fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025

Óflokkað

Jón og sjálfsmyndin

Jón og sjálfsmyndin

Eyjan
31.12.2011

Ég skrifaði fyrr í dag að fyrir Jóni Bjarnasyni hefði ráðherradómurinn verið eins og spegill sem hann gat horft á sjálfan sig í. Nú segir Jón, þegar hann er að missa ráðherraembættið, að brjótist út fögnuður í Brussel. En hver í Brussel ætli hafi áhuga á Jóni?

Djörf pólitísk skák

Djörf pólitísk skák

Eyjan
30.12.2011

Hrókeringar Jóhönnu og Steingríms eru pólitísk skáklist á háu stigi. Fyrir áhugamenn um stjórnmálafléttur er gaman að fylgjast með þessu – maður veit svosem ekki hvort þetta breytir einhverju um stefnu stjórnarinnar, en það verða gerðar miklar kröfur til Steingríms í atvinnuvegaráðuneytinu. Það er stór yfirlýsing af hans hálfu að hann skuli setjast þangað inn. Lesa meira

Uppnám í Samfylkingunni

Uppnám í Samfylkingunni

Eyjan
30.12.2011

Eins og ég nefndi í fyrri pistli verður óvenjulegur fjöldi fyrrverandi ráðherra í stjórnarliðinu ef fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni ganga eftir. Þetta er það sem kallast stjórnunarvandi. Ráðherrum á Íslandi er tamt að líta á ráðuneyti sem lén sín, eign sína. Þeir verða stjörnuvitlausir ef hróflað er við þeim, það er eins og að missa Lesa meira

Hrist upp í stjórninni

Hrist upp í stjórninni

Eyjan
30.12.2011

Áform Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar eru athyglisverð – og kannski ekki svo út í bláinn. Það er merkilegt ef hinn öflugi Steingrímur J., sterkasti maðurinn í ríkisstjórninni, ætlar að setjast í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Í því hljóta að felast skilaboð um að gera eigi skurk í uppbyggingu atvinnuveganna. Steingrímur sem formaður annars stjórnarflokksins tekur Lesa meira

Umsvifamiklir kaupfélagsmenn

Umsvifamiklir kaupfélagsmenn

Eyjan
29.12.2011

DV hefur verið að flytja fréttir af Kaupfélagi Skagfirðinga sem er mikið veldi heima í héraði, innan landbúnaðarkerfisins og í fjármálavafstri á landsvísu með einn helsta umsýslumann landsins, Þórólf Gíslason, í forsvari. Þórólfur var stjórnarformaður hins dularfulla félags Giftar á árunum fyrir hrun. Eins og kunnugt er töpuðust miklir peningar í því félagi – og Lesa meira

Það vantar skýringar

Það vantar skýringar

Eyjan
28.12.2011

Það er kominn tími til að þeir sem standa að byggingu nýja Landspítalans skýri mál sitt. Eins og hefur verið bent á hér vefnum er erfitt að rekja feril þessarar ákvörðunar – það er eins og hún hafi tekið sjálfa sig á sínum tíma. Sérlegir trúnaðarmenn stjórnmálaflokka hafa haft yfirumsjón með framkvæmdunum, er það tilviljun Lesa meira

Vörumerki

Vörumerki

Eyjan
28.12.2011

Maður sem ég þekki býr aðeins kippkorn frá Ólympíuþorpinu sem er að rísa í Lundúnum. Ólympíuleikar snúast að miklu leyti um kostun stórfyrirtækja – staðan er þannig í grennd við Ólympíusvæðið að ekki má sjást í merki fyrirtækja nema þau séu opinberir kostendur leikanna, það eru til dæmis fyrirtæki sem framleiða hollustuvörur eins og Coca Lesa meira

Sorpið og snjórinn

Sorpið og snjórinn

Eyjan
27.12.2011

Ég hugsa með miklum hlýhug til þeirra sem hirða sorpið hjá mér og öðrum borgarbúum. Ég veit að þeir vinna oft við erfiðar aðstæður og standa sig vel. En ég borga reyndar líka fyrir þessa þjónustu með sköttunum. Rúv birti frétt um sorphirðuna og snjóinn nú í kvöld. Það er mikill snjór og allar tunnur Lesa meira

Þórður Snær: Spilling og græðgi

Þórður Snær: Spilling og græðgi

Eyjan
27.12.2011

Þórður Snær Júlíusson skrifaði leiðara í Fréttablaðið stuttu fyrir jól þar sem hann fjallaði um spillinguna sem þreifst hér á mörkum stjórnmála og viðskipta fyrst á þessari öld. Leiðarinn er svohjóðandi í heild sinni: „Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu Lesa meira

Sannleikskrafan og það sem hentar

Sannleikskrafan og það sem hentar

Eyjan
27.12.2011

Það hefur spunnist nokkur umræða um trúmál núna um jólin. Í grein Þorsteins Pálssonar sem birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag er aðallega talað um kristna trú út frá því sem hentar samfélaginu – þetta er reyndar æ algengara í trúmálaumræðu. Rökin heyrast oft frá prestum – það hentar samfélaginu að aðhyllast kristni og það sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af