygli – það segir sitt um ástandið í heiminum. Hér eru ummæli Michelle Bachmann þar sem hún segir að Obama sé ekki að mæta hættunni af Sovétríkjunum. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=lctT4dXMeLY&feature=player_embedded#!]
Hvað er súrrealískt?
EyjanNánast öll ríki í Evrópu eiga aðild að Evrópusambandinu, utan þau sem eru að reyna að komast þangað inn. Undantekningin er Noregur með sinn mikla olíuauð sem gerir hann að eins konar undanþágutilfelli meðal þjóða og Sviss með sína miklu fjármálastarfsemi sem stendur á gömlum merg. Allar hinar þjóðirnar eru með eða vilja fara inn. Lesa meira
Hagvöxtur í Evrópu
EyjanHagfræðingurinn og dálkahöfundurinn David Blanchflower birtir eftirfarandi töflu um hagvöxt í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins í grein á vef New Statesman. Tilgangur hans er aðallega að sýna hversu illa gengur í Bretlandi, en þarna má sjá að efst eru Eystrasaltsríkin sem lentu í miklum efnahagshremmingum fyrir fáum árum en hafa verið að ná sér vel á Lesa meira
Hólaræða
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt ræðu á Hólum um daginn og er ekki alveg ánægður með viðtökurnar ef marka má eftirfarandi orð sem hann birti á Facebook síðu sinni: „Ég vil þakka þeim sem gáfu sér tíma til að snúa út úr Hólaræðunni minni og svara henni með því að ráðast á mig persónulega. Lesa meira
Gegnsýrt af græðgi
EyjanThomas Hüetlin skrifar um óeirðirnar í Bretlandi í Der Spiegel. Hann fjallar um samfélag sem er gegnsýrt af græðgi og stjórnlausri peningahyggju, byggt á hugmyndum Thatcher og ofurselt fjölmiðlum Murdochs. Þar sem er meiri ójöfnuður en víðast hvar á Vesturlöndum og allt gengur út á að kaupa og kaupa.
Hin líflega Berlín
EyjanBerlín er máski skemmtilegasta höfuðborg í Evrópu. Hún er opin og frjálsleg, það er nóg pláss í Berlín, fullt af góðum matsölustöðum og skemmtilegum búðum, verðlag er býsna hagstætt, umferðin er róleg og gott að ganga eða hjóla, í borginni eru ótal söfn og frábært tónlistarlíf, og Berlín hefur sögu sem hvert mannsbarn þarf að Lesa meira