fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Óflokkað

Almennt fyllerí í breskri borg

Almennt fyllerí í breskri borg

Eyjan
23.09.2011

Ljósmyndirnar sem birtast með þessari grein í Daily Mail hafa vakið mikla athygli. Þær eru teknar af pólskum ljósmyndara og sýna ofurölvum á götum borgarinnar Cardiff á laugardagskvöld. Blaðið segir að myndirnar séu til skammar fyrir Bretland.

Leiktjöld

Leiktjöld

Eyjan
23.09.2011

Á nokkrum stöðum á Íslandi hafa risið hús sem eru í anda þess sem menn hafa ímyndað sér að byggingar til forna hafi litið út. Yfirleitt er þetta gert af ágætum vilja, en bætir svosem ekki sérstaklega miklu við menningarhefð okkar. Byggingasaga Íslands er týnd og tröllum gefin – af þeirri einföldu ástæðu að það Lesa meira

Mistök

Mistök

Eyjan
23.09.2011

Ekki hef ég enn fengið skýringu á því hvers vegna ég missti aðgang minn að Facebook. Maður er hins vegar dálítið hugsi yfir fyrirbærinu ef hægt er að þurrka út fólk sisvona – og allt sem það geymir þarna inni, vinasambönd, textabrot, ljósmyndir. Ég sendi kvörtun út á ljósvakann – vissi ekki hvort hún yrði Lesa meira

Vandana Shiva í Silfrinu

Vandana Shiva í Silfrinu

Eyjan
23.09.2011

Meðal efnis í Silfri Egils á sunnudag verður viðtal við hina stórmerku baráttukonu Vandana Shiva. Vandana Shiva er heimspekingur og umhverfisverndarsinni frá Indlandi. Barátta hennar hefur ekki síst beinst gegn stórfyrirtækjum eins og Monsanto sem hanna erfðabreytt korn og fara um heiminn og tryggja sér einkarétt á sáðkorni. Þetta hefur komið indverskum smábændum í hörmulega Lesa meira

Þjóðlegt

Þjóðlegt

Eyjan
22.09.2011

Það er ekki hægt að segja annað en að hin þjóðlegu gildi séu höfð í heiðri í Framsóknarflokknum. Formaður flokksins ákveður að borða ekkert annað en íslenskan mat. Svo þegar hann bregður út af vananum og leggur sér til erlendan mat – n.b. frá einu af ríkjum Evrópusambandsins – þá veikist hann heiftarlega.

Tapio skrifar um Spánverjavígin

Tapio skrifar um Spánverjavígin

Eyjan
22.09.2011

Finninn Tapio Koivukari er Íslendingum að góðu kunnur. Hann talar reiprennandi íslensku, var kennari vestur á fjörðum. Hann er líka þekktur rithöfundur í heimalandi sínu, Sigurður Karlsson þýddi fyrir tveimur árum skáldsöguna Yfir hafið og í steininn eftir Tapio, fjarska skemmtilega bók. Nú hefur Tapio sent frá sér nýja skáldsögu sem ætti að vekja áhuga Lesa meira

Sukkbælið Benidorm

Sukkbælið Benidorm

Eyjan
22.09.2011

Pressan er að fjalla um útskriftarferðir menntaskólanema – og ráðagerðir um að banna þær jafnvel. Unglingar hópast til Spánar í þessar útskriftarferðir, aðallega til Benidorm, sumir lenda í alls kyns vandræðum. Benidorm er bær þar sem allt flýtur í áfengi og fíkniefnum. Getur verið stórhættulegur staður. Í ofanálag er bærinn einstaklega ljótur og ómenningarlegur. Hópferð Lesa meira

Þórbergsstræti?

Þórbergsstræti?

Eyjan
22.09.2011

Það er ekki vitlausara en hvað annað að kalla Hringbrautina Þórbergsstræti. Því Hringbraut er óskiljanlegt nafn. Hringbrautin fer ekki í hring, heldur liggur í sem næst beinni línu frá Ánanaustum upp að Snorrabraut. Í máli eldri Reykvíkinga sem ég þekki heitir Snorrabrautin reyndar Hringbraut. Hún var nefnilega partur af hringveginum sem átti að liggja í Lesa meira

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Ekki missa af