David Suzuki: Ekki glansmynd
EyjanÉg fékk viðmælanda í stúdíóið hjá mér í gær sem talaði eins og ungur maður og var kvikur í hreyfingum eins og ungur maður. Svo spurði ég hann aldurs og hann sagðist vera 75 ára. Hann heitir David Suzuki, er Kanadamaður af japönskum ættum, náttúruvísindamaður sem hefur verið að gera þætti um lífríki jarðar fyrir Lesa meira
Spillt athafna- og stjórnmálalíf
EyjanPressan vitnar í viðtal sem birtist í Morgunblaðinu við Vlad Vaiman, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Í Silfri Egils í gær var talsvert fjallað um spillingu – orð Vaimans eru mjög í anda þess sem þar var sagt: „Því er ekki að neita að íslenskt viðskiptalíf er mjög ungt á alþjóðlega vísu. Landið var lengi Lesa meira
Ranghugmyndir um Kína
EyjanÞað er merkilegt að skoða hvernig klisjur geta breiðst út. Ein er sú að Kínverjar séu að kaupa allan heiminn – og angi af henni er að Kínverjar hugsi til svo langs tíma. Ég sá þetta síðast í viðtali við mann sem er að reyna að safna peningum til að Íslendingar geti keypt Grímsstaði á Lesa meira
Viðtalið við Putnam
EyjanHér er viðtalið við Harvardprófessorinn Robert David Putnam úr Silfri gærkvöldsins. Fyrri hluti: Seinni hluti: Þökk sé Láru Hönnu Einarsdóttur sem klippti þetta úr þættinum.
Tryggvi Rúnar
EyjanÉg þekkti Tryggva Rúnar Leifsson. Hann var sérstakt ljúfmenni. Dagbækur hans úr einangrunarvist í Síðumúlafangelsi sem Stöð 2 fjallaði um í kvöld benda eindregið til þess að hann hafi verið dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki. Tryggvi lést fyrir tveimur árum úr krabbameini og hélt fram sakleysi sínu á dánarbeði. Hinn frægi réttarsálfræðingur Gísli Lesa meira
Agora
EyjanHorfði á kvikmynd í gærkvöldi eftir Spánverjann Alejandro Amenabár. Hann hefur áður gert myndir eins og The Others – frábæra hrollvekju – og Abre los ojos sem var endurgerð sem Vanilla Sky. Þessi mynd nefnist Agora – ég leigði hana af því ég hef alltaf haft gaman að Rómverjamyndum. Vissi í raun ekkert um hana. Lesa meira
1. október
EyjanMótmælin við Alþingishúsið í dag reyndust vera friðsöm – mestanpart. Það þarf ekki að skipta um rúður í húsinu í þetta sinn. Það var talsverður fjöldi við mótmælin, þótt ekki væri sama dramatíska andrúmsloft og þegar mótmælt var á fyrstu dögum þingsins síðastliðið haust. Þunginn var meiri þá. Sá einstæði atburður varð að eiginkona forseta Lesa meira
Minnisvarðar um arkitekta
EyjanÁ sínum skemmtilega og fróðlega vef sem er vistaður hér á Eyjunni skrifar Hilmar Þór Björnsson um stjörnuarkitekta sem geta verið háskalegir. Hann nefnir stríðsminjasafnið í Dresden sem arkitektinn Daniel Libeskind hefur nánast eyðilagt með viðbyggingu sem stingur algjörlega í stúf við það sem fyrir var. Í einstaka tilvikum getur slíkt verið skemmtilegt, en viðbygging Lesa meira
Hvernig mótmæli?
EyjanSjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður forsætisnefndar Alþingis, segir að það komi mótmælum ekkert við að þingsetning skuli vera í fyrramálið en ekki eftir hádegið. Vefurinn Smugan skýrir frá þessu. Það skiptir varla öllu máli varðandi mótmæli hvort þingsetningin er klukkan 10 að morgni eða klukkan 2 eftir hádegi. Ef fólk vill mótmæla, þá kemur það. Einhver Lesa meira
Aflvana ríkisstjórn
EyjanRíkisstjórnin er að heykjast á kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar. Vestfirðingarnir Lilja Rafney úr VG og Ólína úr Samfylkingu eru að setja fram tillögur þar sem eiga að koma í staðinn fyrir frumvarpið. Fyrir ríkisstjórn er þetta náttúrlega meiriháttar ósigur, að einu stefnumáli hennar sé stefnt í algjört óefni vegna þess að ráðherra lagði fram frumvarp sem Lesa meira