Evrópa: Hægrið við völd
EyjanGuardian birtir þetta athyglisverða kort sem sýnir þróun stjórnmála í Evrópu síðan 1972, en þá gekk Bretland í Evrópusambandið. Á ýmsu hefur gengið, fasistastjórnir féllu í Grikklandi, Portúgal og á Spáni, um tíma stjórnuðu vinstrimenn víðast hvar í álfunni, en nú eru hægrimenn nær alls staðar við völd.
Gunnar og átthagabókmenntirnar
EyjanÉg er að lesa mikla ævisögu Gunnars Gunnarssonar rithöfundar sem Jón Yngvi Jóhannsson hefur skráð. Maður verður vísari um ýmislegt við lesturinn. Gunnar bjó við kröpp kjör fyrstu árin eftir hann flutti til Danmerkur. Hann fór þangað til að nema í lýðháskólanum í Askov – en líkaði ekki sérlega vel, skólinn var of guðrækilegur fyrir Lesa meira
Að hrífast af Björgólfi
EyjanBjörgólfur Thor Björgólfsson segist ekki hafa vitað að hann yrði aðalpersóna í myndinni Thors Saga. Það mun víst eitthvað vera til í því – að minnsta kosti var það svo framan af. Myndin breyttist víst ansi mikið á þróunartímanum. Höfundurinn Ulla Bjoe Rasmussen hefur mikið starfað í Færeyjum. Hún kom til Íslands með óljósar hugmyndir, Lesa meira
Hannes Pétursson í Kiljunni
EyjanSkáldið Hannes Pétursson verður gestur í Kiljunni á morgun. Hannes er í hópi helstu núlifandi skálda á Íslandi – og kannski fyrr og síðar. Eins og bókmenntaunnendur vita kemur Hannes ekki mikið fram í fjölmiðlum. Hannes er að senda frá sér bók sem nefnist Jarðlag í tímanum – það eru minningamyndir frá barnæsku hans í Lesa meira
Þingmeirihluti fyrir lánaleiðréttingum?
EyjanMargrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, bendir á að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé máski kominn meirihluti á þingi fyrir frekari leiðréttingu lána. Í raun væri athyglisvert ef látið yrði reyna á þetta. Hreyfingin hlýtur að beita sér fyrir því. Í því sambandi má benda á að erlendir hagfræðingar á ráðstefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Hörpu nýlega töldu þörf Lesa meira
Gamlir foringjar
EyjanÍ pólitík má spyrja hversu heppilegt er að gamlir foringjar þvælist fyrir hinum nýju. Í Bretlandi var á sínum tíma mikið talað um hvað Margaret Thatcher gerði John Major lífið leitt. Hún kom einstöku sinnum fram með yfirlýsingar sem ollu honum erfiðleikum. Þetta fór mjög í taugarnar á Major og mörgum í Íhaldsflokknum þótti þessi Lesa meira
Guðni Th: Aðeins um bráðabirgðastjórnarskrána
EyjanGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sendi eftirfarandi athugasemd: — — — Í Silfri Egils um helgina ræddi Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Var sá málflutningur röggsamur og skýr. Þótt Reimar viðurkenndi fúslega að auðvitað væru á stjórnarskránni „ákveðnir annmarkar“ kvað hann ljóst að hugmyndir ráðsins gerðu illt verra. Helst vildi hann því Lesa meira
Vont að hætta að klappa
EyjanSegi menn svo að hlutirnir þokist ekki aðeins áfram í Rússlandi. Í þessari frétt segir að fjöldi áhorfenda á glímukappleik hafi baulað á Pútín, forsætisráðherra og forsetaefni. Á tíma Stalíns var aðeins annað uppi á teningnum. Enginn hefði þorað að baula á Stalín, nei, þvert á móti – þegar hann kom fram voru menn í Lesa meira
Viðtalið við Collier
EyjanHér er viðtal úr Silfrinu í gær. Paul Collier, prófessor við Oxfordháskóla, þar sem hann talar meðal annars um nýtingu auðlinda og hvernig þær gagnast þjóðum og rányrkju við strendur Afríku og á úthöfum – en líka um fátækt, misskiptingu, þróunaraðstoð, nýlendustefnu, vopnaða íhlutun, Afríku og Kína: Þökk sé Láru Hönnu.
Kusu þau rétt?
EyjanEinhvern tíma kemur kannski að því að Sjálfstæðismenn spyrja sig hvort þeir hafi valið rétt þegar þeir endurkusu Bjarna Benediktsson. Skoðanakannanir hafa sýnt að Hanna Birna Kristjánsdóttir höfðar betur til óákveðinna kjósenda – og það er hjá þeim sem úrslit kosninga ráðast. Við gætum verið að sigla inn í pólitískt landslag sem er nokkuð óvenjulegt, Lesa meira