fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Óflokkað

Harmleikur þjóðar

Harmleikur þjóðar

Eyjan
18.09.2011

Einhverjum kann að finnast fyndið að heyra sögur af gömlum karli sem sængar hjá fjölda ungra vændiskvenna. Og rövlar um hvað konur sem hann þarf að umgangast starfs síns vegna – eins og kanslara Þýskalands – séu gamlar og ljótar. En þetta er ekkert skemmtilegt. Þetta er harmleikur heillar þjóðar. Silvio Berlusconi hefur dregið Ítalíu Lesa meira

Skáld á frímerki

Skáld á frímerki

Eyjan
18.09.2011

Bandaríska póstþjónustan ætlar að heiðra tíu ljóðskáld með því að setja þau á frímerki sem eiga að koma út snemma á næsta ári. Skáldin sem um ræðir eru voru öll uppi á tuttugustu öld, á miklum blómatíma bandarískra bókmennta. Þetta eru Silvia Plath, William Carlos Williams,  Joseph Brodsky, e.e. cummings, Theodore Roethke, Robert Hayden, Wallace Lesa meira

Robert Aliber í Silfri Egils

Robert Aliber í Silfri Egils

Eyjan
17.09.2011

Öldungurinn Robert Z. Aliber varð frægur á Íslandi þegar hann kom hingað í maí 2008 og spáði falli íslensku bankanna. Mörgum brá í brún – ein sagan segir að Aliber hafi séð alla byggingakranana sem voru á lofti í Reykjavík og komist að þeirri niðurstöðu að kerfið hlyti að vera feigt. Aliber er nefnilega sérfræðingur Lesa meira

Ákvarðanir

Ákvarðanir

Eyjan
17.09.2011

Í viðtali í DV segir Illugi Gunnarsson að Davíð Oddsson sé magnaður persónuleiki. Um það þarf svosem ekki að efast. Illugi segist reyndar líka þakka fyrir að ekki komi margir svona karlar fram á sjónarsviðið. Illugi segir líka að hann hafi dáðst að því hversu Davíð var fljótur að taka ákvarðanir. Það sé annað en Lesa meira

Stuðningur við umsókn Palestínu

Stuðningur við umsókn Palestínu

Eyjan
17.09.2011

Líklega ætti að vera nokkuð breið samstaða um það meðal þjóðarinar að Ísland styðji það að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. Það er ekki hægt að leiða hjá sér þá hræðilegu kúgun og ofríki sem Palestínumenn eru beittir. Hana verður að stöðva, Palestínumenn verða fá að eiga heimkynni sín óáreittir – það verður Lesa meira

Ekki svo gott

Ekki svo gott

Eyjan
16.09.2011

Víða á bloggi og Facebook sér maður að fólk er að tala um hvað pólitíkin í Danmörku sé yfirveguð og góð og kurteisleg. En ekki er allt sem sýnist. Þriðji stærsti flokkurinn með 12,3 prósent atkvæða og 22 þingmenn er rasistaflokkur. Sem betur fer höfum við ekkert slíkt á Íslandi.

Stór misskilningur

Stór misskilningur

Eyjan
16.09.2011

Tryggvi Þór Herbertsson um hrunið – var þetta þá bara allt í plati? „Ég held að það sé, get ég orðað, hin stóra lygi vinstri manna að bankahrunið sem varð hér á Íslandi sé einhvers konar, hafi verið hrun einhverrar hugmyndafræði, hafi verið hrun einhvers siðferðis eða annað slíkt. Ég held að það sé hin Lesa meira

Stjarnan Dudamel

Stjarnan Dudamel

Eyjan
16.09.2011

Það er ekki ofmælt að Gustavo Dudamel, sá sem stjórnar Gautaborgarsinfóníunni í Hörpu á sunnudagskvöld, sé stjarna. Hann er ein skærasta stjarnan á festingu klassískrar tónlistar í dag. Hann er kornungur, aðeins þrítugur, þykir laglegur og stjórnar með miklum tilþrifum. Hefur stundum verið líkt við rokkstjörnu. Dudamel er frá Venesúela, kannski búast menn ekki við Lesa meira

Viðurkenning á sjálfstæðu ríki Palestínu

Viðurkenning á sjálfstæðu ríki Palestínu

Eyjan
16.09.2011

Ísrael er alltaf að breytast meir og meir í einangrað virki í Miðausturlöndum. Ríkisstjórnin í Egyptalandi sem gerði friðarsamning við Ísrael er fallin – og það er óvíst hvað tekur við í samskiptum ríkjanna. Tyrkir voru lengi helstu vinir Ísraels í þessum heimshluta. Þeir hafa misst þolinmæðina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands gerir ekki annað en að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af