BF
EyjanEr ekki sagt að heimskra manna ráð dugi verr sem fleiri koma saman? Ég ætla ekki að segja að þetta eigi við þegar framboð Guðmundar og Heiðu er annars vegar– en kannski dugir sú aðferð að láta fjölda manns velja nafn á stjórnmálaflokki ekki vel? Björt framtíð er ekki sérlega gott nafn – þótt það Lesa meira
Neikvætt
EyjanÞað er nokkuð rætt um stöðugleika íslenska hagkerfisins á árunum fyrir hrun í framhaldi af heimildarmyndinni The Inside Job. Því miður er umræðan á því plani á Íslandi að það er sífellt deilt um staðreyndir. Skýrsla frá matsfyrirtækinu Fitch rétt fyrir litlu kreppuna 2006 sýnir hvernig ástandið var, þetta er frekar skorinort og lítið hægt Lesa meira
Leiðinlegur samkvæmisleikur
EyjanFjölmiðlar virðast vera staðráðnir í því að breyta upphafi forsetakosninga í heldur leiðinlegan samkvæmisleik – sem gæti jafnvel farið að taka á sig mynd skrípaleiks. Það er látlaust verið að nefna til sögunnar alls kyns fólk sem gæti hugsanlega komið til greina sem forsetaefni, það er hringt í þetta fólk, það útilokar ekki framboð – Lesa meira
Varasamt Twitter
EyjanÍ fjölmiðlum les maður að Twitter-áskrift í nafni Wendy Deng, eiginkonu Ruperts Murdochs hafi verið svindl. Samt var á að hafa verið búið að ganga úr skugga um að þetta væri ekta. Að mínu viti er Twitter varasamt fyrirbæri. Einhver persóna úti í bæ hefur gert þa að leik sínum að falsa færslur í mínu Lesa meira
Að afnema velferðarkerfið
EyjanBandarísk stjórnmál eru ráðgáta. Nýjasta stjarnan til að skjótast upp á himininn hjá repúblíkönum er Rick Santorum. Hann fékk góða útkomu í prófkjörinu í Iowa – og hann notaði tækifærið til að líkja Obama forseta við Mussolini. Santorum segist vera að bjóða sig fram til forseta vegna þess að hann er svo mikið á móti Lesa meira
Fjör í framboðsmálum
EyjanÞað gæti orðið ótrúlegt fjör í framboðsmálum á Íslandi næstu sextán mánuðina eða svo. Fullt af forsetaframbjóðendum – og fullt af framboðum fyrir þingkosningar sem eiga að fara fram snemma vors 2013, en gætu auðvitað orðið fyrr. Nú erum við þegar komin með fjögur ný framboð, Lilju Mós, Guðmund Steingríms og Heiðu, Guðmund Franklín og Lesa meira
Vantraust og tillögur Stjórnlagaráðs
EyjanStöð 2 spyr Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hvort lögð verði fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Hann segir hvorki af né á. Vantraust yrði varla samþykkt – enda þarf það að vera meira en pólitísk æfing. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs eru hugmyndir um að þegar lagt er fram vantraust á ríkisstjórn, þá sé um leið gerð tillaga að Lesa meira
ESB og stærstu mál samtímans
EyjanÁ tíma þegar í tísku að tala illa um Evrópusambandið tekur Financial Times upp hanskann fyrir það í leiðara. FT segir að Evrópusambandi sé merkasta tilraun heimsins í ríkjasamvinnu. Falli Evrópusambandið væri það mikið áfall fyrir samvinnu milli ríkja. Í leiðaranum segir að stærstu mál samtímans séu alþjóðleg: Fjármálakreppan, óstöðugleiki gjaldmiðla, loftslagsbreytingar, útbreiðsla kjarnorkuvopna og Lesa meira
Örþreytt önd
EyjanEinar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar á heimasíðu sína að ríkisstjórnin sé eins og lömuð önd – og að henni sé haldið í öndunarvél. Í sálmi í sálmabókinni er lína sem mér er minnisstæð: „Ég kom til þín ein örþreytt önd.“ Annars er spurning hvers endur eiga að gjalda, flestum er líklega mun Lesa meira
Forsetinn og framhaldið
EyjanÞað verður að teljast líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson skýri frá því í áramótaávarpi sínu hvort hann ætlar að sækjast eftir því að sitja áfram sem forseti. Annað væri eiginlega ókurteisi, það er ekki einkamál Ólafs hvort hann vill vera áfram í embættinu, enda verður að teljast líklegt að einhverjir séu að hugsa sér til Lesa meira