Ríkisstjórnin og Icesave
EyjanÞað er deilt um það hvort ríkisstjórnin sé hæf um að reka Icesave-málið fyrir erlendum dómstóli. Þeir sem hafa starfað í hópunum InDefence og Advice hafa efasemdir um það – af ráðherrum treysta þeir Árna Páli Árnasyni best. Það byggir á frammistöðu Árna síðan hann tók við málinu eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, en líka, hygg ég, Lesa meira
Friðsamt ár
EyjanÉg var í bókabúð að fletta yfirliti Newsweek – eða var það Time – yfir árið 2011. Maður skyldi ekki ætla það eftir fjölmiðlaumfjöllun ársins, en í raun var þetta friðsælt ár. Það er lítið um styrjaldir í heiminum, friðsamlegt um að litast víðast hvar. Velmegun er líka útbreiddari en áður – lönd eins og Lesa meira
Minnisvarði um ekki neitt
EyjanÉg rifjaði um daginn upp þegar ég var eitt sinn á fundi þar sem Davíð Oddsson talaði um byggingu Perlunnar. Þá var Davíð borgarstjóri, fundurinn var minnir mig hjá Sjálfstæðismönnum í Veturbæ og haldinn í KR-heimilinu, Davíð var spurður út í byggingu Perlunnar – hví væri verið að byggja þetta hús – og hann svaraði: Lesa meira
Arftakinn
EyjanMörgum líst ekki á að sonur Kims Jong-il, hinn ungi Kim Jong-un, taki við stjórninni í Norður-Kóreu. En eins og oft hefur verið sagt í pólitík hér á Íslandi – á hann að gjalda fyrir að vera sonur föður síns?
Hvalveiðar og menningin
EyjanÓlafur Ragnar Grímsson segir að hvalveiðar séu réttur Íslendinga og hvalkjöt sé partur af menningu Íslands. Má rétt vera – þótt maður hafi ekki fundið sáran söknuð eftir hvalveiðunum síðan þær lögðust mestanpart af 1986. Hvalkjöt er ekki stór þáttur af íslenskri matarmenningu og ekki miklar hefðir í kringum neyslu þess. Hins hlýtur að vera Lesa meira
Innihaldslaus Perla
EyjanPerlan er ljómandi falleg bygging þar sem hún trónir uppi á Öskjuhlíð. En yfir henni hefur samt alltaf verið blær tilgangsleysis. Ég man að ég var á fundi einhvern tíma fyrir 1990 þar sem Perlan var rædd. Þá sagði þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, að það væri fullt af fólki sem vissi ekki hvað það ætti Lesa meira
Danir og verslunin
EyjanÞegar talað er um Dani sem versla á Íslandi hugsa menn yfirleitt um einokunarkaupmennina. Löngu síðar spratt upp sú geðveikislega hugmynd, sem er tjáð í Íslandsklukkunni, að Kaupmannahöfn hafi á þeim tíma verið byggð á auði Íslands. En síðar voru hér Danir sem héldu uppi verslun – og það er talinn einn mesti blómatími verslunar Lesa meira
Íslendingar og erlent vald
EyjanÞað er verið að skrifa heilmikið um kommúnismann á Íslandi. Mest af því kemur frá hægrimönnum, sem eru mærðir á þessum vef. Þarna er til dæmis vitnað í skrif Styrmis Gunnarssonar sem skrifaði í Moggann að sósíalistar og kommúnistar hafi verið erindrekar erlends valds. Við skulum ekki gera of lítið úr því. Kommúnistar aðhylltust aðra Lesa meira
Kúgun og formyrkvan í Norður Kóreu
EyjanMaður er eiginlega ekki alveg viss hvort Norður-Kórea, þetta furðulega alræðisríki, sé til. Þegar horft er á heiminn utan úr geimi að næturþeli sést eiginlega bara svartur blettur þar sem landið á að vera, löndin í kring eru raflýst, en ekki Norður-Kórea. Yfir öllum fréttum af Norður-Kóreu er sérstæður óraunveruleikablær. Nú er sagt að Kim Lesa meira
Í jólaamstrinu
EyjanÞað er ýmislegt á seyði fyrir jólin, þetta er yfirleitt heldur skemmtilegur tími – sérstaklega ef maður á góða fjölskyldu. En það er hart í búi hjá smáfuglum og líka þeim sem stærri eru. Nú hefur verið snjór á jörð síðan í lok nóvember – það er óvenju langur tími. Við Reykjavíkurtjörn virðist ríkja nokkuð Lesa meira