Með orma í eyrum
EyjanMorgunblaðið segir frá því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi heimsótt Grasrótarmiðstöðina í Brautarholti 4. En hver var það aftur sem sagði að ef maður hlustaði á grasrótina fengi maður orma í eyrun?
Áhugi Kanadamanna?
EyjanÁ Íslandi horfa menn nokkuð til Kanada sem fyrirheitins lands. Það er almennt talið að Kanadamenn hafi haldið skynsamlega á sínum málum, kreppan hefur ekki leikið þá sérlega grátt, landið er ríkt af auðlindum. Kanadamenn hafa líka velferðarkerfi að evrópskri fyrirmynd – þar er meiri jöfnuður en í Bandaríkjunum – og það er athyglisvert að Lesa meira
Marion
EyjanAðalpersónan í Einvíginu, nýjustu skáldsögu Arnalds Indriðasonar, heitir Marion Briem. Það kemur ekki almennilega fram í bókinni hvort Marion er karlkyns eða kvenkyns. Nafnið lætur það ekki uppi – og Arnaldur skrifar sig framhjá því. Þetta er skemmtilegur leikur af hálfu höfundarins – við ræðum hann aðeins í Kiljunni í kvöld. Arnaldur er gamall kvikmyndaskríbent Lesa meira
Ingi Freyr: Kaupþingsþversögnin
EyjanDV birtir merkilega samantekt í dag eftir stjörnublaðamanninn Inga Frey Vilhjálmsson. Hún fjallar um kúlulánaliðið, þá sem fengu lánaðar stórar fjárhæðir til hlutabréfakaupa í Arion-banka, fengu arð af hlutabréfunum sem þeir halda eftir, en þurfa ekki að greiða lánin sem þeir fengu. Ingi fjallar síðan um málið í leiðara sem hann skrifar sjálfur. Ég ætla Lesa meira
Eitt kjördæmi
EyjanLíklega eru fáir ráðherrar sem þurfa að verjast fleiri beiðnum um alls konar framkvæmdir og fyrirgreiðslu en innanríkisráðherrann. Hann fer með samgöngumál og einnig málefni sveitarfélaga. Þess vegna er það merkileg yfirlýsing þegar Ögmundur Jónasson, sá sem gegnir embætti innanríkisráðherra, segir í umræðum i þinginu – eftir að einn harðasti byggðaþingmaðurinn gerir harða hríð að Lesa meira
Varað við Berlusconi
EyjanNú þegar stjórnmálaferli Silvios Berlusconi er að ljúka – með skömm – má minna á tvær frægar forsíður The Economist. Blaðið má eiga það að það sá alltaf í gegnum þennan hrapp. Fyrri forsíðan birtist í apríl 2001, fyrirsögnin var – Hvers vegna Berlusconi er óhæfur til að leiða Ítalíu? Seinni forsíðan birtist þegara síðara Lesa meira
Ólafur Jóhann, Steinunn og gleraugu Torfhildar
EyjanÍ Kiljunni í kvöld fjöllum við um nýútkomna bók eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem nefnist Málverkið. Bókin gerist á Ítalíu í lok síðari heimstyrjaldarinnar og segir frá flækjum kringum málverk sem hugsanlega er eftir hinn fræga málara Caravaggio. Ólafur Jóhann er í viðtali í þættinum frá New York. Steinunn Sigurðardóttir segir frá skáldsögu sinni Jójó, Lesa meira
Hvernig nýtist orkan?
EyjanHér kemur fram að minnsta álverið á Íslandi noti helmingi meiri raforku en öll heimili í landinu og öll fyrirtæki (utan álver) samanlagt. Það er ansi mikið. En hvernig er þessi orka að nýtast okkur? Í nýlegri skýrslu um rekstur og arðsemi Landsvirkjunar eru settar fram miklar efasemdir um efnahagslegan ávinning af stóriðjunni, áhrifin hafa Lesa meira
Lygarinn Netanyahu
EyjanNicolas Sarkozy og Barak Obama virðast vera góðir vinir. Þeir voru að tala saman á G20 fundinum um daginn og áttuðu sig ekki á því að hljóðnemarnir sem þeir báru væru opnir. Sarkozy sagði um Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. „Ég þoli hann ekki, hann er lygari.“ Og Bandaríkjaforsetinn svaraði: „Ert þú búinn að fá nóg Lesa meira
Grikkland á valdi ólígarka
EyjanSagnfræðingurinn Misha Glenny skrifar í Financial Times um það sem hann nefnir hinn raunverulega gríska harmleik. Það eru ólígarkarnir í Grikklandi, auðmenn sem stjórna viðskipta- og atvinnulífinu. Glenny segir að þeir hafi brugðist við kreppunni með tvennum hætti, annars vegar með því að flytja peninga úr landi (á fasteignamarkaði í Lundúnum hefur orðið vart við Lesa meira