Járnveggurinn
EyjanMaður verður sífellt meira forviða yfir því hversu viti firrtir stjórnendur Ísraelsríkis virðast vera – og hvernig þeir hafa Bandaríkjastjórn í taumi. Nú er samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – með lýðræðislegum hætti – að Palestína fái inngöngu í UNESCO, menningar- og þróunarstofnun SÞ. Þá bregst Ísraelsstjórn við með því að frysta skattgreiðslur sem hafa Lesa meira
Grikkir og greiðslufallið
EyjanStjórnmálafræðingurinn Nikos Dimitriou skrifar í Guardian um hina miklu spillingu sem er landlæg í grískum stjórnmálum þar sem ættir og klíkur líta á ríkið sem einhvers konar lén sem þeim er heimilt að mjólka að vild. Traustið á stjórnmálum er heldur sama og ekkert í Grikklandi – 90 prósent vantreysta stjórnmálamönnum. Samt eru sömu flokkarnir Lesa meira
Papandreou og þjóðaratkvæðagreiðslan
EyjanGeorg Papanderou er búinn að hleypa Evrópusambandinu í loft upp með þeirri yfirlýsingu að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um síðasta björgunarpakkann vegna Grikklands. Mikið uppnám ríkir líka í grískum stjórnmálum, fjármálaráðherrann var lagður inn á spítala með magaverki í morgun – það er sagt að Papandreou hafi ekki tilkynnt honum né öðrum um fyrirætlanir sínar – Lesa meira
Eineltið og skömmin
EyjanDV hefur mikið fjallað um einelti gegn börnum undanfarið – og á heiður skilið fyrir það. Víða í skólakerfinu er unnið samkvæmt svokallaðri Olweusar-áætlun gegn einelti. Hún er kennd við sænskan uppeldisfræðing, Dan Olweus. Það sem mér hefur sýnst varðandi þessa er að of mikil áhersla sé lögð á að þolandinn eigi einhverja sök í Lesa meira
Gengi
EyjanPaul Nikolov skrifar á vef Grapevine – hann er að bregðast við þeim orðum Jakobs Frímanns Magnússonar að Íslendingum stafi ógn af glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Árni Snævarr setur fram litla athugasemd þar sem hann bendir á að þetta hafi hingað til verið á hinn veginn – Búlgarir hafi hingað til fremur þurft að Lesa meira
Sérstaða Íslands
EyjanSteingrímur Hermannsson mun eitt sinn hafa sagt eitthvað á þá leið að venjuleg hagfræðilögmál giltu ekki á Íslandi. Þá var mikið hlegið. Seinna voru hörðustu andstæðingar Steingríms reyndar farnir að stjórna samkvæmt svipuðum hugmyndum – Davíð Oddsson virðist líka hafa trúað þessu innst inni. Síðar komu erlendir sérfræðingar og bentu Íslendingum á að allt væri Lesa meira
Það sem skiptir mestu máli
EyjanUmfjöllun Helga Seljan um hinn geðsjúka Snæbjörn Sigurbjörnsson og hrakninga hans minnir okkur á grundvallaratriði. Það er stærsti og mesti mælikvarðinn á gæði samfélaga hvernig er komið fram við þá sem minna mega sín, sjúka, fatlaða, fátæka, ósjálfbjarga gamalmenni, börn. Sums staðar er sjúku fólki vísað út á guð og gaddinn, nasistar skirrðust ekki við Lesa meira
Mannorðið
EyjanEinhvern veginn er það svo að flestir sem undanfarið hafa kvartað yfir mannorðsmorðum hafa verið einfærir um að týna mannorðinu sjálfir.
Gagnleg samkoma
EyjanÍ Silfrinu í gær lýsti Paul Krugman yfir stuðningi við Occupy hreyfinguna. Hann sagðist hafa haldið að hlutirnir myndu breytast eftir áfallið 2008, en það hafi þeir ekki gert. Krugman sagði að verðtryggingin á Íslandi væri mistök – hún væri andfélagsleg. En um íslensku krónuna sagði hann að hún hefði verið gagnleg. Verðtryggingin hægði hins Lesa meira
Hollywood og þrívíddin
EyjanÞrívíddartæknin sem er notuð í kvikmyndahúsum er fremur ófullkomin. Og ekki er hún beinlínis ný af nálinni. Þvívíddarmyndir voru gerðar á sjötta áratugnum en fólki þótti þær ekki spennandi og þær duttu uppfyrir um langa hríð. Þar til kvikmyndaiðnaðurinn var orðinn örvæntingarfullur vegna ólöglegs niðurhals og þjófnaðar á kvikmyndum og leitaði leiða til að bjóða Lesa meira