fbpx
Laugardagur 13.september 2025

Óflokkað

Brotthvarf Þórunnar

Brotthvarf Þórunnar

Eyjan
02.09.2011

Þórunn Sveinbjarnardóttir gerir óvenjulegan hlut þegar hún hættir þingmennsku á miðju kjörtímabili – af sjálfsdáðum. En þetta hefur maður reyndar verið að heyra, að margir þingmenn gætu hugsað sér að hætta. Hætta sjálfir. Það hefur löngum verið talið óhugsandi í íslenskri pólitík. En nú eru aðrir tímar. Hin pólitíska umræða er svo þrúgandi, ástandið í Lesa meira

Norðurslóðasiglingar og Ísland

Norðurslóðasiglingar og Ísland

Eyjan
02.09.2011

G. Valdimar Valdemarsson er nýr bloggari hér á Eyjunni. Hann ritar mjög athyglisverðan pistil um hinar margumtöluðu norðurslóðasiglingar. Höfundurinn segir að líklega muni þessar siglingar ekki vera nema fáa mánuði á ári og þá á sérútbúnum skipum sem verða jafnvel í fylgd ísbrjóta: „Það hlýtur því að vera keppikefli þeirra sem stunda svona siglingar að Lesa meira

Illalág

Illalág

Eyjan
02.09.2011

Yfir höfnina, Lækjargötu, Hljómskálagarð og Vatnsmýri gengur skæður vindstrengur í norðanátt. Það er eins og Esjan magni upp vindinn þarna. Gamall maður sem ég þekki kallaði þetta svæði Illulág eftir að hafa þurft að berjast í gegnum vindinn í Hljómskálagarðinum áratugum saman á leiðinni upp í Háskóla. Þetta er ástæðan fyrir því að trén í Lesa meira

Lestölva

Lestölva

Eyjan
02.09.2011

Að áeggjan vinar míns keypti ég Kindle. Lestölvuna vinsælu. Ég er búinn að lesa fyrstu bókina í græjunni – það er íslensk bók sem er ekki ennþá komin út. Ég gat hlaðið bókinni inn í lestölvuna á pdf skjali. Það er framför frá því að vera með bækur sem eru að koma út á lausum Lesa meira

Upplýst?

Upplýst?

Eyjan
02.09.2011

Það var útdeilt styrkjum til að standa að upplýstri umræðu um ESB. Forsætisnefnd Alþingis skipaði úthlutunarnefnd sem hafði þetta verk með hendi. Þeir sem fá styrki eru Heimssýn, Já Ísland og Evrópvaktin. Annars vegar félagsskapur nei-sinna sem finnur ESB allt til foráttu og hins vegar já-sinnar sem telja sig hafa séð ljósið í ESB. Og Lesa meira

Darling: Heimskir og hrokafullir bankamenn

Darling: Heimskir og hrokafullir bankamenn

Eyjan
02.09.2011

Endurminningabók Alistairs Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, er væntanleg í bókabúðir á næstu dögum. Darling er í hópi valdra manna sem teljast vera sérlegir óvinir Íslands – eða þannig er talað um hann hér. Menn eru þó ekki á einu máli um störf hans, sú kenning er líka til að hann hafi staðið sig nokkuð vel Lesa meira

Icesave úr sögunni?

Icesave úr sögunni?

Eyjan
01.09.2011

Nú segja skilanefndarmenn úr Landsbanka að Icesave geti verið úr sögunni. Landsbankinn eigi fyrir Icesave og gott betur. Þjóðin ræddi linnulaust um Icesave í tvö ár. Á öðrum vængnum var sagt að nauðsynlegt væri að semja sem fyrst – annars gæti Ísland orðið að Norður-Kóreu. Á hinum vængnum var sagt að samningur Icesave myndi þýða Lesa meira

Afhjúpandi

Afhjúpandi

Eyjan
01.09.2011

Framsetning Samtaka fjármálafyrirtækja vegna afskrifta lána er athyglisverð – eða kannski má  segja að hún sé afhjúpandi. Þar segir að lán einstaklinga hafi veri færð niður um 143,9 milljarða. Þetta eru lán í bönkum og fjármálafyrirtækjum, hjá íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. En 120 milljarðar eru komnir til vegna gengistryggðra lána – sem dómstólar úrskurðuðu að  væru Lesa meira

Sighvatur: Meiri steypa?

Sighvatur: Meiri steypa?

Eyjan
01.09.2011

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skrifar grein um nýtt „hátæknisjúkrahús“ ´í Fréttablaðið. Sighvatur er býsna þungorður í garð þessarar framkvæmdar eins og lesa má: „Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall Lesa meira

Smá landafræði

Smá landafræði

Eyjan
31.08.2011

Byggingarnar á Landspítalalóðinni eru að sönnu stórkarlalegar og hætt við að mörgum bregði í brún þegar þær rísa – líkt og kemur fram í þessari frétt á RÚV. En kannski ekki endilega íbúum Þingholtanna fremur en öðrum. Þingholtin eru göturnar Þingholtsstræti, Ingólfsstræti, Skólastræti, Spítalastígur, Miðstræti, Grundarstígur. Neðstu mörk Þingholtanna er semsagt norðurhliðin á Menntaskólanum í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af