Íslendingar og fræga fólkið
EyjanBirtist í DV 8. janúar 2005 Vinur minn einn lenti í því að vera ákaflega frægur um skeið. Þetta er frekar varkár maður og honum fannst frægðin að mörgu leyti óþægileg. Hann treysti sér helst ekki til að vera á almannafæri – og þá alls ekki þar sem var mikið af drukknu fólki. Ef hann Lesa meira
Hógværar kröfur
EyjanÞað er vinsælt að segja sögur af fráleitum kröfum dægurtónlistarmanna sem ferðast um heiminn. Silfurborðbúnaði, svörtum handklæðum, bláu M&M-i. En frægasta hljómsveit allra tíma, Bítlarnir, virðist ekki hafa gert slíkar kröfur. Það er verið bjóða upp samning um tónleikahald Bítlanna í Kaliforníu árið 1965. Kröfurnar hjóða upp á rennandi vatn, rafmagn, fjóra bedda og sjónvarp. Lesa meira
Tengdadóttir Kinnocks
EyjanJafnaðarmannaflokknum með Helle Thorning-Schmidt í forystu er spáð sigri í dönsku þingkosningunum í dag. Nú eru að koma útgönguspár, og þær lofa góðu fyrir Jafnaðarmenn. En eiginmaður Helle ætti að vita að það er varasamt að treysta á neitt í þessum efnum. Hann heitir Stephen Kinnock og er sonur Neils Kinnock sem var formaður Verkamannaflokksins. Lesa meira
Þungt högg fyrir Bjarna
EyjanKannski verð ég að éta ofan í mig stóru orðin. Ég taldi nánast óhugsandi að Hanna Birna færi í framboð gegn Bjarna Benediktssyni – og ég er svosem ekki viss um að hún geri það. En með þennan byr í seglin hlýtur hún að hugsa sig alvarlega um. Og þá er spurningin hvort rétti tíminn Lesa meira
Er til næg orka fyrir Helguvík?
EyjanÞað sem er hvað bagalegast í umræðunni á Íslandi er að það er ekki hægt að fá staðreyndir á hreint. Stundum er eins og menn vilji það ekki einu sinni. Davíð Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar hún var ekki nógu jákvæð á efnahagslífið í landinu. Það var lengi þráttað um hvort skattar hefðu hækkað eða Lesa meira
Herta Müller um einræðið
EyjanHerta Müller var alin upp undir einhverri skelfilegustu einræðisstjórn seinni tíma – stjórn Ceusescus í Rúmeníu. Andi einræðisins gegnsýrir öll verk hennar – það birtist alls staðar, í fólkinu, hlutunum. Herta Müller hélt mjög áhrifamikla ræðu við upphaf Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Þetta er í raun frábær ritgerð hjá Nóbelshöfundinum. Hér er í heimsókn þessa dagana Lesa meira
Góð umræða um spítalann
EyjanHilmar Þór Björnsson arkitekt heldur úti frábæru bloggi um arkitektúr og skipulagsmál hér á Eyjunni. Ég vek sérstaklega athygli á ítarlegri og málefnalegri umræðu um byggingaframkvæmdir við Landspítalann sem birst hefur hjá Hilmari síðustu vikurnar. Um að gera að fara á þettta blogg – og lesa svolítið aftur í tímann.
Kiljan: Svipmyndir af Bókmenntahátíð
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld verða sýndar svipmyndir af Bókmenntahátíð í Reykjavík. Við sjáum höfunda eins og Hertu Müller, Piu Tafdrup, Alberto Blanco, Nawal el Sadaawi, Sjón, Einar Kárason og Horacio Castellanos Moya. Rifjum líka upp nöfn nokkurra frægra höfunda sem hafa komið á fyrri hátíðir, þar má nefna Kurt Vonnegut, Günter Grass og Margaret Atwood. Lesa meira
Rjúpan og loftslagsbreytingar
EyjanSkotveiðimenn sem ég talaði við í gær töldu að helsta ástæðan fyrir því að rjúpu fækkar séu einfaldlega loftslagsbreytingar. Það sé minni snjór á vetrum – en lengri tímabíl þegar er bleyta og slabb. Rjúpan þrífist ekki vel í slíku loftslagi. Rjúpnastofnar hafa einnig verið á undanhaldi á Skotlandi – og þar er rætt um Lesa meira
Olíufélag ríkisins
EyjanÞað má pæla í ýmsu varðandi ríkisolíufélag. Til dæmis hvort ekki væri ráð að koma þessu frekar strax í hendurnar á einhverjum vildarvinum. Það er máski hreinlegra, fremur en að þurfa að gera það síðar. Svo má pæla í hvað félagið á að heita: Ríkisolía, Landsolía – einn galgopinn stakk upp á nafninu Ömoil. Einnig Lesa meira