fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Óflokkað

Lilja Mós: Lægri laun, meiri skuldir

Lilja Mós: Lægri laun, meiri skuldir

Eyjan
27.09.2011

Lilja Mósesdóttir skrifar á Facebook síðu sína: „Eitt mikilvægasta verkefnið i dag er að vinna á reiðinni sem er í samfélaginu. Við erum föst í reiðinni eftir áfallið vegna bankahrunsins vegna þess að byrðum fjármálakreppunnar hefur ekki verið deilt á alla hópa á sanngjarnan hátt. Engin önnur þjóð hefur lagt jafn þungar byrðar á skuldsett Lesa meira

Útlendingastofnun segir nei

Útlendingastofnun segir nei

Eyjan
27.09.2011

Möppudýr hjá Útlendingastofnun reka augun í það að ungur maður frá Kanada dvelur í landinu. Hann er sautján ára og er á öðru ári í Háskólanum. Jordan Chalk hefur tekist að læra íslensku, fyrst af sjálfum sér. Hann má teljast sannur Íslandsvinur. En möppudýrin í Útlendingastofnun sögðu nei – og tölvur þeirra líka. Jordan Chalk Lesa meira

Inspired by…

Inspired by…

Eyjan
26.09.2011

Hún er dálítið sérstök forsíðufréttin í Fréttablaðinu í dag. Þar stendur að auglýsingaherferðin Inspired by Iceland hafi skilað tekjum upp á 34 milljarða í fyrra. Minna má nú gagn gera. En það er reyndar spurning hvernig þessi tala er fengin. Jú, það komu fleiri ferðamenn til Íslands en útlit var fyrir þegar Eyjafjallajökull gaus. Það Lesa meira

Öfugþróun

Öfugþróun

Eyjan
25.09.2011

Þegar ég kom til Rússlands í fyrra brá mér við hvað ástandið í landinu er í rauninni erfitt. Ég heyrði sögur af feikilegri spillingu, valdastétt sem fær enn að aka bílum hraðar og greiðar en aðrir og komast upp með að brjóta umferðarreglur. Lögreglu sem tekur fólk til að hafa af því fé. Æpandi ójöfnuður Lesa meira

Merkar konur í Silfrinu

Merkar konur í Silfrinu

Eyjan
25.09.2011

Tvær stórmerkar konur eru gestir í Silfri Egils í dag. Annarar hefur áður verið getið hér, það er heimspekingurinn, eðlisfræðingurinn og baráttukonan Vandana Shiva frá Indlandi. Hin heitir Margit Kennedy og er sérfræðingur í peningamálum. Margit Kennedy telur að fyrirkomulag peningamála í heiminum leiði af sér óstöðugleika, ójöfnuð og sé stórskaðlegt fyrir umhverfið. Hún er Lesa meira

Landhreinsun?

Landhreinsun?

Eyjan
25.09.2011

Jón Baldur Lorange skrifar á Moggabloggið og segist hafa hlustað á þátt þar sem tveir þingmenn ræddu saman. Þeir voru meða annars að ræða um bloggið. Öðrum var mjög í nöp við það og segir Jón Baldur að niðurstaða hans hafi verið sú að það yrði „landhreinsun“ ef netinu yrði lokað. Í sjálfu sér dálítið Lesa meira

Að skipta um skoðun

Að skipta um skoðun

Eyjan
24.09.2011

Það er yndislegt að skipta um skoðun. Maður ætti helst að gera það oft. Það er gott fyrir sálina. Maður eldist og er ekki sami maður og áður – af hverju ætti maður þá að ríghalda í skoðanirnar. Ég er mikill áhugamaður um tónlist. Hún hefur eiginlega verið mitt aðaláhugamál frá því ég var drengur. Lesa meira

Taka varla frá Sjálfstæðisflokki

Taka varla frá Sjálfstæðisflokki

Eyjan
24.09.2011

Það eru býsna þéttar girðingar utan um fylgi Sjálfstæðisflokksins – og það hefur náð sér furðu fljótt að strik eftir hrunið og kosningarnar 2009. Menn velta fyrir sér hvort nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins – sem myndi staðsetja sig á miðjunni – myndi taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Svarið er líklega nei – það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af